Þrír drengir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Suðurlandi, sérsveitar Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar skömmu eftir miðnætti.
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu struku þeir af meðferðarheimili á Suðurlandi fyrr í kvöld með því að ógna starfsmanni og stela bíl. Meðferðarheimilið er ætlað unglingum og ungmennum á aldrinum 14-18 ára.
Júlíus Már Baldusson, sem býr í Þykkvabæ, segist hafa orðið var aðgerðir lögreglu á svæðinu. Blá blikkandi ljós hafi logað út um allt og þyrlan á sveimi í þónokkurn tíma. Hann segir í samtali við fréttastofu að hann hafi farið út þegar þyrlan flaug yfir og séð þá tvo drengi fara í útihúsin hjá sér. Hann tilkynnti það til lögreglu sem hafi komið stuttu síðar og handtekið drengina. Sá þriðji hafi svo verið handtekinn á öðrum stað.
Aðgerðum á svæðinu er lokið samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Ekki hefur náðst í lögreglunna á Suðurlandi vegna málsins.