Segir ummæli fjármálaráðherra ekki ganga upp í réttarríki Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. apríl 2020 19:45 Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. Sjö útgerðarfélög gerðu kröfur um bætur á hendur ríkinu vegna skaða sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kröfurnar hljóða samtals upp á rúma tíu milljarða en fyrr í kvöld lýstu fimm þessara félaga því yfir að þau hygðust draga sínar kröfur til baka. Sjá einnig: Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Á Alþingi í gær lýsti forsætisráðherra reiði sinni yfir kröfum útgerðarfélaganna og hvatti þau til að draga þær til baka. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er eitt félaganna sjö. „Auðvitað horfum við til þess sem forsætisráðherra segir en við munum hafa stjórnarfund á morgun og fara yfir stöðu mál og stjórnin hefur verið alveg einhuga hingað til að halda þessu máli til streitu. Fjármála- og efnahagsráðherra var jafnframt ómyrkur í máli um kröfur fyrirtækjanna. Ríkið hafi gripið til varna en ef svo færi að ríkið tapi málinu, muni reikningurinn lenda á útgerðinni sjálfri, ekki skattgreiðendum. „Það eru dálítið merkileg ummæli, sérstaklega því við búum í réttarríki og ég veit það að ríkið hefur tapað málum og tapað skaðabótum og það getur hver sem er sem hefur unnið mál á hendur ríkinu séð sjálfan sig í því ef að ríkisvaldið myndi síðan í kjölfarið ákveða það að skattleggja þann sem að hefði orðið fyrir tjóninu og fengið sínar skaðabætur greiddar. Ég bara sé ekki hvernig þessi ummæli ganga upp, þó að ég sé ekki löglærður maður þá geri ég nú ekki ráð fyrir að þetta gangi í réttarríki,“ segir Sigurgeir um ummæli Bjarna. Frumkvöðlaverkefni fyrirtækjanna hafi skilað miklu til samfélagsins Þótt málið hafi komist í hámæli nýverið á það sér töluvert langan aðdraganda, líkt og lauslega er rakið í tilkynningu frá fyrirtækjunum fimm sem drógu kröfur sínar til baka fyrr í kvöld. „Ég held að það sé líka ágætt að halda því til haga að vinnslustöðin er frumkvöðull í þessum veiðum ásamt öðrum útgerðarfyrirtækjum og þessar veiðar á makríl frá 2006 hafa skilað þjóðinni 200 milljörðum í gjaldeyristekjur sem hafa skipt umtalsvert miklu máli í þeim erfiðleikum sem áttu sér stað hérna um og upp úr 2008,“ segir Sigurgeir. 72% af þessum 200 milljörðum hafi orðið eftir hjá ríki, sveitarfélögum, launþegum og öðrum stéttum samfélagsins að sögn Sigurgeirs. „Þetta hefur aðallega fariðtil samneyslunnar í landinu. 15% hefur farið til erlendra aðila í olíu og fleiri þætti sem eru erlend aðföng og 13% hafa komið í hlut útvegsmanna sem að hafa margir hverjir notað til að endurnýja sín fyrirtæki, byggja þau upp og byggja þau upp til framtíðar þannig að við getum tekist á við erfiðleikana sem núna eru framundan,“segir Sigurgeir. Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. Sjö útgerðarfélög gerðu kröfur um bætur á hendur ríkinu vegna skaða sem þau telja sig hafa orðið fyrir vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kröfurnar hljóða samtals upp á rúma tíu milljarða en fyrr í kvöld lýstu fimm þessara félaga því yfir að þau hygðust draga sínar kröfur til baka. Sjá einnig: Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Á Alþingi í gær lýsti forsætisráðherra reiði sinni yfir kröfum útgerðarfélaganna og hvatti þau til að draga þær til baka. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er eitt félaganna sjö. „Auðvitað horfum við til þess sem forsætisráðherra segir en við munum hafa stjórnarfund á morgun og fara yfir stöðu mál og stjórnin hefur verið alveg einhuga hingað til að halda þessu máli til streitu. Fjármála- og efnahagsráðherra var jafnframt ómyrkur í máli um kröfur fyrirtækjanna. Ríkið hafi gripið til varna en ef svo færi að ríkið tapi málinu, muni reikningurinn lenda á útgerðinni sjálfri, ekki skattgreiðendum. „Það eru dálítið merkileg ummæli, sérstaklega því við búum í réttarríki og ég veit það að ríkið hefur tapað málum og tapað skaðabótum og það getur hver sem er sem hefur unnið mál á hendur ríkinu séð sjálfan sig í því ef að ríkisvaldið myndi síðan í kjölfarið ákveða það að skattleggja þann sem að hefði orðið fyrir tjóninu og fengið sínar skaðabætur greiddar. Ég bara sé ekki hvernig þessi ummæli ganga upp, þó að ég sé ekki löglærður maður þá geri ég nú ekki ráð fyrir að þetta gangi í réttarríki,“ segir Sigurgeir um ummæli Bjarna. Frumkvöðlaverkefni fyrirtækjanna hafi skilað miklu til samfélagsins Þótt málið hafi komist í hámæli nýverið á það sér töluvert langan aðdraganda, líkt og lauslega er rakið í tilkynningu frá fyrirtækjunum fimm sem drógu kröfur sínar til baka fyrr í kvöld. „Ég held að það sé líka ágætt að halda því til haga að vinnslustöðin er frumkvöðull í þessum veiðum ásamt öðrum útgerðarfyrirtækjum og þessar veiðar á makríl frá 2006 hafa skilað þjóðinni 200 milljörðum í gjaldeyristekjur sem hafa skipt umtalsvert miklu máli í þeim erfiðleikum sem áttu sér stað hérna um og upp úr 2008,“ segir Sigurgeir. 72% af þessum 200 milljörðum hafi orðið eftir hjá ríki, sveitarfélögum, launþegum og öðrum stéttum samfélagsins að sögn Sigurgeirs. „Þetta hefur aðallega fariðtil samneyslunnar í landinu. 15% hefur farið til erlendra aðila í olíu og fleiri þætti sem eru erlend aðföng og 13% hafa komið í hlut útvegsmanna sem að hafa margir hverjir notað til að endurnýja sín fyrirtæki, byggja þau upp og byggja þau upp til framtíðar þannig að við getum tekist á við erfiðleikana sem núna eru framundan,“segir Sigurgeir.
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira