Segist hafa átt að svara meira fyrir sig opinberlega eftir úrslitaleikinn 2018 Anton Ingi Leifsson skrifar 16. apríl 2020 07:32 Karius átti ekki sjö dagana sæla hjá Liverpool. vísir/getty Markvörðurinn Loris Karius, sem hefur verið á láni hjá Besiktas undanfarin tvö tímabil frá Liverpool, sér eftir því hvernig hann brást við gagnrýninni sem hann fékk eftir að hafa gert tvö afdrífarik mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2018. Markvörðurinn gerði tvö skelfileg mistök er Liverpool tapaði gegn Real Madrid í Kiev árið 2018 en lokatölur urðu 3-1. Fyrru mistökin gerði hann þegar hann rétti Karim Benzema næstum því boltann og hann missti svo skot Gareth Bale af löngu færi í netið. Stuðningsmenn Liverpool voru allt annað en sáttir við þann þýska. Sumir gengu þó langt yfir strikið og fékk hann meðal annars líflátshótanir eftir leikinn en hann hefur ekki spilað leik fyrir félagið eftir leikinn afdrifaríka. Hann opnaði sig um þetta í viðtali við þýska blaðið Bild. „Trúðu mér. Ég hef lært mikið af þessu. Þegar ég lít í baksýnisspegilinn þá hefði ég átt að svara meira opinberlega fyrir mig. Ég fékk heilahristing eftir samstuð við Ramos sem takmarkaði sjón mína. Þetta var staðfest af einum færasta heilalækni í heimi,“ sagði sá þýski við Bild. „Ég var ánægður að vita hvað hafði gerst í leiknum og ég vildi ekki gera það opinbert. Þegar niðurstöðurnar koma út, þá voru margir sem komu með móðganir og illsku ummæli, sem voru oftast fyrir neðan belti. Ég notaði þetta aldrei sem afsökun en þegar fólk gerir grín að einhverjum sem meiddist illa á höfði þá skil ég ekkert.“ Loris Karius regrets how he dealt with fallout of Liverpool's 2018 Champions League final defeat following his costly errors https://t.co/6lK5UCE8yo— MailOnline Sport (@MailSport) April 15, 2020 „Leikmenn mæta miklum fjandskap á netinu. Ef þú myndir lesa öll skilaboð sem væru skrifuð um þig þá myndiru ekki sofa í tvo daga. Það er ótrúlegt hvað fólk skrifar um annað fólk undir nafnleysi og sumir eru einfaldlega rasistar.“ „Þú getur ekki skellt skuldinni á stuðningsmenn ef þeir púa á leikmann. Þú borgar þig inn og átt þinn rétt á að verða ósáttur. Leikmenn verða þola það. Þegar leikmaður fær líflátshótanir þá er farið yfir línuna. Það voru nokkrar þannig en ég tók þeim ekki alvarlega. Þetta er fólk sem skrifar ekki undir nafni og er ekki einu sinni með mynd af andlitinu þeirra á prófílnum þeirra,“ sagði Karus. Hann hefur eins og áður segir ekki spilað leik fyrir rauða herinn eftir mistökin 2018 en hann hefur verið á láni hjá Besiktas í Tyrklandi þar sem hann hefur ekki vakið mikla lukku. Óvíst er hvað verður um hann í sumar en hann er á samningi hjá Liverpool til ársins 2022. #Loris #Karius über #Bundesliga-Rückkehr, #Jürgen #Klopp und Patzer gegen #Real #Madrid https://t.co/nFjnF5Tdej— SPORT BILD (@SPORTBILD) April 15, 2020 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
Markvörðurinn Loris Karius, sem hefur verið á láni hjá Besiktas undanfarin tvö tímabil frá Liverpool, sér eftir því hvernig hann brást við gagnrýninni sem hann fékk eftir að hafa gert tvö afdrífarik mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2018. Markvörðurinn gerði tvö skelfileg mistök er Liverpool tapaði gegn Real Madrid í Kiev árið 2018 en lokatölur urðu 3-1. Fyrru mistökin gerði hann þegar hann rétti Karim Benzema næstum því boltann og hann missti svo skot Gareth Bale af löngu færi í netið. Stuðningsmenn Liverpool voru allt annað en sáttir við þann þýska. Sumir gengu þó langt yfir strikið og fékk hann meðal annars líflátshótanir eftir leikinn en hann hefur ekki spilað leik fyrir félagið eftir leikinn afdrifaríka. Hann opnaði sig um þetta í viðtali við þýska blaðið Bild. „Trúðu mér. Ég hef lært mikið af þessu. Þegar ég lít í baksýnisspegilinn þá hefði ég átt að svara meira opinberlega fyrir mig. Ég fékk heilahristing eftir samstuð við Ramos sem takmarkaði sjón mína. Þetta var staðfest af einum færasta heilalækni í heimi,“ sagði sá þýski við Bild. „Ég var ánægður að vita hvað hafði gerst í leiknum og ég vildi ekki gera það opinbert. Þegar niðurstöðurnar koma út, þá voru margir sem komu með móðganir og illsku ummæli, sem voru oftast fyrir neðan belti. Ég notaði þetta aldrei sem afsökun en þegar fólk gerir grín að einhverjum sem meiddist illa á höfði þá skil ég ekkert.“ Loris Karius regrets how he dealt with fallout of Liverpool's 2018 Champions League final defeat following his costly errors https://t.co/6lK5UCE8yo— MailOnline Sport (@MailSport) April 15, 2020 „Leikmenn mæta miklum fjandskap á netinu. Ef þú myndir lesa öll skilaboð sem væru skrifuð um þig þá myndiru ekki sofa í tvo daga. Það er ótrúlegt hvað fólk skrifar um annað fólk undir nafnleysi og sumir eru einfaldlega rasistar.“ „Þú getur ekki skellt skuldinni á stuðningsmenn ef þeir púa á leikmann. Þú borgar þig inn og átt þinn rétt á að verða ósáttur. Leikmenn verða þola það. Þegar leikmaður fær líflátshótanir þá er farið yfir línuna. Það voru nokkrar þannig en ég tók þeim ekki alvarlega. Þetta er fólk sem skrifar ekki undir nafni og er ekki einu sinni með mynd af andlitinu þeirra á prófílnum þeirra,“ sagði Karus. Hann hefur eins og áður segir ekki spilað leik fyrir rauða herinn eftir mistökin 2018 en hann hefur verið á láni hjá Besiktas í Tyrklandi þar sem hann hefur ekki vakið mikla lukku. Óvíst er hvað verður um hann í sumar en hann er á samningi hjá Liverpool til ársins 2022. #Loris #Karius über #Bundesliga-Rückkehr, #Jürgen #Klopp und Patzer gegen #Real #Madrid https://t.co/nFjnF5Tdej— SPORT BILD (@SPORTBILD) April 15, 2020
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira