Forseti UEFA segir að Meistara- og Evrópudeildin muni klárast í ágúst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2020 13:30 Franska stórliðið PSG sló Borussia Dortmund út í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en mun ekki geta leikið heimaleiki sína í Frakklandi fari keppnin aftur af stað. EPA-EFE/YOAN VALAT Aleksander Ceferin, forseti knattspyrnusambands Evrópu, segir að bæði Meistaradeild Evrópu sem og Evrópudeildin muni klárast í ágúst. Hann er viss um að 80 prósent allra deildarkeppna Evrópu muni ljúka á sama tíma. Þá er allt að smella fyrir EM í knattspyrnu sem fram fer sumarið 2021. Leikjum í stærstu deildum Evrópu var frestað í mars á þessu ári en um helgina fór sú þýska aftur af stað. Eina landið sem hefur ekki látið kórónufaraldurinn á sig fá er Hvíta-Rússland þar sem Willum Þór Willumsson leikur listir sínar með BATE Borisov. Það er ljóst að deildarkeppnum í Belgíu, Frakklandi og Hollandi er lokið en önnur lönd stefna á að klára sín tímabil. Ceferin er hins vegar brattur og telur að aðrar deildir Evrópu muni fara af stað innan tíðar og spáir því að öllum deildarkeppnum verði lokið í ágúst. Það á líka við um Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina. „Ef hlutirnir haldast eins fram í ágúst þá munum við ljúka deildarkeppnum í Evrópu sem og Evrópukeppnum. Ég held að meirihluti deilda muni klára sín tímabil. Ef þær gera það ekki þá er það þeirra ákvörðun. Deildirnar munu samt þurfa að spila umspilsleiki ef þær vilja taka þátt í keppnum á vegum UEFA,“ segir Ceferin en The Guardian greindi frá. Uefa president says Champions League and Europa League will finish by August https://t.co/qGoXEBoG41— The Guardian (@guardian) May 17, 2020 Sem stendur eiga bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildin eftir að klára leiki í 16-liða úrslitum. Paris Saint-Germain var krýnt meistari á dögunum þó tímabilinu væri ekki lokið. Mun félagið ekki geta spilað í Frakklandi eftir að yfirvöld þar í landi bönnuðu íþróttaviðburði þangað til í september. Ceferen segir að ef félög geti ekki leikið í sínu landi þá muni þau þurfa að spila á hlutlausum velli. Að lokum segir Ceferin að nær allt sé klappað og klárt fyrir Evrópumót landsliða sem fram fer næsta sumar. Búið er að ræða við alls níu borgir um að halda mótið en enn séu vandræði með þrjár. „Við eigum í vandræðum með þrjár borgir sem stendur. Við munum ræða það í náinni framtíð og stefnum að halda mótið í tólf borgum. Ef það gengur ekki eftir þá erum við tilbúin að halda mótið í tíu, níu eða átta borgum.“ Fótbolti Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA UEFA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Sjá meira
Aleksander Ceferin, forseti knattspyrnusambands Evrópu, segir að bæði Meistaradeild Evrópu sem og Evrópudeildin muni klárast í ágúst. Hann er viss um að 80 prósent allra deildarkeppna Evrópu muni ljúka á sama tíma. Þá er allt að smella fyrir EM í knattspyrnu sem fram fer sumarið 2021. Leikjum í stærstu deildum Evrópu var frestað í mars á þessu ári en um helgina fór sú þýska aftur af stað. Eina landið sem hefur ekki látið kórónufaraldurinn á sig fá er Hvíta-Rússland þar sem Willum Þór Willumsson leikur listir sínar með BATE Borisov. Það er ljóst að deildarkeppnum í Belgíu, Frakklandi og Hollandi er lokið en önnur lönd stefna á að klára sín tímabil. Ceferin er hins vegar brattur og telur að aðrar deildir Evrópu muni fara af stað innan tíðar og spáir því að öllum deildarkeppnum verði lokið í ágúst. Það á líka við um Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina. „Ef hlutirnir haldast eins fram í ágúst þá munum við ljúka deildarkeppnum í Evrópu sem og Evrópukeppnum. Ég held að meirihluti deilda muni klára sín tímabil. Ef þær gera það ekki þá er það þeirra ákvörðun. Deildirnar munu samt þurfa að spila umspilsleiki ef þær vilja taka þátt í keppnum á vegum UEFA,“ segir Ceferin en The Guardian greindi frá. Uefa president says Champions League and Europa League will finish by August https://t.co/qGoXEBoG41— The Guardian (@guardian) May 17, 2020 Sem stendur eiga bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildin eftir að klára leiki í 16-liða úrslitum. Paris Saint-Germain var krýnt meistari á dögunum þó tímabilinu væri ekki lokið. Mun félagið ekki geta spilað í Frakklandi eftir að yfirvöld þar í landi bönnuðu íþróttaviðburði þangað til í september. Ceferen segir að ef félög geti ekki leikið í sínu landi þá muni þau þurfa að spila á hlutlausum velli. Að lokum segir Ceferin að nær allt sé klappað og klárt fyrir Evrópumót landsliða sem fram fer næsta sumar. Búið er að ræða við alls níu borgir um að halda mótið en enn séu vandræði með þrjár. „Við eigum í vandræðum með þrjár borgir sem stendur. Við munum ræða það í náinni framtíð og stefnum að halda mótið í tólf borgum. Ef það gengur ekki eftir þá erum við tilbúin að halda mótið í tíu, níu eða átta borgum.“
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA UEFA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Sjá meira