Ísland og enski: David Beckham lagði upp fyrsta íslenska sjálfsmarkið og það á Old Trafford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. apríl 2020 09:00 Hermann Hreiðarsson horfir á eftir boltanum fara í vitlaust mark. Getty/Neal Simpson Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur á næstunni og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska sjálfsmarkinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Mörg stór skref en nokkur þeirra eru samt kannski ekki til færa mönnum skemmtilegar minningar. Eitt af þeim skrefum er til umfjöllunar í dag. Fyrsta sjálfsmarkið hjá íslenskum leikmanni í ensku úrvalsdeildinni skoraði Hermann Hreiðarsson og það leit dagsins ljós 4. október 1997. Fyrstur til að „skora“ á Old Trafford Sjálfsmarkið skoraði hann í leik Manchester United og Crystal Palace á Old Trafford. Hann varð bæði fyrsti Íslendingurinn til að „skora“ á Old Trafford og til að „skora“ fyrir Manchester United. Hermann Hreiðarsson var þarna á sínu fyrsta og eina tímabili Crystal Palace en hann hafði byrjað 1997 sem leikmaður ÍBV og farið til Englands á miðju tímabili á Íslandi. Hermann Hreiðarsson var á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa komið til Crystal Palace frá ÍBV fyrr um sumarið.Getty/Neal Simpson Hermann var á bekknum og kom ekkert við sögu í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins en kom inn á sem varamaður undir lok leiks í 5. umferð og var síðan í fyrsta sinn í byrjunarliðinu á móti Wimbledon 20. september 1997. Crystal Palace vann þar 1-0 sigur og Hermann hélt sæti sínu. Búinn að vinna sér fast sæti í byrjunarliðinu Þegar kom að leiknum á móti Englandsmeisturum Manchester United á Old Trafford 4. október 1997 þá var Hermann búinn að vera í byrjunarliðinu í þremur leikjum í röð. Manchester United komst í 1-0 á 17. mínútu með marki Teddy Sheringham og á 30. mínútu varð Hermanni fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark. David Beckham fékk boltann út á hægri kanti og nægan tíma til að leggja boltann fyrir sig. Hann átti sendingu inn á markteig og þar var Hermann einn og yfirgefinn en enginn sóknarmaður Manchester United nálægur. Hermann ruglaðist hins vegar í ríminu og rendi sér í boltann sem fór af honum óverjandi í bláhornið. Kevin Miller í marki Crystal Palace átti enga möguleika á að verja skotið eins og sjá má hér fyrir neðan. Beckham lagði því upp markið en fékk þó ekki skráða stoðsendingu því enska úrvalsdeildin skráir ekki stoðsendingu fyrir sjálfsmörk. Hermann Hreiðarsson kláraði leikinn og Manchester United liðinu tókst ekki að bæta við mörkum síðasta klukkutíma leiksins. Næsti leikur Hermanns var á Íslandi Hermann hélt líka sæti sínu í byrjunarliði Crystal Palace og í næsta leik á eftir náði liðið markalausu jafntefli á móti verðandi Englandsmeisturum Arsenal. Í millitíðinni fór Hermann hins vegar til Íslands og spilaði allan tímann í vinstri bakverðinum þegar íslenska landsliðið vann 4-0 sigur á Liechtenstein í undankeppni HM á Laugardalsvellinum. Hermann Hreiðarsson getur ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að hafa skorað sjálfsmarkið.Skjámynd/Youtube Hermann skoraði síðan sitt fyrsta mark fyrir Crystal Palace, það er í rétt mark, þremur vikum eftir leikinn á Old Trafford þegar hann skoraði eitt marka liðsins í 3-1 sigri á Sheffield Wednesday á Hillsborough. Hermann kom þá Palace í 1-0 á 27. mínútu leiksins. Hermann Hreiðarsson og félagar í Crystal Palace urðu að sætta sig við fall úr ensku úrvalsdeildinni um vorið og Hermann var síðan seldur til C-deildarliðs Brentford í september 1998. Rúmu ári síðan var Wimbledon búið að kaupa hann og Hermann því aftur kominn í ensku úrvalsdeildina þar sem spilaði síðan meira eða minna frá 1999 til 2010 fyrir utan eitt tímabil með Ipswich Town í b-deildinni. Enski boltinn Einu sinni var... Tengdar fréttir Ísland og enski: Sóðalegt rautt spjald Guðna Bergs reyndist sögulegt Guðni Bergsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að fá reisupassann í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 24 árum síðan. 3. apríl 2020 10:00 Ísland og enska úrvalsdeildin: Fyrsta markið 16. janúar 1993 Þorvaldur Örlygsson var fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 27 árum síðan. 27. mars 2020 10:00 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur á næstunni og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska sjálfsmarkinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Mörg stór skref en nokkur þeirra eru samt kannski ekki til færa mönnum skemmtilegar minningar. Eitt af þeim skrefum er til umfjöllunar í dag. Fyrsta sjálfsmarkið hjá íslenskum leikmanni í ensku úrvalsdeildinni skoraði Hermann Hreiðarsson og það leit dagsins ljós 4. október 1997. Fyrstur til að „skora“ á Old Trafford Sjálfsmarkið skoraði hann í leik Manchester United og Crystal Palace á Old Trafford. Hann varð bæði fyrsti Íslendingurinn til að „skora“ á Old Trafford og til að „skora“ fyrir Manchester United. Hermann Hreiðarsson var þarna á sínu fyrsta og eina tímabili Crystal Palace en hann hafði byrjað 1997 sem leikmaður ÍBV og farið til Englands á miðju tímabili á Íslandi. Hermann Hreiðarsson var á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa komið til Crystal Palace frá ÍBV fyrr um sumarið.Getty/Neal Simpson Hermann var á bekknum og kom ekkert við sögu í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins en kom inn á sem varamaður undir lok leiks í 5. umferð og var síðan í fyrsta sinn í byrjunarliðinu á móti Wimbledon 20. september 1997. Crystal Palace vann þar 1-0 sigur og Hermann hélt sæti sínu. Búinn að vinna sér fast sæti í byrjunarliðinu Þegar kom að leiknum á móti Englandsmeisturum Manchester United á Old Trafford 4. október 1997 þá var Hermann búinn að vera í byrjunarliðinu í þremur leikjum í röð. Manchester United komst í 1-0 á 17. mínútu með marki Teddy Sheringham og á 30. mínútu varð Hermanni fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark. David Beckham fékk boltann út á hægri kanti og nægan tíma til að leggja boltann fyrir sig. Hann átti sendingu inn á markteig og þar var Hermann einn og yfirgefinn en enginn sóknarmaður Manchester United nálægur. Hermann ruglaðist hins vegar í ríminu og rendi sér í boltann sem fór af honum óverjandi í bláhornið. Kevin Miller í marki Crystal Palace átti enga möguleika á að verja skotið eins og sjá má hér fyrir neðan. Beckham lagði því upp markið en fékk þó ekki skráða stoðsendingu því enska úrvalsdeildin skráir ekki stoðsendingu fyrir sjálfsmörk. Hermann Hreiðarsson kláraði leikinn og Manchester United liðinu tókst ekki að bæta við mörkum síðasta klukkutíma leiksins. Næsti leikur Hermanns var á Íslandi Hermann hélt líka sæti sínu í byrjunarliði Crystal Palace og í næsta leik á eftir náði liðið markalausu jafntefli á móti verðandi Englandsmeisturum Arsenal. Í millitíðinni fór Hermann hins vegar til Íslands og spilaði allan tímann í vinstri bakverðinum þegar íslenska landsliðið vann 4-0 sigur á Liechtenstein í undankeppni HM á Laugardalsvellinum. Hermann Hreiðarsson getur ekki leynt vonbrigðum sínum eftir að hafa skorað sjálfsmarkið.Skjámynd/Youtube Hermann skoraði síðan sitt fyrsta mark fyrir Crystal Palace, það er í rétt mark, þremur vikum eftir leikinn á Old Trafford þegar hann skoraði eitt marka liðsins í 3-1 sigri á Sheffield Wednesday á Hillsborough. Hermann kom þá Palace í 1-0 á 27. mínútu leiksins. Hermann Hreiðarsson og félagar í Crystal Palace urðu að sætta sig við fall úr ensku úrvalsdeildinni um vorið og Hermann var síðan seldur til C-deildarliðs Brentford í september 1998. Rúmu ári síðan var Wimbledon búið að kaupa hann og Hermann því aftur kominn í ensku úrvalsdeildina þar sem spilaði síðan meira eða minna frá 1999 til 2010 fyrir utan eitt tímabil með Ipswich Town í b-deildinni.
Enski boltinn Einu sinni var... Tengdar fréttir Ísland og enski: Sóðalegt rautt spjald Guðna Bergs reyndist sögulegt Guðni Bergsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að fá reisupassann í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 24 árum síðan. 3. apríl 2020 10:00 Ísland og enska úrvalsdeildin: Fyrsta markið 16. janúar 1993 Þorvaldur Örlygsson var fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 27 árum síðan. 27. mars 2020 10:00 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Sjá meira
Ísland og enski: Sóðalegt rautt spjald Guðna Bergs reyndist sögulegt Guðni Bergsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að fá reisupassann í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 24 árum síðan. 3. apríl 2020 10:00
Ísland og enska úrvalsdeildin: Fyrsta markið 16. janúar 1993 Þorvaldur Örlygsson var fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 27 árum síðan. 27. mars 2020 10:00
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn