Arnar Guðjóns fær Inga Þór og Dani Rodriguez sér til aðstoðar í Garðabænum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2020 10:30 Nýja þjálfarateymið hjá Stjörnunni. Arnar Guðjónsson með þeim Danielle Rodriguez og Inga Þór Steinþórssyni. Vísir/KJartan Atli Stjörnumenn héldu blaðamannafund í dag þar sem þeir tilkynntu að Arnar Guðjónsson væri kominn með mjög öfluga aðstoðarþjálfara fyrir baráttuna næsta vetur. Bikar- og deildarmeistarar síðustu tveggja ára ætla að gera allt sem þeir geta til að ná í fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Ingi Þór Steinþórsson var rekinn sem þjálfari meistaraflokks KR á dögunum og vildi ekki taka við öðru starfi hjá Vesturbæjarfélaginu. Hann var hins vegar ekki lengi að finna sér nýtt starf. Í stað þess að þjálfa KR-inga mun Ingi Þór nú aðstoða Stjörnunnumenn við það að ná Íslandsmeistaratitlinum úr Vesturbænum en Stjarnan á enn eftir að vinna þann stóra. Ingi Þór þekkir það vel að vinna þann stóra og þá sérstaklega á fyrsta ári. Ingi Þór Steinþórsson varð Íslandsmeistari á fyrsta tímabili sínu sem aðalþjálfari KR 1999-2000 en einnig á fyrstu tímabilum sínum með Snæfelli 2009-10 og með KR 2018-19 auk þess að vinna þann stóra á sínu fyrsta tímabili sem aðstoðarþjálfari KR 2008-09. Danielle Rodriguez verður væntanlega með þessu fyrsta konan til að verða aðstoðarþjálfari hjá karlaliði í úrvalsdeildinni á Íslandi. Hún hafði tilkynnt það áður að hún væri að hugsa um að setja körfuboltaskóna upp á hillu og fara að einbeita sér að þjálfun. Danielle Rodriguez spilaði með kvennaliði KR í vetur en þekkir vel til hjá Stjörnunni þar sem hún hefur þjálfað yngri flokka undanfarin ár. Danielle lék einnig með kvennaliði Stjörnunnar frá 2016 til 2019 og er stigahæsti, frákastahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar í efstu deild frá upphafi. Stjörnumenn njóta ekki aðeins góðs af störfum Inga Þórs Steinþórssonar og Danielle Rodriguez hjá meistaraflokki karla því þau munu einnig bæði þjálfa yngri flokka hjá félaginu. Ingi þór Steinþórsson verður gestur hjá Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atla Kjartanssyni í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport en þátturinn hefst að venju klukkan 15.00. Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Stjörnumenn héldu blaðamannafund í dag þar sem þeir tilkynntu að Arnar Guðjónsson væri kominn með mjög öfluga aðstoðarþjálfara fyrir baráttuna næsta vetur. Bikar- og deildarmeistarar síðustu tveggja ára ætla að gera allt sem þeir geta til að ná í fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Ingi Þór Steinþórsson var rekinn sem þjálfari meistaraflokks KR á dögunum og vildi ekki taka við öðru starfi hjá Vesturbæjarfélaginu. Hann var hins vegar ekki lengi að finna sér nýtt starf. Í stað þess að þjálfa KR-inga mun Ingi Þór nú aðstoða Stjörnunnumenn við það að ná Íslandsmeistaratitlinum úr Vesturbænum en Stjarnan á enn eftir að vinna þann stóra. Ingi Þór þekkir það vel að vinna þann stóra og þá sérstaklega á fyrsta ári. Ingi Þór Steinþórsson varð Íslandsmeistari á fyrsta tímabili sínu sem aðalþjálfari KR 1999-2000 en einnig á fyrstu tímabilum sínum með Snæfelli 2009-10 og með KR 2018-19 auk þess að vinna þann stóra á sínu fyrsta tímabili sem aðstoðarþjálfari KR 2008-09. Danielle Rodriguez verður væntanlega með þessu fyrsta konan til að verða aðstoðarþjálfari hjá karlaliði í úrvalsdeildinni á Íslandi. Hún hafði tilkynnt það áður að hún væri að hugsa um að setja körfuboltaskóna upp á hillu og fara að einbeita sér að þjálfun. Danielle Rodriguez spilaði með kvennaliði KR í vetur en þekkir vel til hjá Stjörnunni þar sem hún hefur þjálfað yngri flokka undanfarin ár. Danielle lék einnig með kvennaliði Stjörnunnar frá 2016 til 2019 og er stigahæsti, frákastahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar í efstu deild frá upphafi. Stjörnumenn njóta ekki aðeins góðs af störfum Inga Þórs Steinþórssonar og Danielle Rodriguez hjá meistaraflokki karla því þau munu einnig bæði þjálfa yngri flokka hjá félaginu. Ingi þór Steinþórsson verður gestur hjá Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atla Kjartanssyni í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport en þátturinn hefst að venju klukkan 15.00.
Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira