Aðgerðir hins siðaða samfélags Drífa Snædal skrifar 8. apríl 2020 12:15 Það er ekki síst á tímum erfiðleika sem við finnum fyrir baklandi okkar og metum styrk þess. Hvort sem það er fjölskylda, vinir, vinnufélagar eða þau kerfi sem við höfum byggt upp. Á Íslandi njótum við þess að hafa byggt upp öflugt heilbrigðis- og almannavarnakerfi. Við sjáum líka hversu mikið við eigum undir þeim einstaklingum sem þar starfa og eiga skilið djúpa virðingu okkar og þakklæti. Aðrar grunnstoðir samfélagsins skipta líka miklu máli. Til að mynda þegar fólk óttast um afkomu sína því við erum sannanlega ekki öll á sama báti þegar kemur að möguleikum okkar til framfærslu. Ein stærsta og besta aðgerð sem hægt var að grípa til í samdrættinum er hlutastarfaúrræðið sem verkalýðshreyfingin lagði mikla áherslu á, til viðbótar við lögin sem tryggja fólki laun í sóttkví. Verkalýðshreyfingin hefur miklar áhyggjur af ýmsum hópum sem virðast falla á milli skips og bryggju í þessum úrræðum og höfum lagt til lausnir á því. Þar ber til dæmis að nefna leiðsögumenn sem eru einungis á launaskrá þegar ferðir eru á dagskrá og eru því tekjulausir um þessar mundir. Lausráðið tímafólk í ferðaþjónustu lendir í því sama. Fólk sem hefur nýlokið námi eða er að koma úr fæðingarorlofi án þess að vera með vinnu er líka hluti af þessum hópi. Það er skylda stjórnvalda að grípa þetta fólk ekki síður en aðra. Nú þegar í harðbakkann slær kemur vel í ljós hvað það er gríðarlega mikilvægt að vera í launuðu starfi, með ráðningarsamning og skilgreindan vinnutíma. Til framtíðar mun verkalýðshreyfingin berjast enn harðar gegn öllum lausbeisluðum ráðningarsamböndum þar sem fólk nýtur ekki þeirrar verndar og tryggingar sem kjarasamningar veita. Undanfarnar vikur hefur verið rætt hvort launafólk eigi að taka á sig enn frekari kjaraskerðingar til að bjarga fyrirtækjum. Innan ASÍ hefur verið fjallað um ýmsar tillögur með það að markmiði að axla ábyrgð á erfiðum tímum en standa vörð um kjör og réttindi launafólks bæði nú og til framtíðar. Eftir því sem tíminn líður verð ég og flestir félagar mínir enn sannfærðari um að nú sé ekki tími til að gefa eftir. Hvorki af launum né réttindum. Fyrirtæki standa misvel. Mörg hafa átt góða tíma síðustu ár og eigendur hafa notið hárra arðgreiðslna. Önnur hafa barist í bökkum og verða núna fyrir algjöru tekjufalli. Einhver fyrirtæki geta dregið tímabundið saman seglin og önnur munu auka við framleiðslu sína. Tími aðgerða án tillits til stöðu einstaklinga og fyrirtækja er liðinn og nú þarf að sníða úrræðin þannig að þau þjóni okkur öllum til langs tíma. Það verður ekki liðið að fyrirtæki sæki í skjól ríkisins til að maka krókinn á meðan heimili og einstaklingar sitja uppi með kostnaðinn af efnahagsþrengingunum. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að stuðningur við fyrirtæki sé skilyrtur. Í fyrsta lagi við að þau þurfi raunverulega á stuðningi að halda og í öðru lagi að þau afsali sér arðgreiðslum. Það er líka sjálfsögð krafa til framtíðar að fyrirtæki hafi borð fyrir báru áður en til arðgreiðslna kemur. Geti til dæmis borið launakostnað í sex mánuði. Mörg lönd greiða það nú dýru verði að hafa holað heilbrigðiskerfi sitt að innan. Þau samfélög sem hafa treyst á að frjálshyggjan leysi allan vanda gjalda nú fyrir það með mannslífum. Sterk opinber kerfi sem greitt er fyrir úr sameiginlegum sjóðum og allir hafa aðgang að, eru þau kerfi sem best geta tekist á við Covid-19. Við eigum að greiða skatta með bros á vör og líða engum að hlaupa með verðmæti í skattaskjól. Auðlindirnar þurfa að nýtast okkur öllum. Það er aldrei mikilvægara en einmitt nú. Í öllum kreppum og krísum reyna fjármagnseigendur að finna tækifæri til að auðgast frekar á kostnað almennings. Við sjáum það núna þegar fyrirtæki sem framleiða lífsnauðsynlegan heilbrigðisbúnað láta samfélög í miklum vanda bjóða í öndunarvélar. Ógeðfeldara verður það varla. Svar hins siðaða samfélags hlýtur að vera að treysta sameiginlega innviði og sækja fjármagnið fyrir þeim til þeirra sem eru aflögufærir. Þannig stenst samfélagið þessa prófraun. Njótið páskanna heima, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Drífa Snædal Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki síst á tímum erfiðleika sem við finnum fyrir baklandi okkar og metum styrk þess. Hvort sem það er fjölskylda, vinir, vinnufélagar eða þau kerfi sem við höfum byggt upp. Á Íslandi njótum við þess að hafa byggt upp öflugt heilbrigðis- og almannavarnakerfi. Við sjáum líka hversu mikið við eigum undir þeim einstaklingum sem þar starfa og eiga skilið djúpa virðingu okkar og þakklæti. Aðrar grunnstoðir samfélagsins skipta líka miklu máli. Til að mynda þegar fólk óttast um afkomu sína því við erum sannanlega ekki öll á sama báti þegar kemur að möguleikum okkar til framfærslu. Ein stærsta og besta aðgerð sem hægt var að grípa til í samdrættinum er hlutastarfaúrræðið sem verkalýðshreyfingin lagði mikla áherslu á, til viðbótar við lögin sem tryggja fólki laun í sóttkví. Verkalýðshreyfingin hefur miklar áhyggjur af ýmsum hópum sem virðast falla á milli skips og bryggju í þessum úrræðum og höfum lagt til lausnir á því. Þar ber til dæmis að nefna leiðsögumenn sem eru einungis á launaskrá þegar ferðir eru á dagskrá og eru því tekjulausir um þessar mundir. Lausráðið tímafólk í ferðaþjónustu lendir í því sama. Fólk sem hefur nýlokið námi eða er að koma úr fæðingarorlofi án þess að vera með vinnu er líka hluti af þessum hópi. Það er skylda stjórnvalda að grípa þetta fólk ekki síður en aðra. Nú þegar í harðbakkann slær kemur vel í ljós hvað það er gríðarlega mikilvægt að vera í launuðu starfi, með ráðningarsamning og skilgreindan vinnutíma. Til framtíðar mun verkalýðshreyfingin berjast enn harðar gegn öllum lausbeisluðum ráðningarsamböndum þar sem fólk nýtur ekki þeirrar verndar og tryggingar sem kjarasamningar veita. Undanfarnar vikur hefur verið rætt hvort launafólk eigi að taka á sig enn frekari kjaraskerðingar til að bjarga fyrirtækjum. Innan ASÍ hefur verið fjallað um ýmsar tillögur með það að markmiði að axla ábyrgð á erfiðum tímum en standa vörð um kjör og réttindi launafólks bæði nú og til framtíðar. Eftir því sem tíminn líður verð ég og flestir félagar mínir enn sannfærðari um að nú sé ekki tími til að gefa eftir. Hvorki af launum né réttindum. Fyrirtæki standa misvel. Mörg hafa átt góða tíma síðustu ár og eigendur hafa notið hárra arðgreiðslna. Önnur hafa barist í bökkum og verða núna fyrir algjöru tekjufalli. Einhver fyrirtæki geta dregið tímabundið saman seglin og önnur munu auka við framleiðslu sína. Tími aðgerða án tillits til stöðu einstaklinga og fyrirtækja er liðinn og nú þarf að sníða úrræðin þannig að þau þjóni okkur öllum til langs tíma. Það verður ekki liðið að fyrirtæki sæki í skjól ríkisins til að maka krókinn á meðan heimili og einstaklingar sitja uppi með kostnaðinn af efnahagsþrengingunum. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að stuðningur við fyrirtæki sé skilyrtur. Í fyrsta lagi við að þau þurfi raunverulega á stuðningi að halda og í öðru lagi að þau afsali sér arðgreiðslum. Það er líka sjálfsögð krafa til framtíðar að fyrirtæki hafi borð fyrir báru áður en til arðgreiðslna kemur. Geti til dæmis borið launakostnað í sex mánuði. Mörg lönd greiða það nú dýru verði að hafa holað heilbrigðiskerfi sitt að innan. Þau samfélög sem hafa treyst á að frjálshyggjan leysi allan vanda gjalda nú fyrir það með mannslífum. Sterk opinber kerfi sem greitt er fyrir úr sameiginlegum sjóðum og allir hafa aðgang að, eru þau kerfi sem best geta tekist á við Covid-19. Við eigum að greiða skatta með bros á vör og líða engum að hlaupa með verðmæti í skattaskjól. Auðlindirnar þurfa að nýtast okkur öllum. Það er aldrei mikilvægara en einmitt nú. Í öllum kreppum og krísum reyna fjármagnseigendur að finna tækifæri til að auðgast frekar á kostnað almennings. Við sjáum það núna þegar fyrirtæki sem framleiða lífsnauðsynlegan heilbrigðisbúnað láta samfélög í miklum vanda bjóða í öndunarvélar. Ógeðfeldara verður það varla. Svar hins siðaða samfélags hlýtur að vera að treysta sameiginlega innviði og sækja fjármagnið fyrir þeim til þeirra sem eru aflögufærir. Þannig stenst samfélagið þessa prófraun. Njótið páskanna heima, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar