Trump segir völd sín vera „alger“ þegar kemur að afléttingu takmarkana Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2020 06:49 Donald Trump Bandaríkjaforseti á fréttamannafundinum í gær. AP Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. Trump lét orðin falla á stormasömum fréttamannafundi í gær þar sem hann átti á köflum í deilum við fréttamenn. „Forseti Bandaríkjanna er sá sem ræður,“ sagði Trump. Orð hans stangast á við túlkanir bæði ríkisstjóra og fjölda lögfræðinga, en stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um að það sé á verksviði einstakra ríkja að tryggja allsherjarreglu og öryggi borgaranna. Tíu ríki á austur- og vesturströndum Bandaríkjunum hafa tilkynnt að undurbúningur við að aflétta takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sé hafinn. Alls hafa rúmlega 682 þúsund kórónuveirusmit verið skráð í Bandaríkjunum og eru dauðsföll sem rakin eru til Covid-19 nú 23.608. Trump og stjórn hans hafa áður greint frá því að miðað sé við 1. maí sem mögulega dagsetningu til að aflétta þeim takmörkunum sem settar hafa verið. Því hefur verið beint til Bandaríkjamanna að forðast veitingastaði og ferðalög sem ekki teljast nauðsynleg. Þá miðast samkomubann við tíu manns eða fleiri. Þegar forsetinn var spurður hvort að forseti hefði völd til að hunsa tilmæli einstakra ríkja sagði hann: „Þegar maður er forseti Bandaríkjanna þá eru völdin alger,“ sagði Trump og sagði ríkisstjóra vita þetta. „Að því sögðu, þá ætlum við að vinna með ríkjunum.“ Trump sagði ennfremur að „fjöldi ákvæða“ í stjórnarskránni veittu forsetanum slík völd, án þess þó að vísa til hvaða ákvæða um ræðir. Fljótir að bregðast við Ríkisstjórar, bæði úr röðum Reúblikana og Demókrata, brugðust í gær við orðum forsetans með því að segja að þeir myndi ekki láta undan þrýstingi og aflétta höft, áður en þeir telja slíkt öruggt. Þannig sagði Chris Sununu, Repúblikani og ríkisstjóri New Hampshire, að það væri á könnu einstakra ríkja að gefa út umræddar tilskipanir og því væri það líka á þeirra könnu að aflétta þeim. Gretchen Whitmer, Demókrati og ríkisstjóri Michigan, sagði að bandarískt samfélag yrði ekki opnað á ný í gegnum Twitter, heldur væri það á valdsviði einstakra ríkja. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Donald Trump segir völd sín sem Bandaríkjaforseti vera „alger“ þegar kemur að afléttingu þeirra takmarkana sem hafa verið settar á bandarískan almenning og atvinnulíf vegna faraldurs kórónuveirunnar. Trump lét orðin falla á stormasömum fréttamannafundi í gær þar sem hann átti á köflum í deilum við fréttamenn. „Forseti Bandaríkjanna er sá sem ræður,“ sagði Trump. Orð hans stangast á við túlkanir bæði ríkisstjóra og fjölda lögfræðinga, en stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um að það sé á verksviði einstakra ríkja að tryggja allsherjarreglu og öryggi borgaranna. Tíu ríki á austur- og vesturströndum Bandaríkjunum hafa tilkynnt að undurbúningur við að aflétta takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sé hafinn. Alls hafa rúmlega 682 þúsund kórónuveirusmit verið skráð í Bandaríkjunum og eru dauðsföll sem rakin eru til Covid-19 nú 23.608. Trump og stjórn hans hafa áður greint frá því að miðað sé við 1. maí sem mögulega dagsetningu til að aflétta þeim takmörkunum sem settar hafa verið. Því hefur verið beint til Bandaríkjamanna að forðast veitingastaði og ferðalög sem ekki teljast nauðsynleg. Þá miðast samkomubann við tíu manns eða fleiri. Þegar forsetinn var spurður hvort að forseti hefði völd til að hunsa tilmæli einstakra ríkja sagði hann: „Þegar maður er forseti Bandaríkjanna þá eru völdin alger,“ sagði Trump og sagði ríkisstjóra vita þetta. „Að því sögðu, þá ætlum við að vinna með ríkjunum.“ Trump sagði ennfremur að „fjöldi ákvæða“ í stjórnarskránni veittu forsetanum slík völd, án þess þó að vísa til hvaða ákvæða um ræðir. Fljótir að bregðast við Ríkisstjórar, bæði úr röðum Reúblikana og Demókrata, brugðust í gær við orðum forsetans með því að segja að þeir myndi ekki láta undan þrýstingi og aflétta höft, áður en þeir telja slíkt öruggt. Þannig sagði Chris Sununu, Repúblikani og ríkisstjóri New Hampshire, að það væri á könnu einstakra ríkja að gefa út umræddar tilskipanir og því væri það líka á þeirra könnu að aflétta þeim. Gretchen Whitmer, Demókrati og ríkisstjóri Michigan, sagði að bandarískt samfélag yrði ekki opnað á ný í gegnum Twitter, heldur væri það á valdsviði einstakra ríkja.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira