,,Í djúpi andans duldir kraftar bíða“ Þorsteinn Sæmundsson skrifar 12. apríl 2020 16:07 Þessi fjórða grein mín um tækifæri að loknum faraldri fjallar um ferðaþjónustu. Ævintýralegur vöxtur ferðaþjónustunnar var okkur mikil efnahagsleg búbót eftir fyrra hrunið og líklegt er að hún verði sú grein sem harðast verður úti vegna farsóttarinnar sem nú geysar. Á það jafnt við um flutningafyrirtæki á landi og í lofti svo og hótel og veitingastaði. Reikna má með því að fjöldi fyrirtækja leggi upp laupana miðað við núverandi ástand og horfur. Ekkert liggur ekki fyrir um hvort stjórnvöld muni leggja þessum fyrirtækjum lið umfram það sem þegar hefur verið kynnt og hrekkur hvergi til Ljóst er að allflest fyrirtæki í greininni verða án tekna fram í júní að minnsta kosti. Tekjur sem þá myndast verði veiran gengin yfir munu fyrsta kastið eingöngu verða af íslenskum viðskiptavinum. Brýnt er við þessar aðstæður að bankar og fjármálafyrirtæki sem kunna að eignast eða yfirtaka fyrirtæki í greininni reki þau ekki áfram í ójafnri samkeppni við aðra viðskiptavini sína líkt og gerðist í kjölfar bankahrunsins. Einnig er mjög brýnt að rekstraraðilum verði tryggður nægur aðgangur að fé bæði að láni og með beinum styrkjum til þess að hjálp þeim sem lifað gætu af. Ýmis merki eru uppi um að sá hluti gistiframboðs sem hefur lifað utan skatta og skyldna sé á undanhaldi. Það er vel og mun hjálpa þeim sem hafa rekið fyrirtæki sín í samræmi við lög og reglur þegar fram í sækir. Eins og meðal annars hefur komið fram í orðum sóttvarnalæknis og fleiri er alls óvíst hvenær erlendir ferðalangar leggjast aftur í ferðalög og einnig þurfum við Íslendingar að sýna aðgát til að koma í veg fyrir að veiran verði borin aftur inn i landið. Það er víst að ferðalög til og frá landinu hefjast ekki að marki fyrr en mjög líður á árið og jafnvel ekki fyrr en á næsta ári. Tímann sem nú gefst þegar fáir eru á ferli þurfa stjórnvöld að nota til uppbyggingar á ferðamannastöðum svo þeir verði betur búnir þegar ferðamönnum fjölgar á ný. Rauðmerkt svæði eru allmörg og þar þarf að taka til hendinni. Hér er um að ræða mannfrekar framkvæmdir eins og við lagningu nýrra göngustíga og lagfæringu gamalla. Auknar merkingar uppsetningu fleiri salerna og svo mætti lengi telja. Sérstaklega skal bent á nauðsynlega uppbyggingu á jörðinni Felli við Jökulsárlón. Nú er kjörið tækifæri til að leggja Vatnajökulsþjóðgarði til nægjanlegt fé til að ljúka þar framkvæmdum hið fyrsta. Fyrirhugað markaðsátak þarf að vanda mjög vel og beina fyrst og fremst að svokölluðum betur borgandi ferðamönnum svo sem ráðstefnugestum. Það er næsta víst að eftir faraldurinn munu ráðstefnuhaldarar beina sjónum sínum að svæðum sem ekki eru þéttbýl og þar eigum við Íslendingar mikla möguleika. Víðs vegar um landið er hægt að halda minni hvataviðburði og fundi svo og stórar ráðstefnur hér í höfuðborginni. Ekki má gleyma menningarferðamennsku þar sem við höfum margt fram að færa. Sinfóníuhljómsveit á heimsmælikvarða úrvals Óperu að ógleymdum öllum nýju tónlistarmönnunum og konunum sem vinna ný lönd á hverjum degi nánast. Sagnaarfurinn og myndlistarsköpunin ný og eldri eru einnig segull fyrir forvitna ferðalanga. Mikil tækifæri fylgja einnig íslenskri matreiðslu úr úrvals íslenskum hráefnum. Nú þarf að bjóða stuttar ferðir til landsins hvort sem er til höfuðborgar eða landsbyggðar þar sem matargerð er í aðalhlutverki. Stórátak hefur verið unnið í menntun matreiðslu og framreiðslufólks og er viðvarandi. Árangur kokkalandsliðsins og einstakra matreiðslu og framreiðslumanna vekur verðskuldaða athygli víða. Við þurfum einnig að huga vel að afþreyingarferðamennsku utan háannar svo sem ferðamennsku tengda vetraríþróttum ýmis konar og ferðalög inn á hálendið. Nýlegir atburðir í ferðalögum í óbyggðum hvetja okkur til varfærni og varúðar í því efni. Möguleikar og tækifæri ferðaþjónustunnar eru óteljandi en fyrst þurfum við að tryggja að fyrirtæki í ferðaþjónustu lifi núverandi ástand af. Ríkisstjórnin þarf að stíga fram af meiri myndugleika en hún hefur sýnt til þessa. Miðflokkurinn mun sem fyrr styðja góðar tillögur og leggja gott til málanna. Þorsteinn Sæmundsson,þingmaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi fjórða grein mín um tækifæri að loknum faraldri fjallar um ferðaþjónustu. Ævintýralegur vöxtur ferðaþjónustunnar var okkur mikil efnahagsleg búbót eftir fyrra hrunið og líklegt er að hún verði sú grein sem harðast verður úti vegna farsóttarinnar sem nú geysar. Á það jafnt við um flutningafyrirtæki á landi og í lofti svo og hótel og veitingastaði. Reikna má með því að fjöldi fyrirtækja leggi upp laupana miðað við núverandi ástand og horfur. Ekkert liggur ekki fyrir um hvort stjórnvöld muni leggja þessum fyrirtækjum lið umfram það sem þegar hefur verið kynnt og hrekkur hvergi til Ljóst er að allflest fyrirtæki í greininni verða án tekna fram í júní að minnsta kosti. Tekjur sem þá myndast verði veiran gengin yfir munu fyrsta kastið eingöngu verða af íslenskum viðskiptavinum. Brýnt er við þessar aðstæður að bankar og fjármálafyrirtæki sem kunna að eignast eða yfirtaka fyrirtæki í greininni reki þau ekki áfram í ójafnri samkeppni við aðra viðskiptavini sína líkt og gerðist í kjölfar bankahrunsins. Einnig er mjög brýnt að rekstraraðilum verði tryggður nægur aðgangur að fé bæði að láni og með beinum styrkjum til þess að hjálp þeim sem lifað gætu af. Ýmis merki eru uppi um að sá hluti gistiframboðs sem hefur lifað utan skatta og skyldna sé á undanhaldi. Það er vel og mun hjálpa þeim sem hafa rekið fyrirtæki sín í samræmi við lög og reglur þegar fram í sækir. Eins og meðal annars hefur komið fram í orðum sóttvarnalæknis og fleiri er alls óvíst hvenær erlendir ferðalangar leggjast aftur í ferðalög og einnig þurfum við Íslendingar að sýna aðgát til að koma í veg fyrir að veiran verði borin aftur inn i landið. Það er víst að ferðalög til og frá landinu hefjast ekki að marki fyrr en mjög líður á árið og jafnvel ekki fyrr en á næsta ári. Tímann sem nú gefst þegar fáir eru á ferli þurfa stjórnvöld að nota til uppbyggingar á ferðamannastöðum svo þeir verði betur búnir þegar ferðamönnum fjölgar á ný. Rauðmerkt svæði eru allmörg og þar þarf að taka til hendinni. Hér er um að ræða mannfrekar framkvæmdir eins og við lagningu nýrra göngustíga og lagfæringu gamalla. Auknar merkingar uppsetningu fleiri salerna og svo mætti lengi telja. Sérstaklega skal bent á nauðsynlega uppbyggingu á jörðinni Felli við Jökulsárlón. Nú er kjörið tækifæri til að leggja Vatnajökulsþjóðgarði til nægjanlegt fé til að ljúka þar framkvæmdum hið fyrsta. Fyrirhugað markaðsátak þarf að vanda mjög vel og beina fyrst og fremst að svokölluðum betur borgandi ferðamönnum svo sem ráðstefnugestum. Það er næsta víst að eftir faraldurinn munu ráðstefnuhaldarar beina sjónum sínum að svæðum sem ekki eru þéttbýl og þar eigum við Íslendingar mikla möguleika. Víðs vegar um landið er hægt að halda minni hvataviðburði og fundi svo og stórar ráðstefnur hér í höfuðborginni. Ekki má gleyma menningarferðamennsku þar sem við höfum margt fram að færa. Sinfóníuhljómsveit á heimsmælikvarða úrvals Óperu að ógleymdum öllum nýju tónlistarmönnunum og konunum sem vinna ný lönd á hverjum degi nánast. Sagnaarfurinn og myndlistarsköpunin ný og eldri eru einnig segull fyrir forvitna ferðalanga. Mikil tækifæri fylgja einnig íslenskri matreiðslu úr úrvals íslenskum hráefnum. Nú þarf að bjóða stuttar ferðir til landsins hvort sem er til höfuðborgar eða landsbyggðar þar sem matargerð er í aðalhlutverki. Stórátak hefur verið unnið í menntun matreiðslu og framreiðslufólks og er viðvarandi. Árangur kokkalandsliðsins og einstakra matreiðslu og framreiðslumanna vekur verðskuldaða athygli víða. Við þurfum einnig að huga vel að afþreyingarferðamennsku utan háannar svo sem ferðamennsku tengda vetraríþróttum ýmis konar og ferðalög inn á hálendið. Nýlegir atburðir í ferðalögum í óbyggðum hvetja okkur til varfærni og varúðar í því efni. Möguleikar og tækifæri ferðaþjónustunnar eru óteljandi en fyrst þurfum við að tryggja að fyrirtæki í ferðaþjónustu lifi núverandi ástand af. Ríkisstjórnin þarf að stíga fram af meiri myndugleika en hún hefur sýnt til þessa. Miðflokkurinn mun sem fyrr styðja góðar tillögur og leggja gott til málanna. Þorsteinn Sæmundsson,þingmaður Miðflokksins
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun