Rúnar fékk skýrsluna um Motherwell á kaffifilter Sindri Sverrisson skrifar 15. maí 2020 22:00 Rúnar Páll Sigmundsson rifjaði upp ótrúlegt tímabil Stjörnumanna árið 2014 með Gumma Ben í gær. MYND/STÖÐ 2 SPORT Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, rifjaði upp Íslandsmeistaraárið 2014 með Gumma Ben í Sportinu í kvöld. Stjörnumenn náðu einnig afar langt í Evrópukeppni það ár. Stjörnumenn slógu Bangor City frá Wales út með tveimur 4-0 sigrum í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Þeir unnu svo Motherwell frá Skotlandi og Lech Poznan frá Póllandi, áður en þeir voru slegnir út í síðustu umferð fyrir sjálfa riðlakeppnina, af stórliði Inter Mílanó. Rúnar fór með Brynjari Birni Gunnarssyni, þáverandi aðstoðarþjálfara Stjörnunnar, til að sjá Bangor spila og safna upplýsingum fyrir einvígi liðanna. Bangor reyndist engin fyrirstaða en daginn eftir útileikinn æfðu Stjörnumenn á æfingasvæði Wolves, í gegnum sambönd Brynjars Björns úr enska boltanum. Rúnar fól svo danska markmannsþjálfaranum Henrik Bödker að safna upplýsingum um næsta andstæðing, Motherwell, í Skotlandi. „Ég á nú kannski ekki að segja þessa sögu en ég get alveg stiklað á stóru varðandi hana. Henrik varð eftir til að sjá Motherwell spila og fór til Glasgow. Hann kom með helvíti góða skýrslu til baka, við getum orðað það þannig. Við slógum þá alla vega út,“ sagði Rúnar Páll léttur í bragði. Ætla má að Bödker hafi þurft að sinna fleiri erindum í ferðinni en skýrslan var alla vega ekki óþarflega löng: „Þetta var bara lítill kaffifilter sem hann hafði skrifað byrjunarliðið á. Það var alveg nóg fyrir okkur,“ sagði Rúnar og brosti. Klippa: Sportið í kvöld - Rúnar Páll rifjaði Evrópuævintýrið upp Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Evrópudeild UEFA Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, rifjaði upp Íslandsmeistaraárið 2014 með Gumma Ben í Sportinu í kvöld. Stjörnumenn náðu einnig afar langt í Evrópukeppni það ár. Stjörnumenn slógu Bangor City frá Wales út með tveimur 4-0 sigrum í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Þeir unnu svo Motherwell frá Skotlandi og Lech Poznan frá Póllandi, áður en þeir voru slegnir út í síðustu umferð fyrir sjálfa riðlakeppnina, af stórliði Inter Mílanó. Rúnar fór með Brynjari Birni Gunnarssyni, þáverandi aðstoðarþjálfara Stjörnunnar, til að sjá Bangor spila og safna upplýsingum fyrir einvígi liðanna. Bangor reyndist engin fyrirstaða en daginn eftir útileikinn æfðu Stjörnumenn á æfingasvæði Wolves, í gegnum sambönd Brynjars Björns úr enska boltanum. Rúnar fól svo danska markmannsþjálfaranum Henrik Bödker að safna upplýsingum um næsta andstæðing, Motherwell, í Skotlandi. „Ég á nú kannski ekki að segja þessa sögu en ég get alveg stiklað á stóru varðandi hana. Henrik varð eftir til að sjá Motherwell spila og fór til Glasgow. Hann kom með helvíti góða skýrslu til baka, við getum orðað það þannig. Við slógum þá alla vega út,“ sagði Rúnar Páll léttur í bragði. Ætla má að Bödker hafi þurft að sinna fleiri erindum í ferðinni en skýrslan var alla vega ekki óþarflega löng: „Þetta var bara lítill kaffifilter sem hann hafði skrifað byrjunarliðið á. Það var alveg nóg fyrir okkur,“ sagði Rúnar og brosti. Klippa: Sportið í kvöld - Rúnar Páll rifjaði Evrópuævintýrið upp Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Evrópudeild UEFA Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Sjá meira