Sumarbústaðasyndrómið Ragga Nagli skrifar 6. apríl 2020 12:00 Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, er nýr pistlahöfundur á Vísi. Vísir/Vilhelm Sumarbústaðasyndrómið er í algleymingi hjá ansi mörgum núna í heimavistun Kórónunnar. Þekkirðu þegar þú ferð í sumarbústað og það eina sem þú hugsar um er næsta máltíð. Hvenær er matur? Hvað eigum við að borða í kvöld? Hvenær eigum við að byrja að elda? Eru til Hraunbitar? Eigum við að fá okkur smá forrétt núna? Er stemmning fyrir smá snakki yfir Matadorinu? Það er eðlilegt núna að leita í mat. Bæði dreifir hann huganum frá kvíðavekjandi fyrirsögnum um dauðsföll og kórónusmit. Þetta er ævaforn lífeðlislegur mekanismi í okkur sem veit að melting á gúmmulaði færir okkur úr streitukerfinu yfir í rólega kerfið. Streita sem við upplifum losar út kortisól sem eykur matarlyst og við förum í skápaskrölt. Og skrokkurinn veit að sykurhúðuð matvæli losa út dópamín svo okkur líði betur í allri þessari angist. Eins er lítið um að vera. Við erum vön að vera innan um fólk sem dreifir huganum. Við erum vön að vera að sækja og skutla, græja og gera, hittast og faðmast. Sumarbústaðasyndrómið..... Lítið annað um að vera en að nota mat sem áhugamál og afþreyingu. Núna erum við heima á náttbuxunum. Manst ekki hvenær þú fórst í sturtu. Með skítugt hár yfir tölvunni að berjast við Excel skjal og hausinn. Pervertísk löngun í súkkulaði smýgur inn í vitundina. Þú opnar ísskápinn í fimmtánda skiptið síðan í morgun. Klukkan er hálffjögur. Hálftími eftir af vinnudeginum. Nóa Siríus platan liggur í klámfenginni stellingu í heilanum með silungastút á munni og kallar nafnið þitt. Springur á limminu og slátrar heilli plötu.Plötunni sem þú veist af í bökunarskúffunni.Bakvið hurð svo enginn sjái.Hendir bréfinu til að afmá sönnunargögn. Samviskubitið byrjar að hríslast um skrokkinn jafnvel á meðan áti stendur. Hér eru nokkur ráð til að minnka leiðindaát. Lengdu tímann í hverri máltíð með að leggja frá þér hnífapörin, skipta í barnagaffal, skipta um hönd á hníf og gaffli. Tyggðu hægar og oftar. Ekki smjatta eins og glorhungruð hýena að tæta í sig dauðan skunk.Tyggðu frekar eins og úlfaldi... löturhægt og allavega 15-20 sinnum áður en þú dúndrar bitanum niður vélindað.Taktu upp hnífapörin þegar munnurinn er tómur. Ákveddu eitt til tvö rými í húsinu sem þú notar einungis til að borða. Ekki þar sem þú vinnur eða horfir á sjónvarpið. Notaðu eldhúsborðið og borðstofuborðið og stattu upp frá tölvunni og lokaðu henni á meðan þú borðar. Ekki kjamsa á rækjusamloku meðan þú sendir tölvupóst eða situr á Zoom fundi... án myndavélar. Vertu kaloríusnobbaður. Eyddu kaloríunum þínum í gæðastöff sem þér þykir gúrmeti Hafðu máltíðirnar girnilegar og gómsætar og fjölbreytni í matarvali svo þú hlakkir til að borða. Notaðu horaðar sósur, prófaðu nýjar uppskriftir, framandi krydd, nýjar samsetningar og nostraðu við áferðarperrann í þér.Prófaðu til dæmis að henda Tom Oliver prótínstykki í örbylgjuofn í 15 sekúndur en þá verður það eins og dýrindis brownie. Löðraðu í horaðri súkkulaðisósu og smá sprauturjóma fyrir seinniparts snæðing sem þaggar niður í sykurpúkanum.Oftar en ekki mætir fórnarlambshugsun uppá dekk þegar mataræðið er jafn einhæft og eldhúsdagsumræður um aukningu þorskkvóta. Þú hlakkar jafn mikið til að borða eins og að horfa á málningu þorna. Sestu niður við borð fyrir hvert át.... líka lúkuna af Nóakroppinu og Hraunbitana.Ekki borða beint upp úr pakkanum.Meðvitundarlaust jórtur veldur svekktri sál því þú manst bara eftir fyrsta molanum. Óminnishegrinn tekur öll völd á þriðju lúku.Reyndu að njóta hverrar máltíðar. Búðu til hinn fullkomna bita á gaffalinn og lokaðu augunum í fyrsta bitanum. Finndu hvernig allt knúsast saman í eina orgíu í munninum. Dragðu djúpt andann og andaðu hægt frá þér og finndu hvernig bragðið eykst á útönduninni. Veltu fyrir þér bragðinu og áferðinni. Hafðu skipulagðar 3-4 máltíðir á dag, morgunmat, hádegismat, kaffi, kvöldmat sem eru nægilega stórar til að þú sért saddur næstu 3-4 tímana og gefðu kerfinu frí á milli. Rannsóknir sýna að þú þarft allavega 400 hitaeiningar til að þrýsta á magavegginn og losa út næg seddumerki til að vera fullnægður í nokkra klukkutíma á eftir. Þegar við hendum niður lúku og lúku af smotteríi hér og þar ertu aldrei almennilega fullnægður og þarft að fara ferð eftir ferð í Homeblest pakkann. Líkaminn losar insúlín í hvert skipti sem við borðum og með tímanum verður til insúlínónæmi þegar það er stöðugt að banka á dyrnar í milljón snæðingum yfir daginn. Þegar nennan er í núlli til að skera, steikja, gera og græja stóraukast líkurnar á skóflun úr pakka eða poka. Hafðu tilbúna hollustu í haugum svo þú þurfir ekki að hafa mikið fyrir máltíðum á vinnutíma. Afgangar eru nefnilega hinn nýi skyndibiti. Eldaðu í bunkum á kvöldin og nýttu restarnar í hádegismat daginn eftir. Hafðu hollustu í augnhæð í ísskápnum og í eldhússkápunum. Þú ert líklegri að grípa það fyrsta sem þú sérð þegar þú opnar. Hafðu hollan mat það fyrsta sem þú sérð þegar þú opnar skápana og ísskápinn. Hrískökur. Gúrmetis prótínbari. Niðurskorið grænmeti. Ávextir. Skyr.Settu grænmeti og ávexti ofar í ísskápinn og skerðu niður í munnbita um leið og þú kemur heim úr búðinniÞú þarft ekki að geyma það í skúffunni. Þú ert ekki að búa til nýjan jarðveg. Úr sjónlínu er úr sálinni. Ekki hafa sælgæti í skálum þar sem þú sérð það allan vinnudaginn.Pakkaðu óhollum afgöngum í dökkar umbúðir og hollum í glærar. Pakkaðu hollum afgöngum í gegnsæjar plastumbúðirGeymdu óhollustu aftar úr sjónlínu, eða í grænmetisskúffunni í ísskápnum. Ef þú sérð hollu afgangana ertu líklegri að grípa þá. Þegar þú færð þér sælgæti og snakk veldu þá hágæða hám. Ekki þriðja flokks sælgæti. Skraufþurrt sætabrauð eða búðarkeyptar smákökur. Hættu að borða ef sælgætið er undir væntingum. Borðaðu gúmmulaðið í fjórðu víddinni án allra áreita með öll skynfæri opin og skráðu hvern bita í harðadrifið í heilanum.Daðraðu við molann og eigðu rómantískt móment með honumHaltu svo bara áfram með lífið. Ef þú borðar bara mat sem er gordjöss og gómsætur, hægt og rólega og átt rómantískt móment með matnum upplifirðu að þú þarft miklu minna magn og miklu færri ferðir inn í eldhús. Ísskápurinn er orðinn pirraður á þér. Innihaldið er eins og Facebook… þó þú vonir að þar sé eitthvað nýtt að finna í hvert skipti sem þú opnar þá er þetta alltaf sama gamla stöffið Ragga nagli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Tengdar fréttir Ónæmiskerfið á tímum Kórónunnar Netið er stútfullt af kukli og snákaolíum sem eiga að koma í veg fyrir smit eða með magískum mekanisma læknað Kórónuna. 30. mars 2020 13:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Sumarbústaðasyndrómið er í algleymingi hjá ansi mörgum núna í heimavistun Kórónunnar. Þekkirðu þegar þú ferð í sumarbústað og það eina sem þú hugsar um er næsta máltíð. Hvenær er matur? Hvað eigum við að borða í kvöld? Hvenær eigum við að byrja að elda? Eru til Hraunbitar? Eigum við að fá okkur smá forrétt núna? Er stemmning fyrir smá snakki yfir Matadorinu? Það er eðlilegt núna að leita í mat. Bæði dreifir hann huganum frá kvíðavekjandi fyrirsögnum um dauðsföll og kórónusmit. Þetta er ævaforn lífeðlislegur mekanismi í okkur sem veit að melting á gúmmulaði færir okkur úr streitukerfinu yfir í rólega kerfið. Streita sem við upplifum losar út kortisól sem eykur matarlyst og við förum í skápaskrölt. Og skrokkurinn veit að sykurhúðuð matvæli losa út dópamín svo okkur líði betur í allri þessari angist. Eins er lítið um að vera. Við erum vön að vera innan um fólk sem dreifir huganum. Við erum vön að vera að sækja og skutla, græja og gera, hittast og faðmast. Sumarbústaðasyndrómið..... Lítið annað um að vera en að nota mat sem áhugamál og afþreyingu. Núna erum við heima á náttbuxunum. Manst ekki hvenær þú fórst í sturtu. Með skítugt hár yfir tölvunni að berjast við Excel skjal og hausinn. Pervertísk löngun í súkkulaði smýgur inn í vitundina. Þú opnar ísskápinn í fimmtánda skiptið síðan í morgun. Klukkan er hálffjögur. Hálftími eftir af vinnudeginum. Nóa Siríus platan liggur í klámfenginni stellingu í heilanum með silungastút á munni og kallar nafnið þitt. Springur á limminu og slátrar heilli plötu.Plötunni sem þú veist af í bökunarskúffunni.Bakvið hurð svo enginn sjái.Hendir bréfinu til að afmá sönnunargögn. Samviskubitið byrjar að hríslast um skrokkinn jafnvel á meðan áti stendur. Hér eru nokkur ráð til að minnka leiðindaát. Lengdu tímann í hverri máltíð með að leggja frá þér hnífapörin, skipta í barnagaffal, skipta um hönd á hníf og gaffli. Tyggðu hægar og oftar. Ekki smjatta eins og glorhungruð hýena að tæta í sig dauðan skunk.Tyggðu frekar eins og úlfaldi... löturhægt og allavega 15-20 sinnum áður en þú dúndrar bitanum niður vélindað.Taktu upp hnífapörin þegar munnurinn er tómur. Ákveddu eitt til tvö rými í húsinu sem þú notar einungis til að borða. Ekki þar sem þú vinnur eða horfir á sjónvarpið. Notaðu eldhúsborðið og borðstofuborðið og stattu upp frá tölvunni og lokaðu henni á meðan þú borðar. Ekki kjamsa á rækjusamloku meðan þú sendir tölvupóst eða situr á Zoom fundi... án myndavélar. Vertu kaloríusnobbaður. Eyddu kaloríunum þínum í gæðastöff sem þér þykir gúrmeti Hafðu máltíðirnar girnilegar og gómsætar og fjölbreytni í matarvali svo þú hlakkir til að borða. Notaðu horaðar sósur, prófaðu nýjar uppskriftir, framandi krydd, nýjar samsetningar og nostraðu við áferðarperrann í þér.Prófaðu til dæmis að henda Tom Oliver prótínstykki í örbylgjuofn í 15 sekúndur en þá verður það eins og dýrindis brownie. Löðraðu í horaðri súkkulaðisósu og smá sprauturjóma fyrir seinniparts snæðing sem þaggar niður í sykurpúkanum.Oftar en ekki mætir fórnarlambshugsun uppá dekk þegar mataræðið er jafn einhæft og eldhúsdagsumræður um aukningu þorskkvóta. Þú hlakkar jafn mikið til að borða eins og að horfa á málningu þorna. Sestu niður við borð fyrir hvert át.... líka lúkuna af Nóakroppinu og Hraunbitana.Ekki borða beint upp úr pakkanum.Meðvitundarlaust jórtur veldur svekktri sál því þú manst bara eftir fyrsta molanum. Óminnishegrinn tekur öll völd á þriðju lúku.Reyndu að njóta hverrar máltíðar. Búðu til hinn fullkomna bita á gaffalinn og lokaðu augunum í fyrsta bitanum. Finndu hvernig allt knúsast saman í eina orgíu í munninum. Dragðu djúpt andann og andaðu hægt frá þér og finndu hvernig bragðið eykst á útönduninni. Veltu fyrir þér bragðinu og áferðinni. Hafðu skipulagðar 3-4 máltíðir á dag, morgunmat, hádegismat, kaffi, kvöldmat sem eru nægilega stórar til að þú sért saddur næstu 3-4 tímana og gefðu kerfinu frí á milli. Rannsóknir sýna að þú þarft allavega 400 hitaeiningar til að þrýsta á magavegginn og losa út næg seddumerki til að vera fullnægður í nokkra klukkutíma á eftir. Þegar við hendum niður lúku og lúku af smotteríi hér og þar ertu aldrei almennilega fullnægður og þarft að fara ferð eftir ferð í Homeblest pakkann. Líkaminn losar insúlín í hvert skipti sem við borðum og með tímanum verður til insúlínónæmi þegar það er stöðugt að banka á dyrnar í milljón snæðingum yfir daginn. Þegar nennan er í núlli til að skera, steikja, gera og græja stóraukast líkurnar á skóflun úr pakka eða poka. Hafðu tilbúna hollustu í haugum svo þú þurfir ekki að hafa mikið fyrir máltíðum á vinnutíma. Afgangar eru nefnilega hinn nýi skyndibiti. Eldaðu í bunkum á kvöldin og nýttu restarnar í hádegismat daginn eftir. Hafðu hollustu í augnhæð í ísskápnum og í eldhússkápunum. Þú ert líklegri að grípa það fyrsta sem þú sérð þegar þú opnar. Hafðu hollan mat það fyrsta sem þú sérð þegar þú opnar skápana og ísskápinn. Hrískökur. Gúrmetis prótínbari. Niðurskorið grænmeti. Ávextir. Skyr.Settu grænmeti og ávexti ofar í ísskápinn og skerðu niður í munnbita um leið og þú kemur heim úr búðinniÞú þarft ekki að geyma það í skúffunni. Þú ert ekki að búa til nýjan jarðveg. Úr sjónlínu er úr sálinni. Ekki hafa sælgæti í skálum þar sem þú sérð það allan vinnudaginn.Pakkaðu óhollum afgöngum í dökkar umbúðir og hollum í glærar. Pakkaðu hollum afgöngum í gegnsæjar plastumbúðirGeymdu óhollustu aftar úr sjónlínu, eða í grænmetisskúffunni í ísskápnum. Ef þú sérð hollu afgangana ertu líklegri að grípa þá. Þegar þú færð þér sælgæti og snakk veldu þá hágæða hám. Ekki þriðja flokks sælgæti. Skraufþurrt sætabrauð eða búðarkeyptar smákökur. Hættu að borða ef sælgætið er undir væntingum. Borðaðu gúmmulaðið í fjórðu víddinni án allra áreita með öll skynfæri opin og skráðu hvern bita í harðadrifið í heilanum.Daðraðu við molann og eigðu rómantískt móment með honumHaltu svo bara áfram með lífið. Ef þú borðar bara mat sem er gordjöss og gómsætur, hægt og rólega og átt rómantískt móment með matnum upplifirðu að þú þarft miklu minna magn og miklu færri ferðir inn í eldhús. Ísskápurinn er orðinn pirraður á þér. Innihaldið er eins og Facebook… þó þú vonir að þar sé eitthvað nýtt að finna í hvert skipti sem þú opnar þá er þetta alltaf sama gamla stöffið
Ragga nagli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Tengdar fréttir Ónæmiskerfið á tímum Kórónunnar Netið er stútfullt af kukli og snákaolíum sem eiga að koma í veg fyrir smit eða með magískum mekanisma læknað Kórónuna. 30. mars 2020 13:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Ónæmiskerfið á tímum Kórónunnar Netið er stútfullt af kukli og snákaolíum sem eiga að koma í veg fyrir smit eða með magískum mekanisma læknað Kórónuna. 30. mars 2020 13:00