Um 45% íbúa Vestmannaeyja farið í sýnatöku Andri Eysteinsson skrifar 6. apríl 2020 18:05 Vestmannaeyjar. MYND/Óskar P. Friðriksson Hátt í 2000 Eyjamenn hafa farið í sýnatöku á einhverjum tímapunkti og eru það um 45% allra bæjarbúa. Væri hlutfall sýnatöku slíkt á öllu landinu hefðu 170.000 Íslendingar farið í sýnatöku. Þetta kemur fram í páskakveðju Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Í pistlinum þakkar Íris forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, Kára Stefánssyni og hans starfsfólki fyrir sitt framlag en um 1500 sýni voru tekin í skimum ÍE í bænum. „Það er í raun mjög gott að þessi umfangsmikla skimun skuli hafi farið fram hér í Eyjum og að þessi smit skuli hafa verið greind. Þá er hægt að grípa til viðeigandi ráðstafana með einangrun og sóttkví, sem sýnt hefur verið fram á að virka svo vel til að hefta frekara smit. Þetta gefur okkur líka fyrirheit um að við komumst fyrr út úr þessu en ella,“ skrifar Íris sem þakkar einnig starfsfólki HSU í Vestmannaeyjum fyrir störf sín sem og starfsfólki leik- og grunnskóla og starfsfólki í öldrunar- og félagsþjónustu. „Það er fátt mikilvægara við þessar aðstæður en að ríghalda í gleðina og jákvæðnina, sama hvað! Við eigum auðvelt með að halda samskiptum við vini og ættingja gangandi með allri þeirri tækni sem stendur til boða í þeim efnum. Gætum alveg sérstaklega að þeim sem eldri eru og öðrum þeim sem eiga kannski erfiðara með að nota samskiptatæknina og þar með í meiri hættu á að einangrast,“ segir Íris. Bæjarstjórinn minnir svo íbúa á að Eyjamenn séu vanir ýmsu mótlæti. „Við erum vön því hér í Eyjum að klára okkur býsna vel af því mótlæti sem náttúran kýs að henda í okkur endrum og eins. Það munum við líka gera núna. Förum vel og gætilega með okkur sjálf og aðra um páskana og njótum þeirra heima hjá okkur. ''Vorið kemur víst á ný''!,“ skrifar Íris. Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Hátt í 2000 Eyjamenn hafa farið í sýnatöku á einhverjum tímapunkti og eru það um 45% allra bæjarbúa. Væri hlutfall sýnatöku slíkt á öllu landinu hefðu 170.000 Íslendingar farið í sýnatöku. Þetta kemur fram í páskakveðju Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Í pistlinum þakkar Íris forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, Kára Stefánssyni og hans starfsfólki fyrir sitt framlag en um 1500 sýni voru tekin í skimum ÍE í bænum. „Það er í raun mjög gott að þessi umfangsmikla skimun skuli hafi farið fram hér í Eyjum og að þessi smit skuli hafa verið greind. Þá er hægt að grípa til viðeigandi ráðstafana með einangrun og sóttkví, sem sýnt hefur verið fram á að virka svo vel til að hefta frekara smit. Þetta gefur okkur líka fyrirheit um að við komumst fyrr út úr þessu en ella,“ skrifar Íris sem þakkar einnig starfsfólki HSU í Vestmannaeyjum fyrir störf sín sem og starfsfólki leik- og grunnskóla og starfsfólki í öldrunar- og félagsþjónustu. „Það er fátt mikilvægara við þessar aðstæður en að ríghalda í gleðina og jákvæðnina, sama hvað! Við eigum auðvelt með að halda samskiptum við vini og ættingja gangandi með allri þeirri tækni sem stendur til boða í þeim efnum. Gætum alveg sérstaklega að þeim sem eldri eru og öðrum þeim sem eiga kannski erfiðara með að nota samskiptatæknina og þar með í meiri hættu á að einangrast,“ segir Íris. Bæjarstjórinn minnir svo íbúa á að Eyjamenn séu vanir ýmsu mótlæti. „Við erum vön því hér í Eyjum að klára okkur býsna vel af því mótlæti sem náttúran kýs að henda í okkur endrum og eins. Það munum við líka gera núna. Förum vel og gætilega með okkur sjálf og aðra um páskana og njótum þeirra heima hjá okkur. ''Vorið kemur víst á ný''!,“ skrifar Íris.
Vestmannaeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira