„Af hverju eru fótboltamenn allt í einu blórabögglarnir?“ Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2020 12:45 Wayne Rooney er á mála hjá Derby sem leikur í næstefstu deild. VÍSIR/GETTY Það er verið að gera knattspyrnumenn að blórabögglum, skrifar Wayne Rooney í pistli í Sunday Times varðandi umræðu um það hvernig leikmenn geti best veitt fjárhagslegan stuðning í baráttunni vegna kórónuveirufaraldursins. Matt Hancock heilbrigðisráðherra Bretlands vill að leikmenn í ensku úrvalsdeildinni, sem margir eru á himinháum launum, leggi meira að mörkum í baráttunni gegn faraldrinum. Úrvalsdeildin hefur lagt til að leikmenn lækki um 30% í launum til að verja störf og rekstur knattspyrnufélaganna, en leikmannasamtökin í Bretlandi höfnuðu því og sögðu það bitna á heilbrigðiskerfinu, því þar með yrði ríkið af miklum skatttekjum. „Af hverju eru fótboltamenn allt í einu orðnir blórabögglarnir? Það að úrvalsdeildin segi svona opinberlega frá sínu tilboði, eins og gert var, setur pressu á leikmenn og kemur þeim í stöðu þar sem þeir geta ekki komið vel út. Ef að leikmenn segjast ekki geta samþykkt 30% flata launalækkun, jafnvel þó að sumir þeirra myndu í raun og veru ekki ráða við það fjárhagslega, verður það túlkað sem svo að „ríkir leikmenn hafna launalækkun“. Mér finnst þetta skrýtið því að allar aðrar ákvarðanir í þessu ferli hafa verið teknar á bakvið luktar dyr, en þetta var gert opinbert. Til hvers? Það er eins og það sé til að skotin beinist að leikmönnum – neyða þá til að borga reikninginn vegna tekjumissis,“ skrifaði Rooney, sem er spilandi þjálfari hjá Derby. Betra að semja við hvern leikmann fyrir sig Rooney bendir á að fyrirliðar liðanna í úrvalsdeildinni hafi átt í viðræðum um það að búa til sjóð til að styrkja heilbrigðiskerfið. Hann segir þær 20 milljónir punda sem enska úrvalsdeildin hafi heitið aðeins vera dropa í hafið miðað við það sem farið sé fram á af leikmönnum. Stóru félögin þurfi flest hver ekki á því að halda að leikmenn lækki í launum, en ef svo sé þá sé fótboltinn í mikið verri stöðu en nokkurn hafi órað fyrir. „Það er hneyksli hvernig hlutirnir hafa verið síðustu daga. Ég skil alveg að leikmenn eru hátt launaðir og geta gefið frá sér laun. En það ætti að gera hjá hverjum leikmanni fyrir sig. Einn gæti sagst hafa efni á 30% lækkun en annar hefði bara efni á 5%. Það er sama hvernig horft er á þetta, við erum auðveld skotmörk. Það sem gleymist er að helmingur tekna okkar fer í skatt. Peningar sem fara til ríkisins, sem hjálpa heilbrigðiskerfinu,“ skrifaði Rooney. Enski boltinn Tengdar fréttir Segja launalækkun leikmanna skaða heilbrigðiskerfið Leikmannasamtökin á Englandi segja að það myndi bitna á heilbrigðiskerfinu í landinu ef að knattspyrnumenn tækju á sig 30% launalækkun. Ekki náðust samningar um slíka lækkun á fundi samtakanna með ensku úrvalsdeildinni í gær. 5. apríl 2020 09:45 Liverpool nýtir neyðarúrræði stjórnvalda Enska knattspyrnufélagið Liverpool, efsta lið úrvalsdeildarinnar, hefur ákveðið að senda hluta starfsmannahóps síns í leyfi nú þegar algjört fótboltahlé er í Englandi vegna kórónuveirufaraldursins. 4. apríl 2020 15:00 Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst ekki í byrjun maí og ekki fyrr en það er öruggt og við hæfi Vilji er fyrir því að klára tímabilið í ensku úrvalsdeildinni. Það verður þó ekki gert fyrr en hættan af völdum kórónuveirufaraldursins er liðin hjá. 3. apríl 2020 14:25 Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira
Það er verið að gera knattspyrnumenn að blórabögglum, skrifar Wayne Rooney í pistli í Sunday Times varðandi umræðu um það hvernig leikmenn geti best veitt fjárhagslegan stuðning í baráttunni vegna kórónuveirufaraldursins. Matt Hancock heilbrigðisráðherra Bretlands vill að leikmenn í ensku úrvalsdeildinni, sem margir eru á himinháum launum, leggi meira að mörkum í baráttunni gegn faraldrinum. Úrvalsdeildin hefur lagt til að leikmenn lækki um 30% í launum til að verja störf og rekstur knattspyrnufélaganna, en leikmannasamtökin í Bretlandi höfnuðu því og sögðu það bitna á heilbrigðiskerfinu, því þar með yrði ríkið af miklum skatttekjum. „Af hverju eru fótboltamenn allt í einu orðnir blórabögglarnir? Það að úrvalsdeildin segi svona opinberlega frá sínu tilboði, eins og gert var, setur pressu á leikmenn og kemur þeim í stöðu þar sem þeir geta ekki komið vel út. Ef að leikmenn segjast ekki geta samþykkt 30% flata launalækkun, jafnvel þó að sumir þeirra myndu í raun og veru ekki ráða við það fjárhagslega, verður það túlkað sem svo að „ríkir leikmenn hafna launalækkun“. Mér finnst þetta skrýtið því að allar aðrar ákvarðanir í þessu ferli hafa verið teknar á bakvið luktar dyr, en þetta var gert opinbert. Til hvers? Það er eins og það sé til að skotin beinist að leikmönnum – neyða þá til að borga reikninginn vegna tekjumissis,“ skrifaði Rooney, sem er spilandi þjálfari hjá Derby. Betra að semja við hvern leikmann fyrir sig Rooney bendir á að fyrirliðar liðanna í úrvalsdeildinni hafi átt í viðræðum um það að búa til sjóð til að styrkja heilbrigðiskerfið. Hann segir þær 20 milljónir punda sem enska úrvalsdeildin hafi heitið aðeins vera dropa í hafið miðað við það sem farið sé fram á af leikmönnum. Stóru félögin þurfi flest hver ekki á því að halda að leikmenn lækki í launum, en ef svo sé þá sé fótboltinn í mikið verri stöðu en nokkurn hafi órað fyrir. „Það er hneyksli hvernig hlutirnir hafa verið síðustu daga. Ég skil alveg að leikmenn eru hátt launaðir og geta gefið frá sér laun. En það ætti að gera hjá hverjum leikmanni fyrir sig. Einn gæti sagst hafa efni á 30% lækkun en annar hefði bara efni á 5%. Það er sama hvernig horft er á þetta, við erum auðveld skotmörk. Það sem gleymist er að helmingur tekna okkar fer í skatt. Peningar sem fara til ríkisins, sem hjálpa heilbrigðiskerfinu,“ skrifaði Rooney.
Enski boltinn Tengdar fréttir Segja launalækkun leikmanna skaða heilbrigðiskerfið Leikmannasamtökin á Englandi segja að það myndi bitna á heilbrigðiskerfinu í landinu ef að knattspyrnumenn tækju á sig 30% launalækkun. Ekki náðust samningar um slíka lækkun á fundi samtakanna með ensku úrvalsdeildinni í gær. 5. apríl 2020 09:45 Liverpool nýtir neyðarúrræði stjórnvalda Enska knattspyrnufélagið Liverpool, efsta lið úrvalsdeildarinnar, hefur ákveðið að senda hluta starfsmannahóps síns í leyfi nú þegar algjört fótboltahlé er í Englandi vegna kórónuveirufaraldursins. 4. apríl 2020 15:00 Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst ekki í byrjun maí og ekki fyrr en það er öruggt og við hæfi Vilji er fyrir því að klára tímabilið í ensku úrvalsdeildinni. Það verður þó ekki gert fyrr en hættan af völdum kórónuveirufaraldursins er liðin hjá. 3. apríl 2020 14:25 Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira
Segja launalækkun leikmanna skaða heilbrigðiskerfið Leikmannasamtökin á Englandi segja að það myndi bitna á heilbrigðiskerfinu í landinu ef að knattspyrnumenn tækju á sig 30% launalækkun. Ekki náðust samningar um slíka lækkun á fundi samtakanna með ensku úrvalsdeildinni í gær. 5. apríl 2020 09:45
Liverpool nýtir neyðarúrræði stjórnvalda Enska knattspyrnufélagið Liverpool, efsta lið úrvalsdeildarinnar, hefur ákveðið að senda hluta starfsmannahóps síns í leyfi nú þegar algjört fótboltahlé er í Englandi vegna kórónuveirufaraldursins. 4. apríl 2020 15:00
Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst ekki í byrjun maí og ekki fyrr en það er öruggt og við hæfi Vilji er fyrir því að klára tímabilið í ensku úrvalsdeildinni. Það verður þó ekki gert fyrr en hættan af völdum kórónuveirufaraldursins er liðin hjá. 3. apríl 2020 14:25