Félagsbústaðir áforma yfir 140 nýjar íbúðir á árinu Sigrún Árnadóttir skrifar 17. apríl 2020 08:00 Á síðasta ári festu Félagsbústaðir kaup á 112 íbúðum til útleigu og eru nú ríflega 2800 íbúðir í eigu eða umsjón félagsins sem eru leigðar fólki sem býr við þrengstan efnahag í Reykjavík. Um 72% íbúðanna er almennt félagslegt leiguhúsnæði, 11% eru íbúðir fyrir fatlaða, 13% eru íbúðir fyrir aldraða og ríflega 1% íbúðanna er ætlaðar heimilislausum. Þess má geta að fjöldi íbúða Félagsbústaða er nú mun meiri en t.d. allar íbúðir á Seltjarnarnesi sem voru 1.703 í lok árs 2017. Á þessu ári er ráðgert að kaupa 132 íbúðir til viðbótar og byggja tvo íbúðakjarna fyrir fatlaða með 6 íbúðum í hvorum kjarna. Áætlað er að kostnaður nemi alls um 4,5 milljörðum króna og hefur verið sótt um stofnframlög frá ríki og borg fyrir hluta kostnaðarins. Lög um almennar íbúðir frá 2016 sem miða að því að tryggja húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga undir tilteknum tekju- og eignamörkum kveða á um heimildir ríkis og sveitarfélaga til að veita stofnframlög til byggingar og kaupa leiguíbúða. Þessi lög hafa haft mikil og jákvæð áhrif fyrir leigjendur og óhagnaðardrifin leigufélög en fyrir tilstilli þeirra hefur tekist að auka verulega framboð af leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Aukinn jöfnuður – betra samfélag Félagsbústaðir sem eru alfarið í eigu Reykjavíkurborgar sinna því mikilvæga verkefni sveitarfélagsins að sjá til þess að framboð sé á leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði til að mæta grundvallar-mannréttindum og þörfum fólks fyrir eigið heimili og stuðla að auknum jöfnuði og betra samfélagi. Á undanförnum misserum hefur markvisst verið unnið að því að styrkja og efla samfélagslegt hlutverk Félagsbústaða. Gerðar hafa verið þjónustukannanir meðal leigjenda og nú er verið að innleiða nýja þjónustustefnu með breyttum áherslum og stjórnskipulagi. Unnið hefur verið markvisst úr gagnlegum ábendingum innri- og ytri endurskoðenda og verið er að bæta og efla upplýsingatæknimál um leið og lögð er áhersla á að tryggja fjármagn svo unnt sé að mæta þörf fyrir fjölgun íbúða samkvæmt uppbyggingarstefnu borgarinnar. Nýlega fengu Félagsbústaðir, fyrst íslenskra fyrirtækja, vottun og heimild til útgáfu félagslegra skuldabréfa (e.social bonds) en í því felst að útgáfa bréfanna er talin hafa jákvæð samfélagsleg áhrif. Við útgáfu skuldabréfanna hafa óhagstæð lán verið greidd upp og kaup nýrra íbúða fjármögnuð. Einn helsti hvatinn að útgáfu félagslegra skuldabréfa er vaxandi krafa fjárfesta um samfélagslega ábyrga fjárfestingakosti. Jöfn dreifing um alla borg Stefna borgaryfirvalda er að 5% íbúðarhúsnæðis í borginni skuli vera félagslegt leiguhúsnæði sem dreifist sem jafnast í hverfi borgarinnar. Við kaup og byggingu íbúða er leitast við að jafna dreifinguna sem er nú á bilinu 1,5% til 7,5% eftir hverfum. Samkvæmt upplýsingum úr Borgarsjá var fjöldi íbúða í borginni í byrjun þessa árs 54,758 og þar af er liðlega 5% íbúðanna í eigu eða umsjón Félagsbústaða. Á árinu 2019 var úthlutað 351 íbúð, ýmist til nýrra leigjenda eða vegna flutninga í aðrar félagslegar leiguíbúðir. Umsóknum um almennt félagslegt leiguhúsnæði fækkaði milli ára um 257 eða frá því að vera 906 í mars í fyrra í 649 í mars á þessu ári. Eins og sjá má af þessum tölum er enn mikil þörf fyrir að bæta við leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum. Talsvert hefur verið rætt og ritað um reikningsskilaaðferðir Félagsbústaða vegna fasteigna í eigu félagsins. Eignirnar hafa allt frá árinu 2004 verið færðar á svokölluðu gangvirðismati sem er í samræmi við heimildir í lögum um ársreikninga. Vegna gagnrýni á þessa aðferð var hún borin undir óháðan aðila, KPMG, sem komst að þeirri niðurstöðu að aðferðin væri í fullu samræmi við viðurkenndar reikningsskilaaðferðir og mjög algengt væri að leigufélög notuðu hana. KPMG telur viðeigandi að skilgreina leiguíbúðir í eigu Félagsbústaða sem fjárfestingareignir og fylgja ákvæðum IAS 40 um reikningshaldslega meðferð þeirra og færa eignirnar á gangvirði eins og nú er gert. Höfundur er framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Húsnæðismál Félagsmál Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Sjá meira
Á síðasta ári festu Félagsbústaðir kaup á 112 íbúðum til útleigu og eru nú ríflega 2800 íbúðir í eigu eða umsjón félagsins sem eru leigðar fólki sem býr við þrengstan efnahag í Reykjavík. Um 72% íbúðanna er almennt félagslegt leiguhúsnæði, 11% eru íbúðir fyrir fatlaða, 13% eru íbúðir fyrir aldraða og ríflega 1% íbúðanna er ætlaðar heimilislausum. Þess má geta að fjöldi íbúða Félagsbústaða er nú mun meiri en t.d. allar íbúðir á Seltjarnarnesi sem voru 1.703 í lok árs 2017. Á þessu ári er ráðgert að kaupa 132 íbúðir til viðbótar og byggja tvo íbúðakjarna fyrir fatlaða með 6 íbúðum í hvorum kjarna. Áætlað er að kostnaður nemi alls um 4,5 milljörðum króna og hefur verið sótt um stofnframlög frá ríki og borg fyrir hluta kostnaðarins. Lög um almennar íbúðir frá 2016 sem miða að því að tryggja húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga undir tilteknum tekju- og eignamörkum kveða á um heimildir ríkis og sveitarfélaga til að veita stofnframlög til byggingar og kaupa leiguíbúða. Þessi lög hafa haft mikil og jákvæð áhrif fyrir leigjendur og óhagnaðardrifin leigufélög en fyrir tilstilli þeirra hefur tekist að auka verulega framboð af leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Aukinn jöfnuður – betra samfélag Félagsbústaðir sem eru alfarið í eigu Reykjavíkurborgar sinna því mikilvæga verkefni sveitarfélagsins að sjá til þess að framboð sé á leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði til að mæta grundvallar-mannréttindum og þörfum fólks fyrir eigið heimili og stuðla að auknum jöfnuði og betra samfélagi. Á undanförnum misserum hefur markvisst verið unnið að því að styrkja og efla samfélagslegt hlutverk Félagsbústaða. Gerðar hafa verið þjónustukannanir meðal leigjenda og nú er verið að innleiða nýja þjónustustefnu með breyttum áherslum og stjórnskipulagi. Unnið hefur verið markvisst úr gagnlegum ábendingum innri- og ytri endurskoðenda og verið er að bæta og efla upplýsingatæknimál um leið og lögð er áhersla á að tryggja fjármagn svo unnt sé að mæta þörf fyrir fjölgun íbúða samkvæmt uppbyggingarstefnu borgarinnar. Nýlega fengu Félagsbústaðir, fyrst íslenskra fyrirtækja, vottun og heimild til útgáfu félagslegra skuldabréfa (e.social bonds) en í því felst að útgáfa bréfanna er talin hafa jákvæð samfélagsleg áhrif. Við útgáfu skuldabréfanna hafa óhagstæð lán verið greidd upp og kaup nýrra íbúða fjármögnuð. Einn helsti hvatinn að útgáfu félagslegra skuldabréfa er vaxandi krafa fjárfesta um samfélagslega ábyrga fjárfestingakosti. Jöfn dreifing um alla borg Stefna borgaryfirvalda er að 5% íbúðarhúsnæðis í borginni skuli vera félagslegt leiguhúsnæði sem dreifist sem jafnast í hverfi borgarinnar. Við kaup og byggingu íbúða er leitast við að jafna dreifinguna sem er nú á bilinu 1,5% til 7,5% eftir hverfum. Samkvæmt upplýsingum úr Borgarsjá var fjöldi íbúða í borginni í byrjun þessa árs 54,758 og þar af er liðlega 5% íbúðanna í eigu eða umsjón Félagsbústaða. Á árinu 2019 var úthlutað 351 íbúð, ýmist til nýrra leigjenda eða vegna flutninga í aðrar félagslegar leiguíbúðir. Umsóknum um almennt félagslegt leiguhúsnæði fækkaði milli ára um 257 eða frá því að vera 906 í mars í fyrra í 649 í mars á þessu ári. Eins og sjá má af þessum tölum er enn mikil þörf fyrir að bæta við leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum. Talsvert hefur verið rætt og ritað um reikningsskilaaðferðir Félagsbústaða vegna fasteigna í eigu félagsins. Eignirnar hafa allt frá árinu 2004 verið færðar á svokölluðu gangvirðismati sem er í samræmi við heimildir í lögum um ársreikninga. Vegna gagnrýni á þessa aðferð var hún borin undir óháðan aðila, KPMG, sem komst að þeirri niðurstöðu að aðferðin væri í fullu samræmi við viðurkenndar reikningsskilaaðferðir og mjög algengt væri að leigufélög notuðu hana. KPMG telur viðeigandi að skilgreina leiguíbúðir í eigu Félagsbústaða sem fjárfestingareignir og fylgja ákvæðum IAS 40 um reikningshaldslega meðferð þeirra og færa eignirnar á gangvirði eins og nú er gert. Höfundur er framkvæmdastjóri Félagsbústaða.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun