Aldrei gott að börn grafi niður sorgina Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. maí 2020 07:00 Matthildur Bjarnadóttir segir mikilvægt að aðstoða börn við að finna sorginni góðan farveg. Sorg barna sé ólík fullorðinna og því sé best að fjölskyldan geti rætt tilfinningarnar sem fylgja missi. Vísir/Vilhelm Matthildur Bjarnadóttir hefur síðustu mánuði rannsakað sorg barna sem missa foreldri eða náin ástvin. Matthildur er að ljúka guðfræðinámi og er hún þriðja kynslóð guðfræðinga í fjölskyldunni. Í sumum tilfellum getur sorgarúrvinnsla barna farið úrskeiðis, sem getur haft mjög mótandi áhrif á þau í framtíðinni. Matthildur er 32 ára gömul og er sjálf móðir en síðustu ár hefur hún unnið mikið með börnum og ungmennum í sorgarúrvinnslu í gegnum samtökin Örninn. „Ég er gift einstaklega vönduðum Vestmannaeyingi sem heitir Daði Guðjónsson og starfar sem kennari en við eigum tvö börn saman, eins árs og fjögurra ára, sem heita Jóna Theresa og Ísak Bolli. Einhverjum gæti þótt það frumlegt val hjá mér að hafa farið í guðfræði en það er fjarri lagi því ég er þriðja kynslóð guðfræðinga í fjölskyldunni. Foreldrar mínir eru báðir prestar, móður afi minn var það líka og svo á ég þrjá ættingja í nánustu fjölskyldu sem fóru þessa sömu leið í lífinu svo ég var nú ekki að leita langt yfir skammt.“ Guðfræðin snýst um manneskjuna Foreldrar Matthildar eru séra Jóna Hrönn Bolladóttir og séra Bjarni Karlsson. Hún segir að það hafi sjálfsagt haft mikil áhrif á hennar val þegar kemur að starfi, að guðfræði og málefni kirkjunnar eru helsta umræðuefnið í matarboðum stórfjölskyldunnar. „En guðfræðin er spennandi fag að mínu mati enda teygir hún sig inn á svo mörg mismunandi svið; sögu, heimspeki, tungumál, siðfræði, félagsfræði og svo mætti lengi telja. Það er nefnilega algengur misskilningur að guðfræði fjalli um Guð, hún fjallar nánast eingöngu um manneskjuna og þar af leiðandi er nánast ekkert henni óviðkomandi. Eitt af stóru viðfangsefnum guðfræðinnar eru tengsl. Bæði tengsl fólks við æðri mátt og ekki síst tengsl við aðrar manneskjur. Þar af leiðandi er sorgin sem vaknar þegar dýrmæt tengsl eru rofin hluti af mínu fagi.“ Tvær flugur í einu höggi Núna í vor kláraði Matthildur lokaverkefni sitt við guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ, Þegar allt er orðið breytt: Sorgarferli, úrvinnsla og aðlögun barna eftir foreldramissi. „Ég tók að mér að skrifa um sorg barna sem verða fyrir því að missa foreldri eða annan náinn ástvin. Kveikjan að þessu verkefni var þó ekki síst starf mitt fyrir minningar- og styrktarsjóðinn Örninn, sem er starfsemi sem styður við börn í sorg. Þar fyrir utan hef ég starfað með börnum og unglingum innan kirkjunnar í um 15 ár og er núna æskulýðsfulltrúi í Vídalínskirkju í Garðabæ svo velferð barna er mér hjartans mál.“ „Lokaverkefnið mitt fjallar um sorg barna og hvernig þeirra sorgarúrvinnsla getur annars vegar gengið vel og hins vegar farið úrskeiðis. Til að komast að því skoða ég helstu rannsóknir og kenningar um sorgarferlið og úrvinnslu þess. Þá beini ég sjónum mínum að minningar- og styrktarsjóðnum Erninum og þeim leiðum sem Örninn hefur farið í sinni vinnu með börnum og unglingum. Ég ákvað að fara þessa leið í lokaverkefninu mínu því ég hafði tekið að mér að vera verkefnastjóri fyrir Örninn og fannst vanta að setja hugmyndafræði starfsins skýrt og skilmerkilega á prent. Þarna var ég að slá tvær flugur í einu höggi.“ Markmið Matthildar var að læra enn meira um sorgarvinnslu og varpa skýrara ljósi á starf Arnarins. „Í þriðja lagi er ég að vona að stuðningur við börn og unglinga á Íslandi sem verða fyrir missi muni aukast í nánustu framtíð og að þá geti þetta verkefni mitt verið til gagns fyrir aðra sem eru að fara af stað með svipað hópastarf.“ Dýrmætt að fá að taka þátt Matthildur missti afa sinn á unglingsárum sem var mikill skóli í hennar lífi. „Ég hef verið svo lánsöm í lífinu að hafa fengið að hafa mína nánustu ættingja hjá mér. Hins vegar missti ég afa minn fyrir aldur fram eftir erfið veikindi þegar ég var unglingur. Ég elskaði afa mjög mikið og við bjuggum saman í nokkur ár þegar hann var orðinn veikur áður en hann þurfti að fara á hjúkrunarheimili. Hans veikindi og andlát höfðu mikil áhrif á mig og fjölskylduna alla. Það sem ég er þakklát fyrir er að ég fékk að vera virkur þátttakandi í öllu ferlinu. Það var gert ráð fyrir mínum kröftum þó að ég væri unglingur og við afi fórum saman í göngutúra, ég nuddaði á honum fæturnar og hjálpaði til við ýmislegt. Þegar hann kvaddi þetta líf fékk ég að sitja hjá honum og í dag finn ég hvað það var dýrmætt að fullorðna fólkið skyldi ekki setja mig til hliðar af því að ég var bara unglingur heldur gera ráð fyrir því að öll fjölskyldan væri saman í því erfiða verkefni að takast á við veikindin með afa. Afi er einn af mínum stóru kennurum í lífinu.“ Hún segir að sorgarferli barna geti farið úrskeiðis, þó að í lang flestum tilfellum finni börn sína leið í gegnum sorgina. „Rannsóknir á sorg eru í raun frekar stutt á veg komnar og ekki orðin til samstaða um hvað geri það að verkum að sorgin verði óheilbrigð og þá hvernig. Flestir fræðimenn eru farnir að hallast að því að tala um flókna sorg þegar sorgin fer út fyrir það sem telst eðilegt. Þegar sorgin verður flókin nær fólk ekki nægilegri andlegri og/eða líkamlegri heilsu eftir áfall og getur ekki haldið eðlilegri virkni í lífinu. Vísindamenn við Columbia háskóla vilja meira að segja meina að um 20 prósent þeirra sem leita sér hjálpar við andlegum kvillum glími við undirliggjandi og ógreinda flókna sorg. Ætli það megi ekki orða það þannig að þegar sorg barna verður flókin þróast hún ekki áfram og þau fara að glíma við tilfinninga- og hegðunarvanda.“ Verndandi áhrif mikilvæg Matthildur segir að sorg barna sé ólík fullorðinna á þann hátt að eftir því sem þau sjálf þroskast og breytast þróast sorgin með þeim og þau þurfa að takast á við hana aftur og aftur eftir því sem þeirra eigin forsendur breytast. „Til dæmis getur ung stúlka sem missir móður sína þurft að vitja sorgarinnar á nýjan hátt þegar hún verður unglingur og þarf á kvenfyrirmynd að halda og svo aftur þegar hún sjálf verður móðir og svo framvegis. Það er ekki gott þegar börn grafa niður sorgina sína og leyfa henni ekki að þroskast og þróast með sér, ég held að það brjótist alltaf út annars staðar sem einhvers konar vanlíðan.“ Það er margt sem hefur verndandi áhrif gegn flókinni sorg í lífi barna. „Góð sjálfsmynd og trú á eigin getu, örugg tengsl við foreldra og sína nánustu, góð og heilbrigð verkfæri í sorgarúrvinnslunni, fáar breytingar á daglegu lífi eftir missinn og síðast en ekki síst að eftirlifandi foreldri eða forráðamenn takist á við sína sorg á heilbrigðan hátt. Allt sem styður við þessa þætti hjálpar til í lífi barna sem verða fyrir missi. Í Erninum reynum við einmitt að gera það sem við getum til þess að byggja undir þessa þætti.“ Fundu ekkert sem hentaði Örninn er starf fyrir börn og unglinga á aldrinum 9 til 17 ára sem hafa misst foreldri eða náinn ástvin. „Allt það fólk sem starfar fyrir Örninn gefur vinnu sína og starfið er eingöngu rekið fyrir styrktarfé en það hefur verið markmið Arnarins frá upphafi að starfið væri þátttakendum að kostnaðarlausu. Ég er afskaplega þakklát og stolt að geta sagt frá því að það markmið hefur náðst hingað til.“ Upphafskonur verkefnisins eru Heiðrún Jensdóttir og Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur og móðir Matthildar. Heiðrún missti uppkomin son sinn 1. mars 2014. „Það var að sjálfsögðu mikið áfall fyrir alla fjölskylduna, ekki síst dóttur hans sem var 10 ára þegar hann lést. Heiðrún og eiginmaður hennar, Baldur Hans Úlfarsson, fóru strax af stað að leita sér aðstoðar í því verkefni að vinna úr áfallinu og sorginni og fundu alls kyns hópa, námskeið og félög sem voru tilbúin að veita stuðning. Heiðrún vildi endilega finna einhver úrræði fyrir sonardóttur sína líka, til dæmis þar sem hún gæti rætt sorgina í hópi jafnaldra eða tekið þátt í félagsstarfi þar sem tekist væri á við sorgina en fann ekkert sem hentaði þeim. Hins vegar rakst Heiðrún á myndbönd á netinu þar sem fjallað var um sumarbúðir erlendis fyrir börn og unglinga sem misst höfðu náinn ástvin. Þá fann hún fyrir sterkri köllun til þess að koma á fót svipaðri starfsemi hér á Íslandi. Hún hafði samband við Jónu Hrönn árið 2017 sem var mjög hrifin af hugmyndinni og þær fóru saman af stað undir merkjum Vídalínskirkju í Garðabæ að undirbúa sumarbúðir fyrir íslensk börn sem höfðu misst náinn ástvin.“ Meirihluti þeirra sjálfboðaliða sem voru í fyrstu helgarferð Arnarins árið 2018.Mynd/Matthildur Bjarnadóttir Skapa vettvang fyrir umræðu um sorg Nú hefur Örninn farið fjórar helgarferðir með hóp af krökkum og yfir vetrartímann eru mánaðarlegar samverur þar sem fer fram sorgarúrvinnsla og skemmtileg dagskrá ásamt matarsamfélagi. „Það mætti segja að Örninn væri forvarnarstarf gegn flókinni sorg. Við stundum alls kyns ólíka sorgarúrvinnslu bæði á mánaðarlegu samverunum og í sumarbúðunum til þess að aðstoða börnin og unglingana við að finna sorginni sinni góðan farveg og lokast ekki ein af með hana. Annað sem okkur finnst mjög mikilvægt er að styðja við foreldra og forráðamenn barnanna en við bjóðum reglulega upp á góða fyrirlesara og samfélag fyrir þau. Það er svo mikilvægt að fjölskyldan syrgi líka saman svo við reynum að skapa vettvang þar sem börn og fullorðnir geta rætt saman um sorgina og minnst þess sem þau misstu.“ Fram undan eru mikil tímamót í lífi Matthildar þar sem hún er að útskrifast úr guðfræðinni og getur þá loksins farið að sækja um þau prestsembætti sem losna. „Það er spennandi að sjá hvað verður í þeim efnum en annars held ég ótrauð áfram mínu starfi með börnum og unglingum í bæði Vídalínskirkju og Erninum. Við ætlum að prófa þá nýjung að vera með sumarnámskeið í ágúst fyrir þau börn sem taka þátt í starfinu og erum spennt að sjá hvernig það tekst til. Það er hugsað sem smá sárabót fyrst kórónuveiran kom í veg fyrir að við gætum farið í sumarbúðirnar í apríl. En við látum ástandið nú samt ekki skemma alveg fyrir okkur og höfum frestað helgarferðinni okkar fram í nóvember, við munum nú ekki getað kallað það sumarbúðir en helgin verður alveg jafn góð og innihaldsrík fyrir því.“ Engin viðbrögð óeðlileg Matthildur telur að sorgin geti mótað einstaklinga bæði til góðs og ills. „Það fer eftir svo mörgu hver niðurstaðan verður í lífi fólks en einn af stærstu áhrifaþáttunum er hvernig fólk ákveður að takast á við hana. Hvort það til dæmis ákveður að þiggja hjálp eða ekki, hvort það viðurkennir og tekst á við erfiðu og flóknu tilfinningarnar sem geta vaknað eða ætlar að reyna að fara þá leið að loka að sér og bíða eftir að hlutirnir lagist af sjálfu sér. Hins vegar er gott að muna að það getur verið algjörlega nauðsynlegt að stinga stundum höfðinu í sandinn og stunda smá afneitun á köflum. Það hefur sýnt sig að það hefur ekkert sérstaklega góð áhrif að vera í stöðugri sorgarúrvinnslu. Það þurfa allir hvíld, líka syrgjendur. Halda skaltu hvíldardaginn heilagan á við hér eins og svo oft áður.“ Sorg er einfaldlega eðlilegt viðbragð við því að missa einhvern sem maður elskar. „Vegna þess að manneskjur eru svo ólíkar og tengsl fólks á milli allskonar geta einkenni sorgarinnar verið á afskaplega breiðu sviði. Það er varla hægt að segja að nokkur viðbrögð við sorg séu óeðlileg því í raun er fólk nær alltaf að bregðast eðlilega við óeðlilegum aðstæðum.“ Matthildur segir að tilfinningarnar sem fylgi sorginni séu oft samt mjög flóknar. „Það er til dæmis vel þekkt að fólk í mikilli sorg sjái og heyri í ástvini sem er látinn. Slíkar sýnir myndu örugglega undir öðrum kringumstæðum þykja ástæða til að tala við lækni. En tilfinningar á borð við depurð, söknuð, þrá, kvíða, einmanaleika og doða eru algengar hjá flestum sem upplifa sorg. Erfiðari tilfinningar sem fylgja sorginni og getur stundum verið flókið að tjá sig um eru reiði, ásökun, sektarkennd, skömm og léttir en þær eru alveg jafn algengar og hinar.“ Svo má ekki gleyma líkamlegu áhrifunum. „Mikið áfall kemur ekkert síður fram sem líkamleg spenna, ofurnæmi fyrir hljóðum og ljósi, mæði, slappleiki, þurrkur í munni og óraunveruleikatilfinning. Einnig getur fólk farið að hegða sér öðruvísi en áður, átt erfitt með svefn, orðið annars hugar, hafnað félagsskap, breytt matarhegðun sinni og dottið í alls kyns þráhyggju tengda þeim sem það missti. Það er mikilvægt að hlaupa ekki af stað og ákveða að manneskja í sorg sé að sýna óeðlileg viðbrögð. Oftast stýrir fólk alls ekki viðbrögðum sínum við miklum missi og þarf að finna sína leið til að syrgja. Það sem er óeðlilegt er ef langur tími líður og viðbrögðin dofna ekkert og fólk nær ekki eðlilegri heilsu og virkni í lífi sínu.“ Stuðningur lykilatriði Matthildur telur að það sé aldrei neitt jákvætt við það að verða fyrir miklu áfalli í lífinu og missa einhvern sem maður elskar af öllu hjarta. Hins vegar geti jákvæðar breytingar fylgt í kjölfarið af sorg. „Hins vegar geta manneskjur verið svo magnaðar að þær taka svona erfiða reynslu og vinna þannig úr henni að þær standa uppi sterkari fyrir vikið. Margt fólk finnur innri styrk og þrautseigju sem það vissi ekki einu sinni að það ætti til fyrr en á reyndi. Svo getur það líka gerst að þegar fólk verður fyrir áfalli og missi að það ákveður að endurmeta líf sitt, losa sig við það sem skiptir ekki máli og forgangsraða upp á nýtt. Þ annig getur áfall orðið til þess að fólk lifir enn innihaldsríkara lífi en það gerði áður. En það er auðvitað ekki algilt. Því miður eru áföllin stundum þess eðlis að manneskjur bogna undan þeim og jafnvel brotna. Þess vegna er svo mikilvægt að hlúa að og styðja fólk í sorg og áfalli. Leyfa þeim að finna að manni er ekki sama og að þau eru ekki ein. Stundum getur það gert gæfumuninn í lífi fólks.“ Börn og uppeldi Þjóðkirkjan Helgarviðtal Tengdar fréttir Giftu sig í bílalúgu og fjölskyldan fylgdist með í gegnum vefmyndavél Ljósmyndarinn Kári Björn Þorleifsson giftist unnustu sinni Dinu Benbrahim í lok síðasta mánaðar í Bandaríkjunum, í miðjum faraldri kórónuveirunnar. Athöfnin var í bílalúgu og segja þau að upplifunin hafi verið stórkostleg. 10. maí 2020 07:00 Meirihluti kvenna upplifir slæma líkamsmynd eftir fæðingu Elva Björk Ágústsdóttir og Sólrún Ósk Lárusdóttir safna nú saman reynslusögum Íslenskra kvenna af líkamsmynd eftir barnsburð. 26. apríl 2020 10:36 Flúðu Ítalíu í frelsið á Íslandi: Öðruvísi fegurð þegar það er ekki manneskja á ferli Auglýsingaleikstjórinn Þórhallur Sævarsson er búsettur í Mílanó á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni. Síðustu vikur hefur hann tekið einstakar myndir af Reykjavík í samkomubanni. 3. maí 2020 07:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Matthildur Bjarnadóttir hefur síðustu mánuði rannsakað sorg barna sem missa foreldri eða náin ástvin. Matthildur er að ljúka guðfræðinámi og er hún þriðja kynslóð guðfræðinga í fjölskyldunni. Í sumum tilfellum getur sorgarúrvinnsla barna farið úrskeiðis, sem getur haft mjög mótandi áhrif á þau í framtíðinni. Matthildur er 32 ára gömul og er sjálf móðir en síðustu ár hefur hún unnið mikið með börnum og ungmennum í sorgarúrvinnslu í gegnum samtökin Örninn. „Ég er gift einstaklega vönduðum Vestmannaeyingi sem heitir Daði Guðjónsson og starfar sem kennari en við eigum tvö börn saman, eins árs og fjögurra ára, sem heita Jóna Theresa og Ísak Bolli. Einhverjum gæti þótt það frumlegt val hjá mér að hafa farið í guðfræði en það er fjarri lagi því ég er þriðja kynslóð guðfræðinga í fjölskyldunni. Foreldrar mínir eru báðir prestar, móður afi minn var það líka og svo á ég þrjá ættingja í nánustu fjölskyldu sem fóru þessa sömu leið í lífinu svo ég var nú ekki að leita langt yfir skammt.“ Guðfræðin snýst um manneskjuna Foreldrar Matthildar eru séra Jóna Hrönn Bolladóttir og séra Bjarni Karlsson. Hún segir að það hafi sjálfsagt haft mikil áhrif á hennar val þegar kemur að starfi, að guðfræði og málefni kirkjunnar eru helsta umræðuefnið í matarboðum stórfjölskyldunnar. „En guðfræðin er spennandi fag að mínu mati enda teygir hún sig inn á svo mörg mismunandi svið; sögu, heimspeki, tungumál, siðfræði, félagsfræði og svo mætti lengi telja. Það er nefnilega algengur misskilningur að guðfræði fjalli um Guð, hún fjallar nánast eingöngu um manneskjuna og þar af leiðandi er nánast ekkert henni óviðkomandi. Eitt af stóru viðfangsefnum guðfræðinnar eru tengsl. Bæði tengsl fólks við æðri mátt og ekki síst tengsl við aðrar manneskjur. Þar af leiðandi er sorgin sem vaknar þegar dýrmæt tengsl eru rofin hluti af mínu fagi.“ Tvær flugur í einu höggi Núna í vor kláraði Matthildur lokaverkefni sitt við guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ, Þegar allt er orðið breytt: Sorgarferli, úrvinnsla og aðlögun barna eftir foreldramissi. „Ég tók að mér að skrifa um sorg barna sem verða fyrir því að missa foreldri eða annan náinn ástvin. Kveikjan að þessu verkefni var þó ekki síst starf mitt fyrir minningar- og styrktarsjóðinn Örninn, sem er starfsemi sem styður við börn í sorg. Þar fyrir utan hef ég starfað með börnum og unglingum innan kirkjunnar í um 15 ár og er núna æskulýðsfulltrúi í Vídalínskirkju í Garðabæ svo velferð barna er mér hjartans mál.“ „Lokaverkefnið mitt fjallar um sorg barna og hvernig þeirra sorgarúrvinnsla getur annars vegar gengið vel og hins vegar farið úrskeiðis. Til að komast að því skoða ég helstu rannsóknir og kenningar um sorgarferlið og úrvinnslu þess. Þá beini ég sjónum mínum að minningar- og styrktarsjóðnum Erninum og þeim leiðum sem Örninn hefur farið í sinni vinnu með börnum og unglingum. Ég ákvað að fara þessa leið í lokaverkefninu mínu því ég hafði tekið að mér að vera verkefnastjóri fyrir Örninn og fannst vanta að setja hugmyndafræði starfsins skýrt og skilmerkilega á prent. Þarna var ég að slá tvær flugur í einu höggi.“ Markmið Matthildar var að læra enn meira um sorgarvinnslu og varpa skýrara ljósi á starf Arnarins. „Í þriðja lagi er ég að vona að stuðningur við börn og unglinga á Íslandi sem verða fyrir missi muni aukast í nánustu framtíð og að þá geti þetta verkefni mitt verið til gagns fyrir aðra sem eru að fara af stað með svipað hópastarf.“ Dýrmætt að fá að taka þátt Matthildur missti afa sinn á unglingsárum sem var mikill skóli í hennar lífi. „Ég hef verið svo lánsöm í lífinu að hafa fengið að hafa mína nánustu ættingja hjá mér. Hins vegar missti ég afa minn fyrir aldur fram eftir erfið veikindi þegar ég var unglingur. Ég elskaði afa mjög mikið og við bjuggum saman í nokkur ár þegar hann var orðinn veikur áður en hann þurfti að fara á hjúkrunarheimili. Hans veikindi og andlát höfðu mikil áhrif á mig og fjölskylduna alla. Það sem ég er þakklát fyrir er að ég fékk að vera virkur þátttakandi í öllu ferlinu. Það var gert ráð fyrir mínum kröftum þó að ég væri unglingur og við afi fórum saman í göngutúra, ég nuddaði á honum fæturnar og hjálpaði til við ýmislegt. Þegar hann kvaddi þetta líf fékk ég að sitja hjá honum og í dag finn ég hvað það var dýrmætt að fullorðna fólkið skyldi ekki setja mig til hliðar af því að ég var bara unglingur heldur gera ráð fyrir því að öll fjölskyldan væri saman í því erfiða verkefni að takast á við veikindin með afa. Afi er einn af mínum stóru kennurum í lífinu.“ Hún segir að sorgarferli barna geti farið úrskeiðis, þó að í lang flestum tilfellum finni börn sína leið í gegnum sorgina. „Rannsóknir á sorg eru í raun frekar stutt á veg komnar og ekki orðin til samstaða um hvað geri það að verkum að sorgin verði óheilbrigð og þá hvernig. Flestir fræðimenn eru farnir að hallast að því að tala um flókna sorg þegar sorgin fer út fyrir það sem telst eðilegt. Þegar sorgin verður flókin nær fólk ekki nægilegri andlegri og/eða líkamlegri heilsu eftir áfall og getur ekki haldið eðlilegri virkni í lífinu. Vísindamenn við Columbia háskóla vilja meira að segja meina að um 20 prósent þeirra sem leita sér hjálpar við andlegum kvillum glími við undirliggjandi og ógreinda flókna sorg. Ætli það megi ekki orða það þannig að þegar sorg barna verður flókin þróast hún ekki áfram og þau fara að glíma við tilfinninga- og hegðunarvanda.“ Verndandi áhrif mikilvæg Matthildur segir að sorg barna sé ólík fullorðinna á þann hátt að eftir því sem þau sjálf þroskast og breytast þróast sorgin með þeim og þau þurfa að takast á við hana aftur og aftur eftir því sem þeirra eigin forsendur breytast. „Til dæmis getur ung stúlka sem missir móður sína þurft að vitja sorgarinnar á nýjan hátt þegar hún verður unglingur og þarf á kvenfyrirmynd að halda og svo aftur þegar hún sjálf verður móðir og svo framvegis. Það er ekki gott þegar börn grafa niður sorgina sína og leyfa henni ekki að þroskast og þróast með sér, ég held að það brjótist alltaf út annars staðar sem einhvers konar vanlíðan.“ Það er margt sem hefur verndandi áhrif gegn flókinni sorg í lífi barna. „Góð sjálfsmynd og trú á eigin getu, örugg tengsl við foreldra og sína nánustu, góð og heilbrigð verkfæri í sorgarúrvinnslunni, fáar breytingar á daglegu lífi eftir missinn og síðast en ekki síst að eftirlifandi foreldri eða forráðamenn takist á við sína sorg á heilbrigðan hátt. Allt sem styður við þessa þætti hjálpar til í lífi barna sem verða fyrir missi. Í Erninum reynum við einmitt að gera það sem við getum til þess að byggja undir þessa þætti.“ Fundu ekkert sem hentaði Örninn er starf fyrir börn og unglinga á aldrinum 9 til 17 ára sem hafa misst foreldri eða náinn ástvin. „Allt það fólk sem starfar fyrir Örninn gefur vinnu sína og starfið er eingöngu rekið fyrir styrktarfé en það hefur verið markmið Arnarins frá upphafi að starfið væri þátttakendum að kostnaðarlausu. Ég er afskaplega þakklát og stolt að geta sagt frá því að það markmið hefur náðst hingað til.“ Upphafskonur verkefnisins eru Heiðrún Jensdóttir og Jóna Hrönn Bolladóttir sóknarprestur og móðir Matthildar. Heiðrún missti uppkomin son sinn 1. mars 2014. „Það var að sjálfsögðu mikið áfall fyrir alla fjölskylduna, ekki síst dóttur hans sem var 10 ára þegar hann lést. Heiðrún og eiginmaður hennar, Baldur Hans Úlfarsson, fóru strax af stað að leita sér aðstoðar í því verkefni að vinna úr áfallinu og sorginni og fundu alls kyns hópa, námskeið og félög sem voru tilbúin að veita stuðning. Heiðrún vildi endilega finna einhver úrræði fyrir sonardóttur sína líka, til dæmis þar sem hún gæti rætt sorgina í hópi jafnaldra eða tekið þátt í félagsstarfi þar sem tekist væri á við sorgina en fann ekkert sem hentaði þeim. Hins vegar rakst Heiðrún á myndbönd á netinu þar sem fjallað var um sumarbúðir erlendis fyrir börn og unglinga sem misst höfðu náinn ástvin. Þá fann hún fyrir sterkri köllun til þess að koma á fót svipaðri starfsemi hér á Íslandi. Hún hafði samband við Jónu Hrönn árið 2017 sem var mjög hrifin af hugmyndinni og þær fóru saman af stað undir merkjum Vídalínskirkju í Garðabæ að undirbúa sumarbúðir fyrir íslensk börn sem höfðu misst náinn ástvin.“ Meirihluti þeirra sjálfboðaliða sem voru í fyrstu helgarferð Arnarins árið 2018.Mynd/Matthildur Bjarnadóttir Skapa vettvang fyrir umræðu um sorg Nú hefur Örninn farið fjórar helgarferðir með hóp af krökkum og yfir vetrartímann eru mánaðarlegar samverur þar sem fer fram sorgarúrvinnsla og skemmtileg dagskrá ásamt matarsamfélagi. „Það mætti segja að Örninn væri forvarnarstarf gegn flókinni sorg. Við stundum alls kyns ólíka sorgarúrvinnslu bæði á mánaðarlegu samverunum og í sumarbúðunum til þess að aðstoða börnin og unglingana við að finna sorginni sinni góðan farveg og lokast ekki ein af með hana. Annað sem okkur finnst mjög mikilvægt er að styðja við foreldra og forráðamenn barnanna en við bjóðum reglulega upp á góða fyrirlesara og samfélag fyrir þau. Það er svo mikilvægt að fjölskyldan syrgi líka saman svo við reynum að skapa vettvang þar sem börn og fullorðnir geta rætt saman um sorgina og minnst þess sem þau misstu.“ Fram undan eru mikil tímamót í lífi Matthildar þar sem hún er að útskrifast úr guðfræðinni og getur þá loksins farið að sækja um þau prestsembætti sem losna. „Það er spennandi að sjá hvað verður í þeim efnum en annars held ég ótrauð áfram mínu starfi með börnum og unglingum í bæði Vídalínskirkju og Erninum. Við ætlum að prófa þá nýjung að vera með sumarnámskeið í ágúst fyrir þau börn sem taka þátt í starfinu og erum spennt að sjá hvernig það tekst til. Það er hugsað sem smá sárabót fyrst kórónuveiran kom í veg fyrir að við gætum farið í sumarbúðirnar í apríl. En við látum ástandið nú samt ekki skemma alveg fyrir okkur og höfum frestað helgarferðinni okkar fram í nóvember, við munum nú ekki getað kallað það sumarbúðir en helgin verður alveg jafn góð og innihaldsrík fyrir því.“ Engin viðbrögð óeðlileg Matthildur telur að sorgin geti mótað einstaklinga bæði til góðs og ills. „Það fer eftir svo mörgu hver niðurstaðan verður í lífi fólks en einn af stærstu áhrifaþáttunum er hvernig fólk ákveður að takast á við hana. Hvort það til dæmis ákveður að þiggja hjálp eða ekki, hvort það viðurkennir og tekst á við erfiðu og flóknu tilfinningarnar sem geta vaknað eða ætlar að reyna að fara þá leið að loka að sér og bíða eftir að hlutirnir lagist af sjálfu sér. Hins vegar er gott að muna að það getur verið algjörlega nauðsynlegt að stinga stundum höfðinu í sandinn og stunda smá afneitun á köflum. Það hefur sýnt sig að það hefur ekkert sérstaklega góð áhrif að vera í stöðugri sorgarúrvinnslu. Það þurfa allir hvíld, líka syrgjendur. Halda skaltu hvíldardaginn heilagan á við hér eins og svo oft áður.“ Sorg er einfaldlega eðlilegt viðbragð við því að missa einhvern sem maður elskar. „Vegna þess að manneskjur eru svo ólíkar og tengsl fólks á milli allskonar geta einkenni sorgarinnar verið á afskaplega breiðu sviði. Það er varla hægt að segja að nokkur viðbrögð við sorg séu óeðlileg því í raun er fólk nær alltaf að bregðast eðlilega við óeðlilegum aðstæðum.“ Matthildur segir að tilfinningarnar sem fylgi sorginni séu oft samt mjög flóknar. „Það er til dæmis vel þekkt að fólk í mikilli sorg sjái og heyri í ástvini sem er látinn. Slíkar sýnir myndu örugglega undir öðrum kringumstæðum þykja ástæða til að tala við lækni. En tilfinningar á borð við depurð, söknuð, þrá, kvíða, einmanaleika og doða eru algengar hjá flestum sem upplifa sorg. Erfiðari tilfinningar sem fylgja sorginni og getur stundum verið flókið að tjá sig um eru reiði, ásökun, sektarkennd, skömm og léttir en þær eru alveg jafn algengar og hinar.“ Svo má ekki gleyma líkamlegu áhrifunum. „Mikið áfall kemur ekkert síður fram sem líkamleg spenna, ofurnæmi fyrir hljóðum og ljósi, mæði, slappleiki, þurrkur í munni og óraunveruleikatilfinning. Einnig getur fólk farið að hegða sér öðruvísi en áður, átt erfitt með svefn, orðið annars hugar, hafnað félagsskap, breytt matarhegðun sinni og dottið í alls kyns þráhyggju tengda þeim sem það missti. Það er mikilvægt að hlaupa ekki af stað og ákveða að manneskja í sorg sé að sýna óeðlileg viðbrögð. Oftast stýrir fólk alls ekki viðbrögðum sínum við miklum missi og þarf að finna sína leið til að syrgja. Það sem er óeðlilegt er ef langur tími líður og viðbrögðin dofna ekkert og fólk nær ekki eðlilegri heilsu og virkni í lífi sínu.“ Stuðningur lykilatriði Matthildur telur að það sé aldrei neitt jákvætt við það að verða fyrir miklu áfalli í lífinu og missa einhvern sem maður elskar af öllu hjarta. Hins vegar geti jákvæðar breytingar fylgt í kjölfarið af sorg. „Hins vegar geta manneskjur verið svo magnaðar að þær taka svona erfiða reynslu og vinna þannig úr henni að þær standa uppi sterkari fyrir vikið. Margt fólk finnur innri styrk og þrautseigju sem það vissi ekki einu sinni að það ætti til fyrr en á reyndi. Svo getur það líka gerst að þegar fólk verður fyrir áfalli og missi að það ákveður að endurmeta líf sitt, losa sig við það sem skiptir ekki máli og forgangsraða upp á nýtt. Þ annig getur áfall orðið til þess að fólk lifir enn innihaldsríkara lífi en það gerði áður. En það er auðvitað ekki algilt. Því miður eru áföllin stundum þess eðlis að manneskjur bogna undan þeim og jafnvel brotna. Þess vegna er svo mikilvægt að hlúa að og styðja fólk í sorg og áfalli. Leyfa þeim að finna að manni er ekki sama og að þau eru ekki ein. Stundum getur það gert gæfumuninn í lífi fólks.“
Börn og uppeldi Þjóðkirkjan Helgarviðtal Tengdar fréttir Giftu sig í bílalúgu og fjölskyldan fylgdist með í gegnum vefmyndavél Ljósmyndarinn Kári Björn Þorleifsson giftist unnustu sinni Dinu Benbrahim í lok síðasta mánaðar í Bandaríkjunum, í miðjum faraldri kórónuveirunnar. Athöfnin var í bílalúgu og segja þau að upplifunin hafi verið stórkostleg. 10. maí 2020 07:00 Meirihluti kvenna upplifir slæma líkamsmynd eftir fæðingu Elva Björk Ágústsdóttir og Sólrún Ósk Lárusdóttir safna nú saman reynslusögum Íslenskra kvenna af líkamsmynd eftir barnsburð. 26. apríl 2020 10:36 Flúðu Ítalíu í frelsið á Íslandi: Öðruvísi fegurð þegar það er ekki manneskja á ferli Auglýsingaleikstjórinn Þórhallur Sævarsson er búsettur í Mílanó á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni. Síðustu vikur hefur hann tekið einstakar myndir af Reykjavík í samkomubanni. 3. maí 2020 07:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Giftu sig í bílalúgu og fjölskyldan fylgdist með í gegnum vefmyndavél Ljósmyndarinn Kári Björn Þorleifsson giftist unnustu sinni Dinu Benbrahim í lok síðasta mánaðar í Bandaríkjunum, í miðjum faraldri kórónuveirunnar. Athöfnin var í bílalúgu og segja þau að upplifunin hafi verið stórkostleg. 10. maí 2020 07:00
Meirihluti kvenna upplifir slæma líkamsmynd eftir fæðingu Elva Björk Ágústsdóttir og Sólrún Ósk Lárusdóttir safna nú saman reynslusögum Íslenskra kvenna af líkamsmynd eftir barnsburð. 26. apríl 2020 10:36
Flúðu Ítalíu í frelsið á Íslandi: Öðruvísi fegurð þegar það er ekki manneskja á ferli Auglýsingaleikstjórinn Þórhallur Sævarsson er búsettur í Mílanó á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni. Síðustu vikur hefur hann tekið einstakar myndir af Reykjavík í samkomubanni. 3. maí 2020 07:00