„Hlýðum Víði, þetta er dauðans alvara“ Eiður Þór Árnason skrifar 8. apríl 2020 13:28 A7 stofugangur í miðjum faraldri. Landspítali/Þorkell Eyjamaðurinn Arnar Richardsson sýktist af kórónuveirunni og var fluttur í skyndi á Landspítalann þegar hann greindist með lungnabólgu. Hann er nú á batavegi og beinir þeim skilaboðum til fólks að hlusta á tilmæli yfirvalda. Að sögn Arnars var hann búinn að vera grunlaus með einkenni sjúkdómsins í um tíu daga þegar hann loks greindist þann 22. mars síðastliðinn. „Ég er með Astma og í fyrstu var þetta bara hefðbundin hósti eins og ég er vanur að fá en 20. mars fór þetta versnandi,“ segir Arnar í Facebook-færslu þar sem hann greinir frá reynslu sinni. Eftir það varð hann töluvert veikur í sex daga með mikinn hita, mæði, mjög mikinn hósta og var algjörlega máttlaus. „Ég átti erfitt með það eitt að tala og best var að liggja útaf, þegja og reyna að sofa þetta úr sér.“ Ferða- og einangrunarhjúpur kemur í veg fyrir að Covid-19 smitaður einstaklingur smiti út frá sér þegar hann er fluttur á milli staða.VÍSIR/EINAR Á Fluttur til Reykjavíkur í einangrunarhjúp Þann 30. mars fór Arnar svo á sjúkrahús þegar hann vaknaði andstuttur og með mikla mæði. Þar voru teknar lungnamyndir sem sýndu greinilegar bólgur í báðum lungum og var hann í framhaldinu sendur með sjúkraflugi á Landspítalann. Þangað var hann fluttur í sérstökum einangrunarhjúp til þess að koma í veg fyrir að hann myndi smita sjúkraflutningamenn eða heilbrigðisstarfsfólk á meðan flutningnum stóð. „Að liggja inn á Landspítalanum á deild A7 er lífsreynsla sem maður gleymir seint. Starfsfólk þar er ekki öfundsvert að vinna í þessum aðstæðum og í öllum þessum hlífðarfatnaði.“ Þar fann Arnar greinilega fyrir því að öndunaræfingar sem væru alla jafna auðveldar viðureignar voru núna mjög erfiðar viðfangs. Arnar er kominn aftur til Eyja. Vísir/vilhelm Þakklátur heilbrigðisstarfsfólki „Eftir dvölina á A7 er mér efst í huga kærleikurinn og hugulsemin hjá sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Þetta fólk er einstakt, að það skuli leggja sig í hættu við það eitt að þér líði betur er ómetanlegt og hreinlega ólýsanlegt.“ Í gær var Arnar svo fluttur aftur til Vestmannaeyja og segir að heilsan sé öll að koma til. Hann vonast til þess að verða orðinn fullfrískur eftir eina til tvær vikur. Hann endar frásögn sína á skýrum skilaboðum til almennings. „PS. Hlýðum Víði, þetta er dauðans alvara.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. 7. apríl 2020 21:30 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Sjá meira
Eyjamaðurinn Arnar Richardsson sýktist af kórónuveirunni og var fluttur í skyndi á Landspítalann þegar hann greindist með lungnabólgu. Hann er nú á batavegi og beinir þeim skilaboðum til fólks að hlusta á tilmæli yfirvalda. Að sögn Arnars var hann búinn að vera grunlaus með einkenni sjúkdómsins í um tíu daga þegar hann loks greindist þann 22. mars síðastliðinn. „Ég er með Astma og í fyrstu var þetta bara hefðbundin hósti eins og ég er vanur að fá en 20. mars fór þetta versnandi,“ segir Arnar í Facebook-færslu þar sem hann greinir frá reynslu sinni. Eftir það varð hann töluvert veikur í sex daga með mikinn hita, mæði, mjög mikinn hósta og var algjörlega máttlaus. „Ég átti erfitt með það eitt að tala og best var að liggja útaf, þegja og reyna að sofa þetta úr sér.“ Ferða- og einangrunarhjúpur kemur í veg fyrir að Covid-19 smitaður einstaklingur smiti út frá sér þegar hann er fluttur á milli staða.VÍSIR/EINAR Á Fluttur til Reykjavíkur í einangrunarhjúp Þann 30. mars fór Arnar svo á sjúkrahús þegar hann vaknaði andstuttur og með mikla mæði. Þar voru teknar lungnamyndir sem sýndu greinilegar bólgur í báðum lungum og var hann í framhaldinu sendur með sjúkraflugi á Landspítalann. Þangað var hann fluttur í sérstökum einangrunarhjúp til þess að koma í veg fyrir að hann myndi smita sjúkraflutningamenn eða heilbrigðisstarfsfólk á meðan flutningnum stóð. „Að liggja inn á Landspítalanum á deild A7 er lífsreynsla sem maður gleymir seint. Starfsfólk þar er ekki öfundsvert að vinna í þessum aðstæðum og í öllum þessum hlífðarfatnaði.“ Þar fann Arnar greinilega fyrir því að öndunaræfingar sem væru alla jafna auðveldar viðureignar voru núna mjög erfiðar viðfangs. Arnar er kominn aftur til Eyja. Vísir/vilhelm Þakklátur heilbrigðisstarfsfólki „Eftir dvölina á A7 er mér efst í huga kærleikurinn og hugulsemin hjá sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Þetta fólk er einstakt, að það skuli leggja sig í hættu við það eitt að þér líði betur er ómetanlegt og hreinlega ólýsanlegt.“ Í gær var Arnar svo fluttur aftur til Vestmannaeyja og segir að heilsan sé öll að koma til. Hann vonast til þess að verða orðinn fullfrískur eftir eina til tvær vikur. Hann endar frásögn sína á skýrum skilaboðum til almennings. „PS. Hlýðum Víði, þetta er dauðans alvara.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Vestmannaeyjar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. 7. apríl 2020 21:30 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Sjá meira
Framleiddu íslenska hönnun á einangrunarhjúp á fjórum dögum Stoðtækjafyrirtækið Össur hefur framleitt fyrir Landspítalann fimm ferða- og einangrunarhjúpa vegna kórónuveirufaraldursins. Hjúpurinn kemur í veg fyrir smit þegar fólk er flutt á milli staða. 7. apríl 2020 21:30