Formaður KSÍ reiknar með frekari frestun á Íslandsmótum í knattspyrnu Arnar Geir Halldórsson skrifar 12. apríl 2020 12:00 Guðni Bergsson, formaður KSÍ. mynd/ksí Líklegt þykir að Íslandsmótum í knattspyrnu verði frestað enn frekar en reikna má með tilkynningu þess efnis frá KSÍ um miðja viku. Eins og kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á blaðamannafundi almannavarna í gær mun samkomubanni vera aflétt í hægum skrefum auk þess sem takmarkanir verði á stórum samkomum í sumar. Vísir hafði samband við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, eins og greint var frá í gær. Þar kom fram að sambandið myndi funda með almannavörnum í vikunni. Í samtali við Morgunblaðið sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, að allar líkur væru á því að mótum KSÍ yrði frestað frekar en stefnt hafði verið að því að byrja um miðjan maí. „Jú við erum að horfa á að því verði frestað lengur en fram í miðjan maí. Það er næsta víst eins og Bjarni Fel segir. Ég sé fram á frekari frestun,“ segir Guðni. Forseti alþjóða knattspyrnusambandsins FIFA, ítrekaði tilmæli til aðildarfélaga sinna í ávarpi á föstudag en í máli hans kom fram að það væri fullkomlega óábyrgt að þröngva af stað deildarkeppnum í fótbolta of snemma með tilliti til útbreiðslu kórónaveirufaraldursins. „Auðvitað vonast ég til að við getum haldið mótið í sumar, bæði í yngri flokkum og í meistaraflokkum. Það er kannski ekki tímabært að tjá sig um það núna. Við fáum betri mynd af þessu á fundi með yfirvöldum í næstu viku. Þá vitum við meira varðandi afléttingu samkomubannsins og það skýrir okkar stöðu hvað framhaldið varðar, bæði með æfingar og keppni,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir KSÍ fundar með almannavörnum í vikunni: Margar sviðsmyndir á borðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá því í dag á 42. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar að aflétting aðgerða verða í skrefum. Klarta Bjartmartz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að sambandið muni funda með almannavörnum í vikunni um knattspyrnutímabilið 2020. 11. apríl 2020 18:00 Forseti FIFA leggur áherslu á að fótboltasamfélagið fari sér hægt Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA beinir þeim tilmælum til aðildarfélaga sinna að fara ekki af stað með fótboltadeildir um víða veröld fyrr en það er fullkomlega öruggt. 11. apríl 2020 13:09 Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Líklegt þykir að Íslandsmótum í knattspyrnu verði frestað enn frekar en reikna má með tilkynningu þess efnis frá KSÍ um miðja viku. Eins og kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á blaðamannafundi almannavarna í gær mun samkomubanni vera aflétt í hægum skrefum auk þess sem takmarkanir verði á stórum samkomum í sumar. Vísir hafði samband við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ, eins og greint var frá í gær. Þar kom fram að sambandið myndi funda með almannavörnum í vikunni. Í samtali við Morgunblaðið sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, að allar líkur væru á því að mótum KSÍ yrði frestað frekar en stefnt hafði verið að því að byrja um miðjan maí. „Jú við erum að horfa á að því verði frestað lengur en fram í miðjan maí. Það er næsta víst eins og Bjarni Fel segir. Ég sé fram á frekari frestun,“ segir Guðni. Forseti alþjóða knattspyrnusambandsins FIFA, ítrekaði tilmæli til aðildarfélaga sinna í ávarpi á föstudag en í máli hans kom fram að það væri fullkomlega óábyrgt að þröngva af stað deildarkeppnum í fótbolta of snemma með tilliti til útbreiðslu kórónaveirufaraldursins. „Auðvitað vonast ég til að við getum haldið mótið í sumar, bæði í yngri flokkum og í meistaraflokkum. Það er kannski ekki tímabært að tjá sig um það núna. Við fáum betri mynd af þessu á fundi með yfirvöldum í næstu viku. Þá vitum við meira varðandi afléttingu samkomubannsins og það skýrir okkar stöðu hvað framhaldið varðar, bæði með æfingar og keppni,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir KSÍ fundar með almannavörnum í vikunni: Margar sviðsmyndir á borðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá því í dag á 42. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar að aflétting aðgerða verða í skrefum. Klarta Bjartmartz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að sambandið muni funda með almannavörnum í vikunni um knattspyrnutímabilið 2020. 11. apríl 2020 18:00 Forseti FIFA leggur áherslu á að fótboltasamfélagið fari sér hægt Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA beinir þeim tilmælum til aðildarfélaga sinna að fara ekki af stað með fótboltadeildir um víða veröld fyrr en það er fullkomlega öruggt. 11. apríl 2020 13:09 Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
KSÍ fundar með almannavörnum í vikunni: Margar sviðsmyndir á borðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá því í dag á 42. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar að aflétting aðgerða verða í skrefum. Klarta Bjartmartz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að sambandið muni funda með almannavörnum í vikunni um knattspyrnutímabilið 2020. 11. apríl 2020 18:00
Forseti FIFA leggur áherslu á að fótboltasamfélagið fari sér hægt Alþjóða knattspyrnusambandið FIFA beinir þeim tilmælum til aðildarfélaga sinna að fara ekki af stað með fótboltadeildir um víða veröld fyrr en það er fullkomlega öruggt. 11. apríl 2020 13:09