Innlent

Sólgleraugum stolið í innbroti í miðbænum

Andri Eysteinsson skrifar
Einhverju magni af sólgleraugum var stolið í gærkvöld.
Einhverju magni af sólgleraugum var stolið í gærkvöld. Unsplash/Dmitry MIshin

Lögreglan tekur sér ekki frí yfir páskahátíðina og var þó nokkrum útköllum sinnt í nótt og í gærkvöld. Bifreiðar voru stöðvaðar vegna hraðaksturs og gruns um ölvunarakstur en skömmu fyrir miðnætti barst lögreglu tilkynning um innbrot í miðbæ Reykjavíkur.

Höfðu óprúttnir aðilar þá brotist inn í gleraugnaverslun í miðbænum og þar stolið „einhverju magni af sólgleraugum.“

Skömmu eftir klukkan ellefu í gærkvöldi barst tilkynning um líkamsárás í Hafnarfirði. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu en fórnarlambið var fluttur á bráðadeild og er talinn nefbrotinn.

Þá voru afskipti höfð af óvelkomnum aðilum í íbúð í Árbænum. Var fólkið í annarlegu ástandi og hafa tveir verið kærðir fyrir vörslu fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×