Slakað á takmörkunum í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2020 10:32 Grímuklætt fólk á gangi í miðaldaborginni Lucca á Ítalíu. Daglegt líf komst þar í eðlilegri skorður í dag þegar leyft var að opna bari, veitingastaði og snyrtistofur. Vísir/EPA Ítalíu og Spánn eru á meðal þeirra Evrópuríkja sem slökuðu frekar á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Leyft verður að opna flest fyrirtæki eins og bari, veitingastaði og hárgreiðslustofur á Ítalíu. Faraldurinn virðist í rénun í báðum löndum sem eru á meðal þeirra sem hafa orðið verst úti í heiminum. Útgöngubann hefur verið í gildi á Ítalíu frá því í mars og hafa um 32.000 manns látist af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Dregið hefur úr dánartíðninni og greindu yfirvöld frá 145 nýjum dauðsföllum í gær, þeim fæstu á einum degi frá því að útgöngubanninu var komið á, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar mest lét létust 900 manns á einum degi seint í mars Á Spáni voru innan við hundrað ný dauðsföll skráð í gær og hafa þau ekki verið færri frá því að takmörkunum var komið á vegna faraldursins. Í dag var slakað á takmörkunum á eyjum sem hafa sloppið tiltölulega vel. Þar er nú leyft að opna verslunarmiðstöðvar og allt að fimmtán manns mega koma saman á einum stað. Spænsk stjórnvöld vinna eftir fjögurra fasa áætlun um að slaka á takmörkunum. Stærsti hluti landsins hóf fyrsta fasa opnana í síðustu viku. Þá voru samkomur tíu manna leyfðar með þeim skilyrðum að tveggja metra fjarlægðarregla væri virt og fólk gengi með grímur. Barir og veitingastaðir fengu að hefja starfsemi utandyra en með takmörkunum. Kvikmyndahús, söfn og leikhús fengu einnig að hefja starfsemi aftur en með takmörkuðu sætaframboði. Stórborgir eins og Madrid og Barcelona eru aftur á móti enn nærri byrjunarreit. Þar eru flestar takmarkanir enn í gildi þó að leyft sé að opna litlar verslanir frá og með deginum í dag. Þá er nú leyft að halda jarðarfarir með tíu gestum innandyra og fimmtán utandyra. Í Belgíu hefja skólar starfsemi á ný með ströngum takmörkunum í dag, sömuleiðis í Grikklandi þar sem Meyjarhofið á Akrópólishæð var einnig opnað aftur. Í Portúgal er nú leyft að opna veitingastaði, kaffihús og bakarí með takmörkunum og í Póllandi geta snyrtistofur, hárgreiðslustofur, veitingastaðir og kaffihús að hefja starfsemi aftur. Lýðheilsusérfræðingar vara enn við því að of geyst verði farið í að slaka á takmörkunum vegna faraldursins. Hætta sé á að hann blossi upp á nýjan leik fari stjórnvöld ekki að öllu með gát. Spánn Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Belgía Grikkland Portúgal Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Sjá meira
Ítalíu og Spánn eru á meðal þeirra Evrópuríkja sem slökuðu frekar á takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Leyft verður að opna flest fyrirtæki eins og bari, veitingastaði og hárgreiðslustofur á Ítalíu. Faraldurinn virðist í rénun í báðum löndum sem eru á meðal þeirra sem hafa orðið verst úti í heiminum. Útgöngubann hefur verið í gildi á Ítalíu frá því í mars og hafa um 32.000 manns látist af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Dregið hefur úr dánartíðninni og greindu yfirvöld frá 145 nýjum dauðsföllum í gær, þeim fæstu á einum degi frá því að útgöngubanninu var komið á, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þegar mest lét létust 900 manns á einum degi seint í mars Á Spáni voru innan við hundrað ný dauðsföll skráð í gær og hafa þau ekki verið færri frá því að takmörkunum var komið á vegna faraldursins. Í dag var slakað á takmörkunum á eyjum sem hafa sloppið tiltölulega vel. Þar er nú leyft að opna verslunarmiðstöðvar og allt að fimmtán manns mega koma saman á einum stað. Spænsk stjórnvöld vinna eftir fjögurra fasa áætlun um að slaka á takmörkunum. Stærsti hluti landsins hóf fyrsta fasa opnana í síðustu viku. Þá voru samkomur tíu manna leyfðar með þeim skilyrðum að tveggja metra fjarlægðarregla væri virt og fólk gengi með grímur. Barir og veitingastaðir fengu að hefja starfsemi utandyra en með takmörkunum. Kvikmyndahús, söfn og leikhús fengu einnig að hefja starfsemi aftur en með takmörkuðu sætaframboði. Stórborgir eins og Madrid og Barcelona eru aftur á móti enn nærri byrjunarreit. Þar eru flestar takmarkanir enn í gildi þó að leyft sé að opna litlar verslanir frá og með deginum í dag. Þá er nú leyft að halda jarðarfarir með tíu gestum innandyra og fimmtán utandyra. Í Belgíu hefja skólar starfsemi á ný með ströngum takmörkunum í dag, sömuleiðis í Grikklandi þar sem Meyjarhofið á Akrópólishæð var einnig opnað aftur. Í Portúgal er nú leyft að opna veitingastaði, kaffihús og bakarí með takmörkunum og í Póllandi geta snyrtistofur, hárgreiðslustofur, veitingastaðir og kaffihús að hefja starfsemi aftur. Lýðheilsusérfræðingar vara enn við því að of geyst verði farið í að slaka á takmörkunum vegna faraldursins. Hætta sé á að hann blossi upp á nýjan leik fari stjórnvöld ekki að öllu með gát.
Spánn Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Belgía Grikkland Portúgal Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Sjá meira