Lífið

Af­mælis­tón­leikum frestað fram á haust

Eiður Þór Árnason skrifar
Fjölmörgum viðburðum hefur verið frestað undanfarna viku vegna veirunnar.
Fjölmörgum viðburðum hefur verið frestað undanfarna viku vegna veirunnar. Visir/Vilhelm

Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta afmælistónleikum Páls Óskars fram á haust vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrirhugað var að halda upp á fimmtugsafmæli hans með stórtónleikum þann tólfta, þrettánda og fjórtánda mars næstkomandi.

Ekki er komið á hreint hvenær tónleikarnir verða þess í stað haldnir en stefnt er að því að Palli stígi á svið í september eða október næstkomandi.

„Við viljum ekki stefna áhorfendum í aðstæður sem gætu reynst þeim sjálfum, eða þeirra nánustu, hættulegar eða skaðlegar. Að vinna svona risatónleika í miðri óvissu um samkomubann er óbærilegt,“ segir Páll Óskar í tilkynningu til fjölmiðla.

Nær uppselt er á tónleikana en þeir verða þrír í haust eins og áður til stóð. Palli segir að miðaeigendur sem óski eftir því að fá miða sína endurgreidda geti haft samband við Tix.

„Þetta eru gleði-tónleikar og ég vil frekar telja í þegar hættan er liðin hjá. Þá verður líka helmingi meira gaman og rík ástæða til að fagna.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×