Virði leikmanna hrunið og spænska deildin gæti orðið áhugamannadeild Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2020 19:00 Aron Pálmarsson leikur með Barcelona en Arnar Freyr, umboðsmaður Arons, óttast að spænska deildin gæti breyst í áhugamannadeild. VÍSIR/GETTY Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaður sumra af bestu handboltamönnum heims, segir markaðsvirði leikmanna hafa farið hratt niður á við. Félögin leiti nú að ungum og efnilegum leikmönnum og haldi þeim sem fyrir séu. Efnahagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins bitna mjög á íþróttafélögum enda tekjur af miðasölu engar á meðan á samkomubanni stendur, og styrktaraðilar halda að sér höndum. „Það er búið að vera mjög erfitt að sinna þeim hluta af mínu starfi að finna lið fyrir leikmenn. Menn hafa verið hræddir við ástandið og ekki viljað skuldbinda sig fyrir framtíðina þegar staðan er svona óljós. Ég er því með smááhyggjur af því hvernig þetta mun halda áfram, þrátt fyrir að ég sé í eðli mínu mjög jákvæður maður,“ sagði Arnar Freyr við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið mátti einnig sjá í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Arnar segir félög í Evrópu geta verið fljót að taka við sér þegar hægt verði að hleypa áhorfendum á leiki á nýjan leik, þar sem að tekjustreymi handboltafélaganna sé háðara miðasölu en til dæmis í fótbolta. „Þetta er búið að vera mjög erfitt en Skandinavía er hins vegar betur í stakk búin til að takast á við þetta áfall en til að mynda Frakkland og Spánn. Ég er mjög hræddur um spænsku deildina. Hún gæti farið mjög illa út úr þessu og mögulega bara orðið áhugamannadeild,“ segir Arnar Freyr. Aron Pálmarsson, leikmaður Barcelona, er einn umbjóðenda hans. Mjög erfið staða fyrir samningslausa leikmenn Aðspurður um markaðinn á Íslandi segir umboðsmaðurinn: „Staðan er mjög erfið fyrir leikmenn sem eru samningslausir hér. Markaðsvirði þeirra er búið að fara hratt niður á við þar sem að félögin hafa bara úr minna að moða. Þó eru enn einhver lið sem hafa ágætis fjármagn, sem betur fer, en ég reikna ekki með miklum félagaskiptum í sumar. Ég held að félögin leiti sér mikið frekar að yngri og efnilegri leikmönnum, og reiði sig á þá sem eru fyrir.“ Leikmenn sem ætla að snúa heim í sumar fá sömuleiðis ekki eins spennandi tilboð og þeir hefðu fengið ef kórónveirufaraldurinn hefði ekki sett allt úr skorðum: „Þeir finna sér lið en ég er ekki viss um að það verði á þeim fjárhagsforsendum sem þeir gerðu ráð fyrir í upphafi. Ég er nokkuð viss um að nokkrir leikmenn sem eru að koma heim muni fá töluvert lægri samninga en þeir hefðu fengið ef að ástandið væri skárra.“ Klippa: Sportpakkinn - Virði handboltamanna hrunið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Olís-deild kvenna Handbolti Þýski handboltinn Spænski handboltinn Franski handboltinn Sportpakkinn Sportið í dag Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira
Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaður sumra af bestu handboltamönnum heims, segir markaðsvirði leikmanna hafa farið hratt niður á við. Félögin leiti nú að ungum og efnilegum leikmönnum og haldi þeim sem fyrir séu. Efnahagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins bitna mjög á íþróttafélögum enda tekjur af miðasölu engar á meðan á samkomubanni stendur, og styrktaraðilar halda að sér höndum. „Það er búið að vera mjög erfitt að sinna þeim hluta af mínu starfi að finna lið fyrir leikmenn. Menn hafa verið hræddir við ástandið og ekki viljað skuldbinda sig fyrir framtíðina þegar staðan er svona óljós. Ég er því með smááhyggjur af því hvernig þetta mun halda áfram, þrátt fyrir að ég sé í eðli mínu mjög jákvæður maður,“ sagði Arnar Freyr við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Viðtalið mátti einnig sjá í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Arnar segir félög í Evrópu geta verið fljót að taka við sér þegar hægt verði að hleypa áhorfendum á leiki á nýjan leik, þar sem að tekjustreymi handboltafélaganna sé háðara miðasölu en til dæmis í fótbolta. „Þetta er búið að vera mjög erfitt en Skandinavía er hins vegar betur í stakk búin til að takast á við þetta áfall en til að mynda Frakkland og Spánn. Ég er mjög hræddur um spænsku deildina. Hún gæti farið mjög illa út úr þessu og mögulega bara orðið áhugamannadeild,“ segir Arnar Freyr. Aron Pálmarsson, leikmaður Barcelona, er einn umbjóðenda hans. Mjög erfið staða fyrir samningslausa leikmenn Aðspurður um markaðinn á Íslandi segir umboðsmaðurinn: „Staðan er mjög erfið fyrir leikmenn sem eru samningslausir hér. Markaðsvirði þeirra er búið að fara hratt niður á við þar sem að félögin hafa bara úr minna að moða. Þó eru enn einhver lið sem hafa ágætis fjármagn, sem betur fer, en ég reikna ekki með miklum félagaskiptum í sumar. Ég held að félögin leiti sér mikið frekar að yngri og efnilegri leikmönnum, og reiði sig á þá sem eru fyrir.“ Leikmenn sem ætla að snúa heim í sumar fá sömuleiðis ekki eins spennandi tilboð og þeir hefðu fengið ef kórónveirufaraldurinn hefði ekki sett allt úr skorðum: „Þeir finna sér lið en ég er ekki viss um að það verði á þeim fjárhagsforsendum sem þeir gerðu ráð fyrir í upphafi. Ég er nokkuð viss um að nokkrir leikmenn sem eru að koma heim muni fá töluvert lægri samninga en þeir hefðu fengið ef að ástandið væri skárra.“ Klippa: Sportpakkinn - Virði handboltamanna hrunið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Handbolti Þýski handboltinn Spænski handboltinn Franski handboltinn Sportpakkinn Sportið í dag Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira