Sólveig Anna segir upprisu láglaunakvenna í borginni sannarlega hafna Atli Ísleifsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 10. mars 2020 07:25 Sólveigu Önnu Jónsdóttur var létt þegar fréttamaður náði tali af henni eftir að samningar voru undirritaðir í nótt. Verkföllum hefur verið aflýst. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að staðfesta og samstaða samninganefndar Eflingar og félagsmanna hafi skilað þeim samningi við Reykjavíkurborg sem undirritaður var í nótt. Búið er að aflýsa verkfallsaðgerðum félagsmanna Eflingar í borginni, en ótímabundnar verkfallsaðgerðir félagsmanna hófustu fyrir rúmum þremur vikum. „Þetta er sannarlega búið að vera langt ferli,“ sagði Sólveig Anna við fréttamann í Karphúsinu þegar búið var að skrifa undir. „Við erum búin að vera í verkfallsaðgerðum nú í ríflega mánuð. En það hefur skilað okkur þessum árangri. Okkar staðfesta, samstaða – bæði samninganefndarinnar og félagsmanna – sem sýndu aftur og aftur að okkur var full alvara og við ætluðu sannarlega að ná fram leiðréttingu á kjörum okkar og það hefur okkur tekist núna.“ Hefur verkföllum verið aflýst? „Já, verkföllum er aflýst. Kjarasamningar hafa verið undirritaðir.“ Lausnamiðaður andi Aðspurð um hvað hafi orðið til þess að skriður komst á viðræðurnar segir Sólveig Anna að fólk hafi loks áttað sig á því að það þyrfti að mæta kröfum félagsmanna Eflingar, auk þess að „lausnamiðaður andi“ hafi komið yfir viðræðurnar. „Sem skilaði þeim árangri að um það bil þrír fjórðu af félagsmönnum Eflingar sem starfa hjá borginni eru að fara að fá einhvers konar leiðréttingu, til viðbótar við hina margumræddu 90 þúsund króna Lífskjarasamningshækkun. Þetta er stór og merkur áfangi og við ætlum að gerast svo djörf að kalla þennan samning sögulegan og kalla sigur okkar sögulegan og segja það bara fullum fetum að upprisa láglaunakvenna sem starfa hér í borginni, hún er sannarlega hafin. Okkar málflutningur hefur skilað okkur þessum árangri. Okkar staðfesta. Og við munum auðvitað halda ótrauð áfram.“ Er þetta betri samningur en þið undirrituðu til dæmis í tengslum við hótelstarfsmenn á síðasta ári? „Þessi samningur færir okkur það sem við vorum að berjast fyrir, sem er viðurkenning á því að þessar vanmetnu kvennastéttir hafi einfaldlega átt betra skilið en að þeim hafi verið afhent. Og við hljótum að gleðjast djúpt og innilega yfir því að loksins, loksins hafi sá langþráði árangur náðst.“ Er stytting vinnuvikunnar inni í þessu? „Já, sannarlega er stytting vinnuvikunnar inni í þessu og ýmislegt annað sem skiptir auðvitað mjög, mjög máli.“ Eins og hvað? „Eins og það til dæmis einstaklingsbundin tækifæri til að fá ýmis viðbótarnámskeið og svo framvegis verða metin. Fólk hefur nú tækifæri til að safna sér inn launuðu námsleyfi og ýmislegt fleira sem skiptir mína félagsmenn mjög miklu máli.“ Ertu sátt við þetta? „Ég er ekki bara sátt, heldur ótrúlega stolt og þakklát. Ég er auðvitað mjög þreytt eins og aðrir meðlimir samninganefndar.“ Ótímabundið verkfall ykkar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hófst í gær. Hvað þýðir þessi samningur fyrir þær samningaviðræður? „Ég get ekki ímyndað mér annað en að hann þýði það að kröfum okkar sem við höfum sett fram þar, um leiðréttingu, verði líka framkvæmt þar. Að það verði gengið að þeim kröfum,“ sagði Sólveig Anna í nótt. Verkföll 2020 Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 04:54 Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45 Fögnuðu samningnum á táknmáli vegna kórónuveirunnar Þrátt fyrir að Efling og Reykjavíkurborg hafi náð að landa kjarasamningi eftir harðvítugar deilur síðastliðinn mánuði heyrðist ekkert lófatak frá Karphúsinu í nótt. 10. mars 2020 05:29 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að staðfesta og samstaða samninganefndar Eflingar og félagsmanna hafi skilað þeim samningi við Reykjavíkurborg sem undirritaður var í nótt. Búið er að aflýsa verkfallsaðgerðum félagsmanna Eflingar í borginni, en ótímabundnar verkfallsaðgerðir félagsmanna hófustu fyrir rúmum þremur vikum. „Þetta er sannarlega búið að vera langt ferli,“ sagði Sólveig Anna við fréttamann í Karphúsinu þegar búið var að skrifa undir. „Við erum búin að vera í verkfallsaðgerðum nú í ríflega mánuð. En það hefur skilað okkur þessum árangri. Okkar staðfesta, samstaða – bæði samninganefndarinnar og félagsmanna – sem sýndu aftur og aftur að okkur var full alvara og við ætluðu sannarlega að ná fram leiðréttingu á kjörum okkar og það hefur okkur tekist núna.“ Hefur verkföllum verið aflýst? „Já, verkföllum er aflýst. Kjarasamningar hafa verið undirritaðir.“ Lausnamiðaður andi Aðspurð um hvað hafi orðið til þess að skriður komst á viðræðurnar segir Sólveig Anna að fólk hafi loks áttað sig á því að það þyrfti að mæta kröfum félagsmanna Eflingar, auk þess að „lausnamiðaður andi“ hafi komið yfir viðræðurnar. „Sem skilaði þeim árangri að um það bil þrír fjórðu af félagsmönnum Eflingar sem starfa hjá borginni eru að fara að fá einhvers konar leiðréttingu, til viðbótar við hina margumræddu 90 þúsund króna Lífskjarasamningshækkun. Þetta er stór og merkur áfangi og við ætlum að gerast svo djörf að kalla þennan samning sögulegan og kalla sigur okkar sögulegan og segja það bara fullum fetum að upprisa láglaunakvenna sem starfa hér í borginni, hún er sannarlega hafin. Okkar málflutningur hefur skilað okkur þessum árangri. Okkar staðfesta. Og við munum auðvitað halda ótrauð áfram.“ Er þetta betri samningur en þið undirrituðu til dæmis í tengslum við hótelstarfsmenn á síðasta ári? „Þessi samningur færir okkur það sem við vorum að berjast fyrir, sem er viðurkenning á því að þessar vanmetnu kvennastéttir hafi einfaldlega átt betra skilið en að þeim hafi verið afhent. Og við hljótum að gleðjast djúpt og innilega yfir því að loksins, loksins hafi sá langþráði árangur náðst.“ Er stytting vinnuvikunnar inni í þessu? „Já, sannarlega er stytting vinnuvikunnar inni í þessu og ýmislegt annað sem skiptir auðvitað mjög, mjög máli.“ Eins og hvað? „Eins og það til dæmis einstaklingsbundin tækifæri til að fá ýmis viðbótarnámskeið og svo framvegis verða metin. Fólk hefur nú tækifæri til að safna sér inn launuðu námsleyfi og ýmislegt fleira sem skiptir mína félagsmenn mjög miklu máli.“ Ertu sátt við þetta? „Ég er ekki bara sátt, heldur ótrúlega stolt og þakklát. Ég er auðvitað mjög þreytt eins og aðrir meðlimir samninganefndar.“ Ótímabundið verkfall ykkar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hófst í gær. Hvað þýðir þessi samningur fyrir þær samningaviðræður? „Ég get ekki ímyndað mér annað en að hann þýði það að kröfum okkar sem við höfum sett fram þar, um leiðréttingu, verði líka framkvæmt þar. Að það verði gengið að þeim kröfum,“ sagði Sólveig Anna í nótt.
Verkföll 2020 Kjaramál Reykjavík Tengdar fréttir Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 04:54 Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45 Fögnuðu samningnum á táknmáli vegna kórónuveirunnar Þrátt fyrir að Efling og Reykjavíkurborg hafi náð að landa kjarasamningi eftir harðvítugar deilur síðastliðinn mánuði heyrðist ekkert lófatak frá Karphúsinu í nótt. 10. mars 2020 05:29 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Samið um allt að 112 þúsund króna hækkun Launahækkanir, styttri vinnuvika, yfirvinnutímar auk námskeiða og fræðslu eru meðal þess sem Efling og Reykjavíkurborg náðu saman um í nótt. 10. mars 2020 04:54
Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45
Fögnuðu samningnum á táknmáli vegna kórónuveirunnar Þrátt fyrir að Efling og Reykjavíkurborg hafi náð að landa kjarasamningi eftir harðvítugar deilur síðastliðinn mánuði heyrðist ekkert lófatak frá Karphúsinu í nótt. 10. mars 2020 05:29