Trump segir faraldurinn hafa náð toppi kúrfunnar í Bandaríkjunum Atli Ísleifsson skrifar 16. apríl 2020 06:43 Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi sínum í gær. EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að faraldur kórónuveiru hafi nú náð toppi kúrfunnar í Bandaríkjunum og kveðst búast við að sum ríki muni geta opnað á ný síðar í mánuðinum. Trump sagði á daglegum fréttamannafundi vegna veirunnar í gær að nýjar viðmiðunarreglur um tilslakanir verði kynntar í dag að loknum fundi hans með ríkisstjórum. Alls hafa nú 640 þúsund tilfelli kórónuveiru verið skráð í Bandaríkjunum og eru þar alls 30.800 dauðsföll rakin til sjúkdómsins Covid-19. „Gögnin benda til þess að á landsvísu, þá höfum við náð toppnum þegar kemur að nýjum tilfellum,“ sagði Trump. „Vonandi heldur það áfram og við munum halda áfram að ná frábærum árangri.“ Aðspurður um ástæður mikils fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 í Bandaríkjum sagði Trump að önnur ríki væru að ljúga til um fjölda dauðsfalla. Alls eru um 137 þúsund dauðsföll rakin til Covid-19 á heimsvísu. „Trúir einhver í alvöru tölunum frá sumum þessara landa,“ spurði Trump og nefndi Kína sérstaklega í því sambandi. Nefndi forsetinn einnig að bandarísk stjórnvöld væru nú að sannreyna upplýsingar um hvort að veiran hafi raunverulega átt upptök sín á rannsóknarstofu, en ekki á matarmarkaði í Wuhan líkt og haldið hefur verið fram. Mark Milley, formaður bandaríska herráðsins, segir hins vegar að leyniþjónusta Bandaríkjanna telji líklegra að veiran hafi orðið til með náttúrulegum hætti. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. 15. apríl 2020 14:58 Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. 15. apríl 2020 14:58 Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. apríl 2020 22:59 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að faraldur kórónuveiru hafi nú náð toppi kúrfunnar í Bandaríkjunum og kveðst búast við að sum ríki muni geta opnað á ný síðar í mánuðinum. Trump sagði á daglegum fréttamannafundi vegna veirunnar í gær að nýjar viðmiðunarreglur um tilslakanir verði kynntar í dag að loknum fundi hans með ríkisstjórum. Alls hafa nú 640 þúsund tilfelli kórónuveiru verið skráð í Bandaríkjunum og eru þar alls 30.800 dauðsföll rakin til sjúkdómsins Covid-19. „Gögnin benda til þess að á landsvísu, þá höfum við náð toppnum þegar kemur að nýjum tilfellum,“ sagði Trump. „Vonandi heldur það áfram og við munum halda áfram að ná frábærum árangri.“ Aðspurður um ástæður mikils fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 í Bandaríkjum sagði Trump að önnur ríki væru að ljúga til um fjölda dauðsfalla. Alls eru um 137 þúsund dauðsföll rakin til Covid-19 á heimsvísu. „Trúir einhver í alvöru tölunum frá sumum þessara landa,“ spurði Trump og nefndi Kína sérstaklega í því sambandi. Nefndi forsetinn einnig að bandarísk stjórnvöld væru nú að sannreyna upplýsingar um hvort að veiran hafi raunverulega átt upptök sín á rannsóknarstofu, en ekki á matarmarkaði í Wuhan líkt og haldið hefur verið fram. Mark Milley, formaður bandaríska herráðsins, segir hins vegar að leyniþjónusta Bandaríkjanna telji líklegra að veiran hafi orðið til með náttúrulegum hætti.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. 15. apríl 2020 14:58 Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. 15. apríl 2020 14:58 Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. apríl 2020 22:59 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Sjá meira
Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. 15. apríl 2020 14:58
Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. 15. apríl 2020 14:58
Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. apríl 2020 22:59