Hringleikahúsið í ráðhúsinu Vigdís Hauksdóttir skrifar 16. apríl 2020 14:30 Ég sé mig knúna til að skrifa þessa grein og birta opinberlega þar sem mér hefur ítrekað verið neitað að bóka um þetta alvarlega mál í borgarráði. Þannig er lýðræðið fótum troðið af formanni borgarráðs sem kennir sig við flokk sem stendur fyrir frelsi og frjálslyndi. Það er sláandi hvað formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er illa að sér í lögum og lagatúlkun. Í tölvupósti sem barst kjörnum fulltrúum og varamönnum þeirra að kvöldi 15. apríl sl. kemur fram að hún telji samþykktir um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar ganga framar sveitarstjórnarlögum, og vísar þar í 47. gr. samþykktanna um skyldur starfsmanna Reykjavíkurborgar gagnvart borgarráði. Greinin hljóðar svo: „Skylt er starfsmönnum borgarinnar að sitja fundi borgarráðs þegar til umræðu eru málefni sem snerta störf þeirra og þess er óskað af borgarstjóra eða borgarráði.“ IV. kafli. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, er að finna ákvæði um réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna. Í 22. gr. er sérstaklega fjallað um mætingarskyldu kjörinna fulltrúa og hljóðar hún svo: „Sveitarstjórnarmanni ber skylda til að taka þátt í öllum sveitarstjórnarfundum og fundum í nefndum og ráðum sem hann hefur verið kjörinn til nema lögmæt forföll hamli, sbr. 31. gr.“ Undirmaður kjörins fulltrúa hefur forgang Formaður borgarráðs er hér með upplýst um að landslög ganga framar samþykktum Reykjavíkurborgar. Það er hrein og skýr lagaskylda að kjörinn fulltrúi sinni sínum störfum vegna skyldumætinga á fundi sem boðað er til. Því er það með hreinum ólíkindum að formaður borgarráðs hafi lagt það til að ég sem borgarfulltrúi víki af fundum þegar embættismaður á vegum borgarinnar, sem hefur staðgengil, og er þar að auki skrifstofustjóri borgarstjóra, mæti á fund borgarráðs til að fylgja málum eftir. Borgarstjóra er í lófa lagið að fylgja sínum málum sjálfur eftir, nú eða staðgengill hans sem samkvæmt núverandi fyrirkomulagi er umræddur formaður borgarráðs á meðan ekki hefur verið ráðið í starf borgarritara. Bæði borgarstjóri sem er æðsti yfirmaður borgarinnar og formaður borgarráðs eru að bregðast stjórnendaábyrgð sinni. Margra mánaða áreiti Það sjá allir að sú framkoma sem mér er sýnd sem kjörinn fulltrúi stenst ekki lög. Fortíðina þekkja flestir. Þann 19. júní 2019, 24. september 2019 og 2. desember 2019 voru send bréf í ábyrgðarpósti á heimili mitt að kvöldi til þess efnis að skrifstofustjóri borgarstjóra og borgarritara sakaði mig um gróft einelti. Svo gróft að hún hafi hlotið heilsutjón af. Þetta er gróft áreiti á mig sem kjörinn fulltrúi og þungar sakir sem ég sit ekki undir. Af þeim sökum er ljóst að þessi aðili á ekki erindi á fundi þar sem ég hef skyldumætingu. Ásakanirnar eru það alvarlegar og þungar að forðun við mig hljóta að fylgja. Staðreyndin er samt sú að þessi aðili sækir það af fullum þunga með stuðningi borgarstjóra og formanns borgarráðs að sitja fundi þar sem ég er, ekki til að forðast mig, heldur til að halda áreitinu á hendur mér áfram. Ekki er hægt að sitja undir svona framkomu. Enda hef ég sent erindi um áreiti á vinnustað til Vinnueftirlitsins. Ruðst inn í ríkisstofnun og persónuvernd brotin Í sama tölvupósti og formaður borgarráðs sendi í gær til borgarráðs og varamanna þeirra kemur í ljós að hún hefur brotið á mér persónuverdarlög með því að fyrirskipa Mannauðs- og starfsumhverfissviði Reykjavíkur að kanna það hjá Vinnueftirlitinu hvort stofnunin muni taka einhver frekari skref vegna kvörtunar sem barst frá mér þann 4. mars sl. Síðan segir í póstinum að samkvæmt þeim upplýsingum sem hún hafi þá felist eftirlit Vinnueftirlitsins í því að skoða hvort forvarnir og viðbragðsáætlun við einelti, áreitni og ofbeldi sé til staðar á vinnustöðum og að Vinnueftirlitið hafi gögn um slíkt frá Reykjavíkurborg. Formaður borgarráðs tekur sér síðan ályktunarvald og segir í póstinum að hún geri ráð fyrir „að þar verði ekki aðhafst frekar.“ Hvernig er hægt að álykta með þessum hætti þegar ég hef ekki fengið tilkynningu frá Vinnueftirlitinu um að rannsókn á hegðun sem leitt getur til eineltis, áreitni eða annars ofbeldis er lokið í máli mínu? Hér er formaður borgarrráðs gróflega að íhutast um mín mál hjá opinberri stofnun. Slíkt er skýrt brot á lögum, gróf afskipti af mínu persónulega lífi og persónunjósnir. Góða fólkið Það hljóta allir að sjá að þetta mál allt er byggt á pólitískum grunni. Það er farið að bera í bakkafullan lækinn hvernig kjörnir fulltrúar meirihlutans nýta sér embættismenn í pólitískum tilgangi til að koma höggi á kjörna fulltrúa í minnihlutanum. Það er kaldhæðnislegt að formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, tilheyri flokki sem berst fyrir réttlátu samfélagi og frelsi á öllum sviðum með frjálslyndi að leiðarljósi. Síðan segir á heimasíðu Viðireisnar: „Óvönduð orðræða getur valdið skaða og þjáningu og í sumum tilfellum varðar hún við lög. Hugsum áður en við tölum eða sendum skilaboð frá okkur.“ Stefna og markmið Viðreisnar skilar sér ekki í störfum formanns borgarráðs fyrir Reykjavíkurborg. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég sé mig knúna til að skrifa þessa grein og birta opinberlega þar sem mér hefur ítrekað verið neitað að bóka um þetta alvarlega mál í borgarráði. Þannig er lýðræðið fótum troðið af formanni borgarráðs sem kennir sig við flokk sem stendur fyrir frelsi og frjálslyndi. Það er sláandi hvað formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er illa að sér í lögum og lagatúlkun. Í tölvupósti sem barst kjörnum fulltrúum og varamönnum þeirra að kvöldi 15. apríl sl. kemur fram að hún telji samþykktir um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar ganga framar sveitarstjórnarlögum, og vísar þar í 47. gr. samþykktanna um skyldur starfsmanna Reykjavíkurborgar gagnvart borgarráði. Greinin hljóðar svo: „Skylt er starfsmönnum borgarinnar að sitja fundi borgarráðs þegar til umræðu eru málefni sem snerta störf þeirra og þess er óskað af borgarstjóra eða borgarráði.“ IV. kafli. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, er að finna ákvæði um réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna. Í 22. gr. er sérstaklega fjallað um mætingarskyldu kjörinna fulltrúa og hljóðar hún svo: „Sveitarstjórnarmanni ber skylda til að taka þátt í öllum sveitarstjórnarfundum og fundum í nefndum og ráðum sem hann hefur verið kjörinn til nema lögmæt forföll hamli, sbr. 31. gr.“ Undirmaður kjörins fulltrúa hefur forgang Formaður borgarráðs er hér með upplýst um að landslög ganga framar samþykktum Reykjavíkurborgar. Það er hrein og skýr lagaskylda að kjörinn fulltrúi sinni sínum störfum vegna skyldumætinga á fundi sem boðað er til. Því er það með hreinum ólíkindum að formaður borgarráðs hafi lagt það til að ég sem borgarfulltrúi víki af fundum þegar embættismaður á vegum borgarinnar, sem hefur staðgengil, og er þar að auki skrifstofustjóri borgarstjóra, mæti á fund borgarráðs til að fylgja málum eftir. Borgarstjóra er í lófa lagið að fylgja sínum málum sjálfur eftir, nú eða staðgengill hans sem samkvæmt núverandi fyrirkomulagi er umræddur formaður borgarráðs á meðan ekki hefur verið ráðið í starf borgarritara. Bæði borgarstjóri sem er æðsti yfirmaður borgarinnar og formaður borgarráðs eru að bregðast stjórnendaábyrgð sinni. Margra mánaða áreiti Það sjá allir að sú framkoma sem mér er sýnd sem kjörinn fulltrúi stenst ekki lög. Fortíðina þekkja flestir. Þann 19. júní 2019, 24. september 2019 og 2. desember 2019 voru send bréf í ábyrgðarpósti á heimili mitt að kvöldi til þess efnis að skrifstofustjóri borgarstjóra og borgarritara sakaði mig um gróft einelti. Svo gróft að hún hafi hlotið heilsutjón af. Þetta er gróft áreiti á mig sem kjörinn fulltrúi og þungar sakir sem ég sit ekki undir. Af þeim sökum er ljóst að þessi aðili á ekki erindi á fundi þar sem ég hef skyldumætingu. Ásakanirnar eru það alvarlegar og þungar að forðun við mig hljóta að fylgja. Staðreyndin er samt sú að þessi aðili sækir það af fullum þunga með stuðningi borgarstjóra og formanns borgarráðs að sitja fundi þar sem ég er, ekki til að forðast mig, heldur til að halda áreitinu á hendur mér áfram. Ekki er hægt að sitja undir svona framkomu. Enda hef ég sent erindi um áreiti á vinnustað til Vinnueftirlitsins. Ruðst inn í ríkisstofnun og persónuvernd brotin Í sama tölvupósti og formaður borgarráðs sendi í gær til borgarráðs og varamanna þeirra kemur í ljós að hún hefur brotið á mér persónuverdarlög með því að fyrirskipa Mannauðs- og starfsumhverfissviði Reykjavíkur að kanna það hjá Vinnueftirlitinu hvort stofnunin muni taka einhver frekari skref vegna kvörtunar sem barst frá mér þann 4. mars sl. Síðan segir í póstinum að samkvæmt þeim upplýsingum sem hún hafi þá felist eftirlit Vinnueftirlitsins í því að skoða hvort forvarnir og viðbragðsáætlun við einelti, áreitni og ofbeldi sé til staðar á vinnustöðum og að Vinnueftirlitið hafi gögn um slíkt frá Reykjavíkurborg. Formaður borgarráðs tekur sér síðan ályktunarvald og segir í póstinum að hún geri ráð fyrir „að þar verði ekki aðhafst frekar.“ Hvernig er hægt að álykta með þessum hætti þegar ég hef ekki fengið tilkynningu frá Vinnueftirlitinu um að rannsókn á hegðun sem leitt getur til eineltis, áreitni eða annars ofbeldis er lokið í máli mínu? Hér er formaður borgarrráðs gróflega að íhutast um mín mál hjá opinberri stofnun. Slíkt er skýrt brot á lögum, gróf afskipti af mínu persónulega lífi og persónunjósnir. Góða fólkið Það hljóta allir að sjá að þetta mál allt er byggt á pólitískum grunni. Það er farið að bera í bakkafullan lækinn hvernig kjörnir fulltrúar meirihlutans nýta sér embættismenn í pólitískum tilgangi til að koma höggi á kjörna fulltrúa í minnihlutanum. Það er kaldhæðnislegt að formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, tilheyri flokki sem berst fyrir réttlátu samfélagi og frelsi á öllum sviðum með frjálslyndi að leiðarljósi. Síðan segir á heimasíðu Viðireisnar: „Óvönduð orðræða getur valdið skaða og þjáningu og í sumum tilfellum varðar hún við lög. Hugsum áður en við tölum eða sendum skilaboð frá okkur.“ Stefna og markmið Viðreisnar skilar sér ekki í störfum formanns borgarráðs fyrir Reykjavíkurborg. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun