Yfirlýsing frá Þrótti: Engin formleg umræða farið fram innan aðalstjórnar Anton Ingi Leifsson skrifar 7. apríl 2020 18:00 Þróttur endaði í 5. sæti Grill 66 deildar karla í vetur. mynd/facebook-síða þróttar Það hefur gustað í kringum Þrótt í dag eftir að áform voru uppi um að leggja handknattleiksdeild félagsins niður. Staðan er hins vegar önnur segir í tilkynningu á vef félagsins. Vala Valtýsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Þróttar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að það væri búið að leggja deildina niður. Hún benti á Finnboga Hilmarsson, formann aðalstjórnar félagsins, sem sagði stöðuna erfiða og það væri erfitt að halda starfseminni út. Mikið var rætt um ákvörðunina á samfélagsmiðlum í dag og leikmenn félagsins lýstu meðal annars yfir óánægju sinni með ákvörðunina. #lifithrottur @throtturrvk pic.twitter.com/xwiQd9IMWU— Egidijus Mikalonis (@egidijus95) April 7, 2020 Síðdegis birtist svo fréttatilkynning á heimasíðu félagsins þar sem greint var frá því að ekki væri búið að taka ákvörðun um framtíð handknattleiksdeildarinnar. „Engin ákvörðun hefur verið tekin um að leggja niður handboltann í Þrótti og engin formleg umræða hefur farið fram innan aðalstjórnar Þróttar. Málefni handboltans í félaginu verða tekin fyrir á næsta fundi aðalstjórnar eftir páska,“ sagði í tilkynningunni. Eina starfsmanni handknattleiksdeildarinnar sem var í fullu starfi var sagt upp á dögunum og segir í tilkynningunni að það tengist ekki niðurlagningu deildarinnar heldur „ljóst fyrir nokkru síðan að æfinga – og keppnistímabil allra aldursflokka, þ.m.t. í meistaraflokki, yrði ekki klárað með eðlilegum hætti að þessu sinni.“ Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni með því að smella hér. Íslenski handboltinn Reykjavík Þróttur Reykjavík Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Það hefur gustað í kringum Þrótt í dag eftir að áform voru uppi um að leggja handknattleiksdeild félagsins niður. Staðan er hins vegar önnur segir í tilkynningu á vef félagsins. Vala Valtýsdóttir, formaður handknattleiksdeildar Þróttar, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að það væri búið að leggja deildina niður. Hún benti á Finnboga Hilmarsson, formann aðalstjórnar félagsins, sem sagði stöðuna erfiða og það væri erfitt að halda starfseminni út. Mikið var rætt um ákvörðunina á samfélagsmiðlum í dag og leikmenn félagsins lýstu meðal annars yfir óánægju sinni með ákvörðunina. #lifithrottur @throtturrvk pic.twitter.com/xwiQd9IMWU— Egidijus Mikalonis (@egidijus95) April 7, 2020 Síðdegis birtist svo fréttatilkynning á heimasíðu félagsins þar sem greint var frá því að ekki væri búið að taka ákvörðun um framtíð handknattleiksdeildarinnar. „Engin ákvörðun hefur verið tekin um að leggja niður handboltann í Þrótti og engin formleg umræða hefur farið fram innan aðalstjórnar Þróttar. Málefni handboltans í félaginu verða tekin fyrir á næsta fundi aðalstjórnar eftir páska,“ sagði í tilkynningunni. Eina starfsmanni handknattleiksdeildarinnar sem var í fullu starfi var sagt upp á dögunum og segir í tilkynningunni að það tengist ekki niðurlagningu deildarinnar heldur „ljóst fyrir nokkru síðan að æfinga – og keppnistímabil allra aldursflokka, þ.m.t. í meistaraflokki, yrði ekki klárað með eðlilegum hætti að þessu sinni.“ Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni með því að smella hér.
Íslenski handboltinn Reykjavík Þróttur Reykjavík Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni