Arnar Guðjóns fær Inga Þór og Dani Rodriguez sér til aðstoðar í Garðabænum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2020 10:30 Nýja þjálfarateymið hjá Stjörnunni. Arnar Guðjónsson með þeim Danielle Rodriguez og Inga Þór Steinþórssyni. Vísir/KJartan Atli Stjörnumenn héldu blaðamannafund í dag þar sem þeir tilkynntu að Arnar Guðjónsson væri kominn með mjög öfluga aðstoðarþjálfara fyrir baráttuna næsta vetur. Bikar- og deildarmeistarar síðustu tveggja ára ætla að gera allt sem þeir geta til að ná í fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Ingi Þór Steinþórsson var rekinn sem þjálfari meistaraflokks KR á dögunum og vildi ekki taka við öðru starfi hjá Vesturbæjarfélaginu. Hann var hins vegar ekki lengi að finna sér nýtt starf. Í stað þess að þjálfa KR-inga mun Ingi Þór nú aðstoða Stjörnunnumenn við það að ná Íslandsmeistaratitlinum úr Vesturbænum en Stjarnan á enn eftir að vinna þann stóra. Ingi Þór þekkir það vel að vinna þann stóra og þá sérstaklega á fyrsta ári. Ingi Þór Steinþórsson varð Íslandsmeistari á fyrsta tímabili sínu sem aðalþjálfari KR 1999-2000 en einnig á fyrstu tímabilum sínum með Snæfelli 2009-10 og með KR 2018-19 auk þess að vinna þann stóra á sínu fyrsta tímabili sem aðstoðarþjálfari KR 2008-09. Danielle Rodriguez verður væntanlega með þessu fyrsta konan til að verða aðstoðarþjálfari hjá karlaliði í úrvalsdeildinni á Íslandi. Hún hafði tilkynnt það áður að hún væri að hugsa um að setja körfuboltaskóna upp á hillu og fara að einbeita sér að þjálfun. Danielle Rodriguez spilaði með kvennaliði KR í vetur en þekkir vel til hjá Stjörnunni þar sem hún hefur þjálfað yngri flokka undanfarin ár. Danielle lék einnig með kvennaliði Stjörnunnar frá 2016 til 2019 og er stigahæsti, frákastahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar í efstu deild frá upphafi. Stjörnumenn njóta ekki aðeins góðs af störfum Inga Þórs Steinþórssonar og Danielle Rodriguez hjá meistaraflokki karla því þau munu einnig bæði þjálfa yngri flokka hjá félaginu. Ingi þór Steinþórsson verður gestur hjá Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atla Kjartanssyni í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport en þátturinn hefst að venju klukkan 15.00. Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Stjörnumenn héldu blaðamannafund í dag þar sem þeir tilkynntu að Arnar Guðjónsson væri kominn með mjög öfluga aðstoðarþjálfara fyrir baráttuna næsta vetur. Bikar- og deildarmeistarar síðustu tveggja ára ætla að gera allt sem þeir geta til að ná í fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Ingi Þór Steinþórsson var rekinn sem þjálfari meistaraflokks KR á dögunum og vildi ekki taka við öðru starfi hjá Vesturbæjarfélaginu. Hann var hins vegar ekki lengi að finna sér nýtt starf. Í stað þess að þjálfa KR-inga mun Ingi Þór nú aðstoða Stjörnunnumenn við það að ná Íslandsmeistaratitlinum úr Vesturbænum en Stjarnan á enn eftir að vinna þann stóra. Ingi Þór þekkir það vel að vinna þann stóra og þá sérstaklega á fyrsta ári. Ingi Þór Steinþórsson varð Íslandsmeistari á fyrsta tímabili sínu sem aðalþjálfari KR 1999-2000 en einnig á fyrstu tímabilum sínum með Snæfelli 2009-10 og með KR 2018-19 auk þess að vinna þann stóra á sínu fyrsta tímabili sem aðstoðarþjálfari KR 2008-09. Danielle Rodriguez verður væntanlega með þessu fyrsta konan til að verða aðstoðarþjálfari hjá karlaliði í úrvalsdeildinni á Íslandi. Hún hafði tilkynnt það áður að hún væri að hugsa um að setja körfuboltaskóna upp á hillu og fara að einbeita sér að þjálfun. Danielle Rodriguez spilaði með kvennaliði KR í vetur en þekkir vel til hjá Stjörnunni þar sem hún hefur þjálfað yngri flokka undanfarin ár. Danielle lék einnig með kvennaliði Stjörnunnar frá 2016 til 2019 og er stigahæsti, frákastahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar í efstu deild frá upphafi. Stjörnumenn njóta ekki aðeins góðs af störfum Inga Þórs Steinþórssonar og Danielle Rodriguez hjá meistaraflokki karla því þau munu einnig bæði þjálfa yngri flokka hjá félaginu. Ingi þór Steinþórsson verður gestur hjá Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atla Kjartanssyni í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport en þátturinn hefst að venju klukkan 15.00.
Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira