Má ekki klippa og fór því að teikna: „List á líka að vera skemmtileg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. apríl 2020 11:30 Hárgreiðslumaðurinn Vilberg er hæfileikabúnt. „Þetta var mjög súrt en heilsa trompar allt annað á þessum síðustu og verstu,“ segir hárgreiðslumaðurinn og listamaðurinn Vilberg Hafsteinn Jónsson sem tók upp á því að byrja gera teikningar eftir hert samkomubannið skall á og hárgreiðslumenn þurfti að leggja niður skærin. Hann starfar vanalega á hárgreiðslustofunni Rauðhetta & Úlfurinn. „Ég hef alltaf getað þetta og haft þetta í mér en konan mín mætti heim með alla blýanta í heiminum í janúar og ég byrjaði bara á fullu. Ég teiknaði mikið í kringum aldamótin þegar ég var í hárgreiðslunámi í Iðnaskólanum. Þar var ég með kennara sem heitir Hrönn Traustadóttir sem var svo klár í teikningu og ég alveg blómstraði hjá henni.“ Villi hefur verið mjög listrænt í gegnum árin og til að mynda graffað töluvert. Bónorð hans til eiginkonunnar var til að mynda nokkuð frumlegt. „Ég bað konuna um að giftast með því að graffa á vegg, viltu giftast mér,“ segir Villi en þegar hert samkomubann hófst hafði hárgreiðslumaðurinn allt í einu mun meiri tíma en vanalega. „Ég er með einn tveggja ára og einn fimm ára heima og það er bara myndlistarkennsla allan daginn heima. Síðan fæ ég sjálfur tíma til að skapa. Allt í einu í fyrsta skipti í nokkra áratugi er líf mitt dálítið rólegt. Mig hefur alltaf langað að hafa rými fyrir þessa sköpun og það gerðist með þessu samkomubanni.“ Villi vinnur öll sín verk heima við á meðan samkomubannið stendur yfir. Eitt verk er í sérstöku uppáhaldi hjá Villa og kallast það verk Bananas. „Þetta segir sig í raun svolítið sjálft þar sem þú blandar saman bananna og ananas en eftir að hafa verið að teikna þúsund ára styttur og svona þá hugsaði ég að list ætti nú einnig að vera svolítið skemmtileg. Tveggja ára gæinn minn getur ekki fyrir sitt litla líf munað hvort banani sé ananas og ég veit aldrei hvað hann er að biðja um. Bananas myndi einfalda líf mitt til muna.“ Villi hefur verið frá sinni hefðbundnu vinnu í þrjár vikur og nýtir tímann til að skapa list. „Ég hef náð að teikna sjö verk á þessum þremur vikum og þetta gengur mjög vel,“ segir Vill sem stofnaði á dögunum Facebook-síðu þar sem hægt er að fylgjast með honum og hans verkum og einnig er hægt að fylgja honum á Instagram. Villi ákvað halda stafræna listasýningunni á dögunum og kallaði hann hana Stei Seif. Hann hefur verið að teikna nokkur þekkt andlit undanfarið og sjá má þau hér að neðan. „Ég hef verið hvetja fólk í kringum mig að núna sé tímapunkturinn til að vera skapa eins og brjálæðingar. Svona ástand kemur ekki oft og það að hafa þennan aukatíma, þá er gott að nýta hann í eitthvað uppbyggilegt.“ Villi stefnir einnig að því að framleiða boli með þekktri hauskúpumynd sem hann teiknaði á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by @villi_jons on Apr 8, 2020 at 5:33pm PDT View this post on Instagram A post shared by @villi_jons on Apr 14, 2020 at 4:05am PDT Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Myndlist Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Sjá meira
„Þetta var mjög súrt en heilsa trompar allt annað á þessum síðustu og verstu,“ segir hárgreiðslumaðurinn og listamaðurinn Vilberg Hafsteinn Jónsson sem tók upp á því að byrja gera teikningar eftir hert samkomubannið skall á og hárgreiðslumenn þurfti að leggja niður skærin. Hann starfar vanalega á hárgreiðslustofunni Rauðhetta & Úlfurinn. „Ég hef alltaf getað þetta og haft þetta í mér en konan mín mætti heim með alla blýanta í heiminum í janúar og ég byrjaði bara á fullu. Ég teiknaði mikið í kringum aldamótin þegar ég var í hárgreiðslunámi í Iðnaskólanum. Þar var ég með kennara sem heitir Hrönn Traustadóttir sem var svo klár í teikningu og ég alveg blómstraði hjá henni.“ Villi hefur verið mjög listrænt í gegnum árin og til að mynda graffað töluvert. Bónorð hans til eiginkonunnar var til að mynda nokkuð frumlegt. „Ég bað konuna um að giftast með því að graffa á vegg, viltu giftast mér,“ segir Villi en þegar hert samkomubann hófst hafði hárgreiðslumaðurinn allt í einu mun meiri tíma en vanalega. „Ég er með einn tveggja ára og einn fimm ára heima og það er bara myndlistarkennsla allan daginn heima. Síðan fæ ég sjálfur tíma til að skapa. Allt í einu í fyrsta skipti í nokkra áratugi er líf mitt dálítið rólegt. Mig hefur alltaf langað að hafa rými fyrir þessa sköpun og það gerðist með þessu samkomubanni.“ Villi vinnur öll sín verk heima við á meðan samkomubannið stendur yfir. Eitt verk er í sérstöku uppáhaldi hjá Villa og kallast það verk Bananas. „Þetta segir sig í raun svolítið sjálft þar sem þú blandar saman bananna og ananas en eftir að hafa verið að teikna þúsund ára styttur og svona þá hugsaði ég að list ætti nú einnig að vera svolítið skemmtileg. Tveggja ára gæinn minn getur ekki fyrir sitt litla líf munað hvort banani sé ananas og ég veit aldrei hvað hann er að biðja um. Bananas myndi einfalda líf mitt til muna.“ Villi hefur verið frá sinni hefðbundnu vinnu í þrjár vikur og nýtir tímann til að skapa list. „Ég hef náð að teikna sjö verk á þessum þremur vikum og þetta gengur mjög vel,“ segir Vill sem stofnaði á dögunum Facebook-síðu þar sem hægt er að fylgjast með honum og hans verkum og einnig er hægt að fylgja honum á Instagram. Villi ákvað halda stafræna listasýningunni á dögunum og kallaði hann hana Stei Seif. Hann hefur verið að teikna nokkur þekkt andlit undanfarið og sjá má þau hér að neðan. „Ég hef verið hvetja fólk í kringum mig að núna sé tímapunkturinn til að vera skapa eins og brjálæðingar. Svona ástand kemur ekki oft og það að hafa þennan aukatíma, þá er gott að nýta hann í eitthvað uppbyggilegt.“ Villi stefnir einnig að því að framleiða boli með þekktri hauskúpumynd sem hann teiknaði á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by @villi_jons on Apr 8, 2020 at 5:33pm PDT View this post on Instagram A post shared by @villi_jons on Apr 14, 2020 at 4:05am PDT
Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Myndlist Samkomubann á Íslandi Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning