Innlent

Þrjú handtekin grunuð um frelsissviptingu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglubíll á Hverfisgötu.
Lögreglubíll á Hverfisgötu. Vísir/Vilhelm

Þrjú voru handtekin í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti nóttina sem leið, grunuð um frelsissviptingu, brot á vopnalögum og vörslu fíkniefna. Fólkið var vistað í fangageymslu lögreglu fyrir frekari rannsókn málsins. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Þá hafði lögreglan afskipti af manni við nýbyggingu í Hafnarfirði, en sá var grunaður um húsbrot.

Eins stöðvaði lögreglan 17 ára ökumann í Grafarholti, grunaðan um hótanir og akstur undir áhrifum fíkniefna. Það mál er unnið með aðkomu móður viðkomandi og Barnavernd.

Í Grafarholti stöðvaði lögregla annan ökumann, sem einnig var grunaður um akstur undir áhrifum. Sá fór ekki að fyrirmælum lögreglu og beit lögreglumann þegar afskipti voru höfð af honum. Hann var vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn máls síns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×