Má ekki klippa og fór því að teikna: „List á líka að vera skemmtileg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. apríl 2020 11:30 Hárgreiðslumaðurinn Vilberg er hæfileikabúnt. „Þetta var mjög súrt en heilsa trompar allt annað á þessum síðustu og verstu,“ segir hárgreiðslumaðurinn og listamaðurinn Vilberg Hafsteinn Jónsson sem tók upp á því að byrja gera teikningar eftir hert samkomubannið skall á og hárgreiðslumenn þurfti að leggja niður skærin. Hann starfar vanalega á hárgreiðslustofunni Rauðhetta & Úlfurinn. „Ég hef alltaf getað þetta og haft þetta í mér en konan mín mætti heim með alla blýanta í heiminum í janúar og ég byrjaði bara á fullu. Ég teiknaði mikið í kringum aldamótin þegar ég var í hárgreiðslunámi í Iðnaskólanum. Þar var ég með kennara sem heitir Hrönn Traustadóttir sem var svo klár í teikningu og ég alveg blómstraði hjá henni.“ Villi hefur verið mjög listrænt í gegnum árin og til að mynda graffað töluvert. Bónorð hans til eiginkonunnar var til að mynda nokkuð frumlegt. „Ég bað konuna um að giftast með því að graffa á vegg, viltu giftast mér,“ segir Villi en þegar hert samkomubann hófst hafði hárgreiðslumaðurinn allt í einu mun meiri tíma en vanalega. „Ég er með einn tveggja ára og einn fimm ára heima og það er bara myndlistarkennsla allan daginn heima. Síðan fæ ég sjálfur tíma til að skapa. Allt í einu í fyrsta skipti í nokkra áratugi er líf mitt dálítið rólegt. Mig hefur alltaf langað að hafa rými fyrir þessa sköpun og það gerðist með þessu samkomubanni.“ Villi vinnur öll sín verk heima við á meðan samkomubannið stendur yfir. Eitt verk er í sérstöku uppáhaldi hjá Villa og kallast það verk Bananas. „Þetta segir sig í raun svolítið sjálft þar sem þú blandar saman bananna og ananas en eftir að hafa verið að teikna þúsund ára styttur og svona þá hugsaði ég að list ætti nú einnig að vera svolítið skemmtileg. Tveggja ára gæinn minn getur ekki fyrir sitt litla líf munað hvort banani sé ananas og ég veit aldrei hvað hann er að biðja um. Bananas myndi einfalda líf mitt til muna.“ Villi hefur verið frá sinni hefðbundnu vinnu í þrjár vikur og nýtir tímann til að skapa list. „Ég hef náð að teikna sjö verk á þessum þremur vikum og þetta gengur mjög vel,“ segir Vill sem stofnaði á dögunum Facebook-síðu þar sem hægt er að fylgjast með honum og hans verkum og einnig er hægt að fylgja honum á Instagram. Villi ákvað halda stafræna listasýningunni á dögunum og kallaði hann hana Stei Seif. Hann hefur verið að teikna nokkur þekkt andlit undanfarið og sjá má þau hér að neðan. „Ég hef verið hvetja fólk í kringum mig að núna sé tímapunkturinn til að vera skapa eins og brjálæðingar. Svona ástand kemur ekki oft og það að hafa þennan aukatíma, þá er gott að nýta hann í eitthvað uppbyggilegt.“ Villi stefnir einnig að því að framleiða boli með þekktri hauskúpumynd sem hann teiknaði á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by @villi_jons on Apr 8, 2020 at 5:33pm PDT View this post on Instagram A post shared by @villi_jons on Apr 14, 2020 at 4:05am PDT Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Myndlist Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
„Þetta var mjög súrt en heilsa trompar allt annað á þessum síðustu og verstu,“ segir hárgreiðslumaðurinn og listamaðurinn Vilberg Hafsteinn Jónsson sem tók upp á því að byrja gera teikningar eftir hert samkomubannið skall á og hárgreiðslumenn þurfti að leggja niður skærin. Hann starfar vanalega á hárgreiðslustofunni Rauðhetta & Úlfurinn. „Ég hef alltaf getað þetta og haft þetta í mér en konan mín mætti heim með alla blýanta í heiminum í janúar og ég byrjaði bara á fullu. Ég teiknaði mikið í kringum aldamótin þegar ég var í hárgreiðslunámi í Iðnaskólanum. Þar var ég með kennara sem heitir Hrönn Traustadóttir sem var svo klár í teikningu og ég alveg blómstraði hjá henni.“ Villi hefur verið mjög listrænt í gegnum árin og til að mynda graffað töluvert. Bónorð hans til eiginkonunnar var til að mynda nokkuð frumlegt. „Ég bað konuna um að giftast með því að graffa á vegg, viltu giftast mér,“ segir Villi en þegar hert samkomubann hófst hafði hárgreiðslumaðurinn allt í einu mun meiri tíma en vanalega. „Ég er með einn tveggja ára og einn fimm ára heima og það er bara myndlistarkennsla allan daginn heima. Síðan fæ ég sjálfur tíma til að skapa. Allt í einu í fyrsta skipti í nokkra áratugi er líf mitt dálítið rólegt. Mig hefur alltaf langað að hafa rými fyrir þessa sköpun og það gerðist með þessu samkomubanni.“ Villi vinnur öll sín verk heima við á meðan samkomubannið stendur yfir. Eitt verk er í sérstöku uppáhaldi hjá Villa og kallast það verk Bananas. „Þetta segir sig í raun svolítið sjálft þar sem þú blandar saman bananna og ananas en eftir að hafa verið að teikna þúsund ára styttur og svona þá hugsaði ég að list ætti nú einnig að vera svolítið skemmtileg. Tveggja ára gæinn minn getur ekki fyrir sitt litla líf munað hvort banani sé ananas og ég veit aldrei hvað hann er að biðja um. Bananas myndi einfalda líf mitt til muna.“ Villi hefur verið frá sinni hefðbundnu vinnu í þrjár vikur og nýtir tímann til að skapa list. „Ég hef náð að teikna sjö verk á þessum þremur vikum og þetta gengur mjög vel,“ segir Vill sem stofnaði á dögunum Facebook-síðu þar sem hægt er að fylgjast með honum og hans verkum og einnig er hægt að fylgja honum á Instagram. Villi ákvað halda stafræna listasýningunni á dögunum og kallaði hann hana Stei Seif. Hann hefur verið að teikna nokkur þekkt andlit undanfarið og sjá má þau hér að neðan. „Ég hef verið hvetja fólk í kringum mig að núna sé tímapunkturinn til að vera skapa eins og brjálæðingar. Svona ástand kemur ekki oft og það að hafa þennan aukatíma, þá er gott að nýta hann í eitthvað uppbyggilegt.“ Villi stefnir einnig að því að framleiða boli með þekktri hauskúpumynd sem hann teiknaði á sínum tíma. View this post on Instagram A post shared by @villi_jons on Apr 8, 2020 at 5:33pm PDT View this post on Instagram A post shared by @villi_jons on Apr 14, 2020 at 4:05am PDT
Menning Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Myndlist Samkomubann á Íslandi Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira