Repúblikanar í Wisconsin telja sig hagnast á faraldrinum Samúel Karl Ólason skrifar 7. apríl 2020 13:25 Hér má sjá hvernig aðstæður eru á kjörstöðum í Wisconsin. AP/Scott Trindl Þrátt fyrir að kosningum hafi verið frestað í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna vegna nýju kórónuveirunnar, munu mjög umdeildar kosningar fara fram í Wisconsin í dag. Þrátt fyrir að fólki hafi verið skipað að halda sig heima er sömuleiðis verið að biðja kjósendur um að taka þátt í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar seinna á árinu og í kosningu um sæti í Hæstarétti Wisconsin. Það er vegna ákvörðunar Hæstaréttar Bandaríkjanna sem tekin var í gær um að ríkisstjóri Wisconsin geti ekki tekið einhliða ákvörðun um að fresta kosningum. Repúblikanar vildu ekki fresta kosningunum Málið á sér þó nokkurn aðdraganda. Tony Evers, ríkisstjóri Wisconsin og Demókrati, hefur verið ragur við að fresta forvalinu, vegna mótstöðu Repúblikana, sem eru í meirihluta í þingi ríksins. Repúblikanar eru sömuleiðis í meirihluta Hæstaréttar Wisconsin. Þegar Evers gaf út tilskipun í gærkvöldi um að fresta ætti kosningunum þvert á mótmæli Repúblikana í þinginu, tók það Hæstarétt Wisconsin einungis fjórar klukkustundir að gefa út úrskurð um að Evers gæti ekki frestað kosningunum án aðkomu þingsins. Ríkisstjórinn sjálfur hafði þó dregið það í efa og þess vegna hafði hann ekki reynt það fyrr. Hæstiréttur Bandaríkjanna fylgdi því svo eftir skömmu seinna og sneri við úrskurði lægri dómstóls sem lengdi tímabilið sem tekið yrði á móti utankjörfundaratkvæðum. Sá úrskurður fylgdi einnig flokkslínum, 5-4. Ruth Bader Ginsburg, sem skipuð var af Demókrata, mótmælti þeirri niðurstöðu og gagnrýndi meirihluta dómara. Hún sagði heimsfaraldurinn hafa þegar leitt til gífurlegrar fjölgunar í utankjörfundaratkvæðum og nú yrði ljóst að atkvæði þúsunda kjósenda myndu ekki skila sér. Frambjóðendurnir Joe Biden og Bernie Sanders voru báðir samþykkir því að kosningunum yrði frestað og segja hættulegt að svo verði ekki. Íbúar Wisconsin mótmæla ákvörðun Hæstaréttar ríkisins.AP/Amber Arnold Repúblikanar vilja minni þátttöku Vegna smithættunnar hafa þúsundir sjálfboðaliða hætt við að hjálpa við framkvæmd þeirra. Til marks um þá miklu manneklu sem hefur myndast hafa yfirvöld Milwaukee, stærstu borgar Wisconsin, fækkað kjörstöðum úr 180 í fimm. Þjóðvarðlið Wisconsin hefur verið kallað út til að hjálpa til við framkvæmd kosninganna. Repúblikanar eru sannfærðir um að lægri þátttaka í kosningunum, og þá sérstaklega í fjölmennum byggðum eins og Milwaukee, muni hagnast þeirra frambjóðanda til Hæstaréttar ríkisins. Strjálbýlli svæði, þar sem kjósendur eru líklegri til að aðhyllast Repúblikanaflokknum, verða fyrir minni truflunum. Mikið deilt í Wisconsin Stjórnmálin í Wisconsin hafa harðnað mikið á undanförnum árum. Donald Trump, forseti, vann ríkið í kosningunum 2016 með einungis 26 þúsund atkvæðum. Hillary Clinton, mótframbjóðandi hans, hafði talið sigur sinn þar öruggan og heimsótti ríkið ekki í kosningabaráttunni. Til marks um breytinguna hafa allir stærstu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins, auk Barack Obama, fyrrverandi forseta, heimsótt ríkið á undanförnum mánuðum. Margir Repúblikanar telja Wisconsin vera ríkið sem færði Trump lyklana að Hvíta húsinu og í síðustu kosningum hafa báðir flokkar varið gífurlegum fjármunum í kosningabaráttu þar. Þingkosningarnar 2018 þóttu sérstaklega grimmilegar. Trump sjálfur hefur tekið þátt í deilunum um kosningarnar í Wisconsin. Hann sakaði til að mynda Evers um bellibrögð, þegar hann reyndi að fresta kosingunum og hefur tekið virkan þátt í kosningabaráttuni. Í nótt tísti hann til að mynda stuðningsyfirlýsingu við frambjóðanda Repúblikanaflokksins til Hæstaréttar. Vote today, Tuesday, for highly respected Republican, Justice Daniel Kelly. Tough on Crime, loves your Military, Vets, Farmers, & will save your 2nd Amendment. A BIG VOTE! https://t.co/1FPYjzZCoH— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 7, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Þrátt fyrir að kosningum hafi verið frestað í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna vegna nýju kórónuveirunnar, munu mjög umdeildar kosningar fara fram í Wisconsin í dag. Þrátt fyrir að fólki hafi verið skipað að halda sig heima er sömuleiðis verið að biðja kjósendur um að taka þátt í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar seinna á árinu og í kosningu um sæti í Hæstarétti Wisconsin. Það er vegna ákvörðunar Hæstaréttar Bandaríkjanna sem tekin var í gær um að ríkisstjóri Wisconsin geti ekki tekið einhliða ákvörðun um að fresta kosningum. Repúblikanar vildu ekki fresta kosningunum Málið á sér þó nokkurn aðdraganda. Tony Evers, ríkisstjóri Wisconsin og Demókrati, hefur verið ragur við að fresta forvalinu, vegna mótstöðu Repúblikana, sem eru í meirihluta í þingi ríksins. Repúblikanar eru sömuleiðis í meirihluta Hæstaréttar Wisconsin. Þegar Evers gaf út tilskipun í gærkvöldi um að fresta ætti kosningunum þvert á mótmæli Repúblikana í þinginu, tók það Hæstarétt Wisconsin einungis fjórar klukkustundir að gefa út úrskurð um að Evers gæti ekki frestað kosningunum án aðkomu þingsins. Ríkisstjórinn sjálfur hafði þó dregið það í efa og þess vegna hafði hann ekki reynt það fyrr. Hæstiréttur Bandaríkjanna fylgdi því svo eftir skömmu seinna og sneri við úrskurði lægri dómstóls sem lengdi tímabilið sem tekið yrði á móti utankjörfundaratkvæðum. Sá úrskurður fylgdi einnig flokkslínum, 5-4. Ruth Bader Ginsburg, sem skipuð var af Demókrata, mótmælti þeirri niðurstöðu og gagnrýndi meirihluta dómara. Hún sagði heimsfaraldurinn hafa þegar leitt til gífurlegrar fjölgunar í utankjörfundaratkvæðum og nú yrði ljóst að atkvæði þúsunda kjósenda myndu ekki skila sér. Frambjóðendurnir Joe Biden og Bernie Sanders voru báðir samþykkir því að kosningunum yrði frestað og segja hættulegt að svo verði ekki. Íbúar Wisconsin mótmæla ákvörðun Hæstaréttar ríkisins.AP/Amber Arnold Repúblikanar vilja minni þátttöku Vegna smithættunnar hafa þúsundir sjálfboðaliða hætt við að hjálpa við framkvæmd þeirra. Til marks um þá miklu manneklu sem hefur myndast hafa yfirvöld Milwaukee, stærstu borgar Wisconsin, fækkað kjörstöðum úr 180 í fimm. Þjóðvarðlið Wisconsin hefur verið kallað út til að hjálpa til við framkvæmd kosninganna. Repúblikanar eru sannfærðir um að lægri þátttaka í kosningunum, og þá sérstaklega í fjölmennum byggðum eins og Milwaukee, muni hagnast þeirra frambjóðanda til Hæstaréttar ríkisins. Strjálbýlli svæði, þar sem kjósendur eru líklegri til að aðhyllast Repúblikanaflokknum, verða fyrir minni truflunum. Mikið deilt í Wisconsin Stjórnmálin í Wisconsin hafa harðnað mikið á undanförnum árum. Donald Trump, forseti, vann ríkið í kosningunum 2016 með einungis 26 þúsund atkvæðum. Hillary Clinton, mótframbjóðandi hans, hafði talið sigur sinn þar öruggan og heimsótti ríkið ekki í kosningabaráttunni. Til marks um breytinguna hafa allir stærstu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins, auk Barack Obama, fyrrverandi forseta, heimsótt ríkið á undanförnum mánuðum. Margir Repúblikanar telja Wisconsin vera ríkið sem færði Trump lyklana að Hvíta húsinu og í síðustu kosningum hafa báðir flokkar varið gífurlegum fjármunum í kosningabaráttu þar. Þingkosningarnar 2018 þóttu sérstaklega grimmilegar. Trump sjálfur hefur tekið þátt í deilunum um kosningarnar í Wisconsin. Hann sakaði til að mynda Evers um bellibrögð, þegar hann reyndi að fresta kosingunum og hefur tekið virkan þátt í kosningabaráttuni. Í nótt tísti hann til að mynda stuðningsyfirlýsingu við frambjóðanda Repúblikanaflokksins til Hæstaréttar. Vote today, Tuesday, for highly respected Republican, Justice Daniel Kelly. Tough on Crime, loves your Military, Vets, Farmers, & will save your 2nd Amendment. A BIG VOTE! https://t.co/1FPYjzZCoH— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 7, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira