Anelka, Torres, Lukaku og Eto'o allir á eftir Eiði Smára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2020 15:00 Eiður Smári Guðjohnsen fagnar einu af 55 mörkum sínum fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en þetta mark kom á móti hans gamla liði Bolton Wanderers. Getty/Clive Rose Hver er besti framherji Chelsea frá árinu 2000? Þeirri spurningu svaraði fólkið á Give Me Sport og Ísland á fulltrúa mjög ofarlega á listanum. Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að Didier Drogba var valinn besti framherji Chelsea til þessa á 21. öldinni enda sigursæll leikmaður sem skoraði jafnan mörg mörk í stóru leikjunum. Það var heldur ekki hægt að búast við því að Eiður Smári Guðjohnsen væri ofar en menn eins og Diego Costa og Jimmy Floyd Hasselbaink. En hafa einhverjir aðrir staðið sig betur en Eiður í framlínu Chelsea frá árinu 2000. ?? 23. Radamel Falcao?? 18. Gonzalo Higuain?? 8. Fernando Torres?? 6. Tammy AbrahamYou know Chelsea have spent badly on attackers when Alvaro Morata nearly makes it into the top 10 ??https://t.co/ABmScfI1Sp— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 15, 2020 Svo var ekki að mati þeirra á Give Me Sport. Þau mátu sem svo að það hafi aðeins verið þrír framherjar Chelsea sem teljast hafa staðið sig betur en Eiður Smári Guðjohnsen í Chelsea búningnum. Chelsea eyddi miklum peningi í menn eins og Hernan Crespo, Adrian Mutu, Andriy Shevchenko, Fernando Torres og Alvaro Morata en enginn þeirra náði að komast upp fyrir Eið Smára á þessum lista. Radamel Falcao, Gonzalo Higuain og Romelu Lukaku eru líka allir langt á eftir okkar manni. „Stórkostlegur leikmaður. Kostaði félagið aðeins 4,5 milljónir punda. Guðjohnsen skoraði 75 mörk á sex tímabilum sínum með Chelsea,“ segir í rökstuðningi Give Me Sport um valið á Eiði Smára í fjórða sætið. Eiður Smári á líka sinn þátt í því að Hollendingurinn Jimmy Floyd Hasselbaink skipar þriðja sætið. Eiður Smári og Hasselbaink náðu frábærlega saman og Eiður lagði upp mörk fyrir Jimmy Floyd. For our #Duology series, @tfb_chris told the story of the fire and ice partnership of Jimmy Floyd Hasselbaink and Eiður Guðjohnsen, the attacking duo whose brilliance helped @ChelseaFC to some of their most beloved memories. https://t.co/qgVljFwqli— These Football Times (@thesefootytimes) May 12, 2020 Eiður Smári steig sín fyrstu skref í atvinnumennsku í Hollandi og kunni því hollensku sem hjálpaði þeim örugglega. Chelsea keypti Jimmy Floyd Hasselbaink frá Atlético Madrid í lok maí og Eiður Snári var keyptur frá Bolton Wanderers nítján dögum síðar. Eiður Smári er næstur á undan Nicolas Anelka sem skoraði þó 59 mörk fyrir félagið og varð markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2008-09. Jimmy Floyd Hasselbaink kostaði ellefu milljónum pundum meira en Eiður Smári. Hasselbaink skoraði 87 mörk í 177 leikjum fyrir Chelsea en hann yfirgaf félagið þegar Jose Mourinho tók við. Eiður Smári spilaði hins vegar fyrstu tvö tímabilin undir stjórn Jose Mourinho og varð þá tvisvar enskur meistari með félaginu. Bestu framherjar Chelsea frá árinu 2000: 25. Franco Di Santo 24. Radamel Falcao 23. Claudio Pizarro 22. Mikael Forssell 21. Carlton Cole 20. Adrian Mutu 19. Mateja Kežman 18. Gonzalo Higuain 17. Romelu Lukaku 16. Loïc Rémy 15. Demba Ba 14. Andriy Shevchenko 13. Michy Batshuayi 12. Daniel Sturridge 11. Alvaro Morata 10. Samuel Eto'o 9. Olivier Giroud 8. Hernán Crespo 7. Fernando Torres 6. Tammy Abraham 5. Nicolas Anelka 4. Eiður Smári Guðjohnsen 3. Jimmy Floyd Hasselbaink 2. Diego Costa 1. Didier Drogba Enski boltinn Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Sjá meira
Hver er besti framherji Chelsea frá árinu 2000? Þeirri spurningu svaraði fólkið á Give Me Sport og Ísland á fulltrúa mjög ofarlega á listanum. Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að Didier Drogba var valinn besti framherji Chelsea til þessa á 21. öldinni enda sigursæll leikmaður sem skoraði jafnan mörg mörk í stóru leikjunum. Það var heldur ekki hægt að búast við því að Eiður Smári Guðjohnsen væri ofar en menn eins og Diego Costa og Jimmy Floyd Hasselbaink. En hafa einhverjir aðrir staðið sig betur en Eiður í framlínu Chelsea frá árinu 2000. ?? 23. Radamel Falcao?? 18. Gonzalo Higuain?? 8. Fernando Torres?? 6. Tammy AbrahamYou know Chelsea have spent badly on attackers when Alvaro Morata nearly makes it into the top 10 ??https://t.co/ABmScfI1Sp— GiveMeSport (@GiveMeSport) May 15, 2020 Svo var ekki að mati þeirra á Give Me Sport. Þau mátu sem svo að það hafi aðeins verið þrír framherjar Chelsea sem teljast hafa staðið sig betur en Eiður Smári Guðjohnsen í Chelsea búningnum. Chelsea eyddi miklum peningi í menn eins og Hernan Crespo, Adrian Mutu, Andriy Shevchenko, Fernando Torres og Alvaro Morata en enginn þeirra náði að komast upp fyrir Eið Smára á þessum lista. Radamel Falcao, Gonzalo Higuain og Romelu Lukaku eru líka allir langt á eftir okkar manni. „Stórkostlegur leikmaður. Kostaði félagið aðeins 4,5 milljónir punda. Guðjohnsen skoraði 75 mörk á sex tímabilum sínum með Chelsea,“ segir í rökstuðningi Give Me Sport um valið á Eiði Smára í fjórða sætið. Eiður Smári á líka sinn þátt í því að Hollendingurinn Jimmy Floyd Hasselbaink skipar þriðja sætið. Eiður Smári og Hasselbaink náðu frábærlega saman og Eiður lagði upp mörk fyrir Jimmy Floyd. For our #Duology series, @tfb_chris told the story of the fire and ice partnership of Jimmy Floyd Hasselbaink and Eiður Guðjohnsen, the attacking duo whose brilliance helped @ChelseaFC to some of their most beloved memories. https://t.co/qgVljFwqli— These Football Times (@thesefootytimes) May 12, 2020 Eiður Smári steig sín fyrstu skref í atvinnumennsku í Hollandi og kunni því hollensku sem hjálpaði þeim örugglega. Chelsea keypti Jimmy Floyd Hasselbaink frá Atlético Madrid í lok maí og Eiður Snári var keyptur frá Bolton Wanderers nítján dögum síðar. Eiður Smári er næstur á undan Nicolas Anelka sem skoraði þó 59 mörk fyrir félagið og varð markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2008-09. Jimmy Floyd Hasselbaink kostaði ellefu milljónum pundum meira en Eiður Smári. Hasselbaink skoraði 87 mörk í 177 leikjum fyrir Chelsea en hann yfirgaf félagið þegar Jose Mourinho tók við. Eiður Smári spilaði hins vegar fyrstu tvö tímabilin undir stjórn Jose Mourinho og varð þá tvisvar enskur meistari með félaginu. Bestu framherjar Chelsea frá árinu 2000: 25. Franco Di Santo 24. Radamel Falcao 23. Claudio Pizarro 22. Mikael Forssell 21. Carlton Cole 20. Adrian Mutu 19. Mateja Kežman 18. Gonzalo Higuain 17. Romelu Lukaku 16. Loïc Rémy 15. Demba Ba 14. Andriy Shevchenko 13. Michy Batshuayi 12. Daniel Sturridge 11. Alvaro Morata 10. Samuel Eto'o 9. Olivier Giroud 8. Hernán Crespo 7. Fernando Torres 6. Tammy Abraham 5. Nicolas Anelka 4. Eiður Smári Guðjohnsen 3. Jimmy Floyd Hasselbaink 2. Diego Costa 1. Didier Drogba
Bestu framherjar Chelsea frá árinu 2000: 25. Franco Di Santo 24. Radamel Falcao 23. Claudio Pizarro 22. Mikael Forssell 21. Carlton Cole 20. Adrian Mutu 19. Mateja Kežman 18. Gonzalo Higuain 17. Romelu Lukaku 16. Loïc Rémy 15. Demba Ba 14. Andriy Shevchenko 13. Michy Batshuayi 12. Daniel Sturridge 11. Alvaro Morata 10. Samuel Eto'o 9. Olivier Giroud 8. Hernán Crespo 7. Fernando Torres 6. Tammy Abraham 5. Nicolas Anelka 4. Eiður Smári Guðjohnsen 3. Jimmy Floyd Hasselbaink 2. Diego Costa 1. Didier Drogba
Enski boltinn Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Sjá meira