Guðni reiknar með styrk úr digrum sjóðum FIFA Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2020 07:00 Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Vísir/Getty Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist reikna með því að FIFA og UEFA nýti sína sjóði til að styðja við aðildarsambönd sín vegna fjárhagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins. Guðni sat fyrir svörum í Sportinu í dag hjá þeim Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atla Kjartanssyni á Stöð 2 Sport í gær. Þar fór hann yfir það hvað KSÍ hefði gert til að styðja við aðildarfélög sín á þeim erfiðu tímum sem þau ganga nú í gegnum, líkt og reyndar KSÍ sem hefur skert starfshlutfall starfsmanna á skrifstofu. Þá hefur formaðurinn tekið á sig launaskerðingu. Hálfur milljarður til íþrótta Guðni segir KSÍ hafa verið í góðu sambandi við aðildarfélög sín og stjórnvöld, meðal annars til að leita leiða til að knattspyrnufélög, sem oft séu með starfsfólk í hlutastarfi, geti nýtt launaúrræði stjórnvalda. Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur ákveðið að verja hálfum milljarði króna til að styðja við íþróttastarf í landinu, en ekki er ljóst hvernig þeim fjármunum verður dreift og er starfshópur á vegum ÍSÍ að skoða leiðir til þess. KSÍ hefur styrkt aðildarfélög sín með því að flýta greiðslum vegna barna- og unglingastarfs, og greiðslum vegna sjónvarpssamninga. Þá er eins og fyrr segir von á stuðningi frá stóru samböndunum, þó aðallega FIFA. Miklir fjármunir í sjóðum FIFA „Við vonum að allt saman geri þetta að verkum að við komumst í gegnum þetta. Við gerum það á endanum. En þar fyrir utan eru auðvitað allir þessir einstaklingar sem þurfa að leggja sitt að mörkum eins og leikmenn, þjálfarar og stjórnendur, og annað launafólk hjá íþróttafélögunum, sem er að koma til móts við félögin,“ sagði Guðni í Sportinu í dag. Hann kvaðst ekki geta svarað því hvernig UEFA og FIFA myndu styðja sín sambönd: „Ég held að það sé ótímabært að tjá sig um það en það eru miklir fjármunir í sjóðum hjá FIFA, og mér skilst að FIFA ætli sér að koma með einhvers konar aðstoð til sambandanna og þá aðildarfélaganna innan hvers sambands. Að sama skapi er UEFA auðvitað með ágætis fjármuni. Þar eru menn þó að horfa mögulega fram á verulegt tap tekna vegna breytinganna á EM sem átti að fara fram í sumar, og óvissunnar með Meistaradeildina og svo framvegis. Menn þurfa því að fara varlega, alveg eins og við erum að gera í KSÍ. Við vitum ekki hvernig allir þessir atburðir munu hafa áhrif á okkar fjárhag líka. Við þurfum því að fara varlega en ég geri ráð fyrir því að það verði einhvers konar stuðningur þessara alþjóðasambanda við fótboltann. Við munum fyrst og fremst auðvitað láta okkar aðildarfélög njóta þess. Þetta mun vonandi koma í ljós á næstu dögum og vikum,“ sagði Guðni. Klippa: Sportið í dag - Guðni Bergs um stuðning FIFA og UEFA Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Guðni um Rúmeníuleikinn: „Yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að EM-umspilsleikur Íslands og Rúmeníu gæti hugsanlega verið færður fram í nóvember. Þá þyrfti væntanlega að gera á ný sérstakar ráðstafanir til að hægt yrði að spila á Laugardalsvelli. 15. apríl 2020 22:00 Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00 Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33 Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist reikna með því að FIFA og UEFA nýti sína sjóði til að styðja við aðildarsambönd sín vegna fjárhagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins. Guðni sat fyrir svörum í Sportinu í dag hjá þeim Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atla Kjartanssyni á Stöð 2 Sport í gær. Þar fór hann yfir það hvað KSÍ hefði gert til að styðja við aðildarfélög sín á þeim erfiðu tímum sem þau ganga nú í gegnum, líkt og reyndar KSÍ sem hefur skert starfshlutfall starfsmanna á skrifstofu. Þá hefur formaðurinn tekið á sig launaskerðingu. Hálfur milljarður til íþrótta Guðni segir KSÍ hafa verið í góðu sambandi við aðildarfélög sín og stjórnvöld, meðal annars til að leita leiða til að knattspyrnufélög, sem oft séu með starfsfólk í hlutastarfi, geti nýtt launaúrræði stjórnvalda. Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur ákveðið að verja hálfum milljarði króna til að styðja við íþróttastarf í landinu, en ekki er ljóst hvernig þeim fjármunum verður dreift og er starfshópur á vegum ÍSÍ að skoða leiðir til þess. KSÍ hefur styrkt aðildarfélög sín með því að flýta greiðslum vegna barna- og unglingastarfs, og greiðslum vegna sjónvarpssamninga. Þá er eins og fyrr segir von á stuðningi frá stóru samböndunum, þó aðallega FIFA. Miklir fjármunir í sjóðum FIFA „Við vonum að allt saman geri þetta að verkum að við komumst í gegnum þetta. Við gerum það á endanum. En þar fyrir utan eru auðvitað allir þessir einstaklingar sem þurfa að leggja sitt að mörkum eins og leikmenn, þjálfarar og stjórnendur, og annað launafólk hjá íþróttafélögunum, sem er að koma til móts við félögin,“ sagði Guðni í Sportinu í dag. Hann kvaðst ekki geta svarað því hvernig UEFA og FIFA myndu styðja sín sambönd: „Ég held að það sé ótímabært að tjá sig um það en það eru miklir fjármunir í sjóðum hjá FIFA, og mér skilst að FIFA ætli sér að koma með einhvers konar aðstoð til sambandanna og þá aðildarfélaganna innan hvers sambands. Að sama skapi er UEFA auðvitað með ágætis fjármuni. Þar eru menn þó að horfa mögulega fram á verulegt tap tekna vegna breytinganna á EM sem átti að fara fram í sumar, og óvissunnar með Meistaradeildina og svo framvegis. Menn þurfa því að fara varlega, alveg eins og við erum að gera í KSÍ. Við vitum ekki hvernig allir þessir atburðir munu hafa áhrif á okkar fjárhag líka. Við þurfum því að fara varlega en ég geri ráð fyrir því að það verði einhvers konar stuðningur þessara alþjóðasambanda við fótboltann. Við munum fyrst og fremst auðvitað láta okkar aðildarfélög njóta þess. Þetta mun vonandi koma í ljós á næstu dögum og vikum,“ sagði Guðni. Klippa: Sportið í dag - Guðni Bergs um stuðning FIFA og UEFA Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Guðni um Rúmeníuleikinn: „Yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að EM-umspilsleikur Íslands og Rúmeníu gæti hugsanlega verið færður fram í nóvember. Þá þyrfti væntanlega að gera á ný sérstakar ráðstafanir til að hægt yrði að spila á Laugardalsvelli. 15. apríl 2020 22:00 Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00 Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33 Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Guðni um Rúmeníuleikinn: „Yrðum þá væntanlega að taka pylsuna aftur“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að EM-umspilsleikur Íslands og Rúmeníu gæti hugsanlega verið færður fram í nóvember. Þá þyrfti væntanlega að gera á ný sérstakar ráðstafanir til að hægt yrði að spila á Laugardalsvelli. 15. apríl 2020 22:00
Vonandi hægt að halda flest þessara móta Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. 15. apríl 2020 19:00
Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33
Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41