Hið mikilvæga hlutverk fjölmiðla á tímum heimsfaraldurs Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar 3. apríl 2020 19:30 Traustur og reglubundinn fréttaflutningur hefur sjaldan skipt samfélagið meira máli en einmitt nú þegar lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna og samkomubann ríkir á Íslandi. Fjölmiðlar hafa það hlutverk að koma mikilvægum upplýsingum á framfæri við almenning, vinna fréttaskýringar og setja erlendar fréttir í íslenskt samhengi. Til þess að fjölmiðlar geti sinnt þessu hlutverki þarf að viðurkenna sérstöðu þeirra og tryggja að þeir hafi tekjur til að upplýsa, fræða og skemmta. Þann 6. mars lýsti ríkislögreglustjóri yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónaveirunnar. Tíu dögum síðar var sett samkomubann sem gildir í fjórar vikur. Við lifum nú á tímum þar sem rúmlega sjö þúsund manns eru í sóttkví, yfir 1.300 manns hafa smitast af veirunni og stór hluti vinnandi fólks starfar í fjarvinnu. Vegna þessa mikilvæga hlutverks fjölmiðla lagði fjömiðlanefnd það til við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þann 20. mars sl. að blaða- og fréttamenn ættu að vera á lista yfir það starfsfólk í framlínu sem hefði forgang um aukna skóla- og leikskólaþjónustu. Samdægurs kom staðfesting frá ríkislögreglustjóra þess efnis að fjölmiðlafólk hjá fréttastofum með skilgreinda ritstjórn hefði verið bætt við lista almannavarnadeildar. Þetta sýnir vel mikilvægi fjölmiðla nú um stundir. Nú er mikilvægt að hafa í huga að þegar hagkerfið dregst hratt saman og tekjur fyrirtækja minnka eykst á sama tíma ásókn almennings í fréttir. Fréttaþörfin verður meiri um leið og tekjur fjölmiðla dragast mikið saman því auglýsinga- og áskriftartekjur minnka með versnandi fjárhag bæði fyrirtækja og heimila. Samhliða þessari þróun birtast fréttir af óvenju mikilli upplýsingaóreiðu og falsfréttum um COVID-19 á samfélagsmiðlum þar sem markmiðið er að grafa undan trausti almennings á heilbrigðisyfirvöldum. Þetta gerist einmitt þegar traust almennings gagnvart stjórnvöldum þarf að vera sem best. Þarna gegna fjölmiðlar einnig lykilhlutverki. Góð frammistaða íslenskra fjölmiðla Íslenskir fjölmiðlar hafa almennt staðið sig afburða vel á undanförnum vikum og flutt faglegar og vel unnar fréttir, þætti og miðlað upplýsingum sem eiga brýnt erindi við almenning. Daglegar útsendingar af fjölmiðlafundum Almannavarna fara fram í samvinnu RÚV og Sýnar. Bæði Ríkisútvarpið og Sýn flytja nú morgunútvarpsþætti sína í sjónvarpi, miðla heimilda- og fréttaskýringaþáttum um kórónaveiruna, auk þess sem RÚV táknmálstúlkar fréttatíma. Flutt eru stutt skilaboð um handþvott, sóttkví og annað sem skiptir máli fyrir almenning. Þá hafa fjölmiðlar verið með beinar útsendingar á vef og í sjónvarpi og miðlað fjölbreyttu efni á miðlum sínum. Fjölmiðlar hafa einnig brugðist við stöðunni með því að auka við efni fyrir sístækkandi hóp fólks sem þarf að halda sig heima. Alls staðar í heiminum eru fréttamiðlar nú að reyna sitt ítrasta til að uppfylla væntingar almennings á þessum óvenjulegu tímum. Það gera þeir þrátt fyrir að fjárhagsleg staða þeirra flestra hafi verið afar slæm áður en gripið var til samkomu- og útgöngubanns. Nú dragast tekjur fjölmiðla í heiminum enn hraðar saman. Norska fjölmiðlastofnunin hefur brugðist við þessu ástandi með því að greiða styrki til norskra fjölmiðla út fyrr en ella til að létta undir með þeim í ljósi mikilvægrar samfélagslegrar stöðu þeirra. Í Svíþjóð var 600 millj. sænskra króna úthlutað til 72 fjölmiðla í byrjun mars. Þann 1. apríl náði danska stjórnin samkomulagi um að styrkja fjölmiðla sérstaklega, enda hafa þeir tapað stórum hluta auglýsingatekna sinna vegna samdráttar í efnahagslífinu. Dregur til tíðinda um stuðning við fjölmiðla í Evrópu Þann 23. mars 2020 sendi samráðshópur evrópskra eftirlitsstofnana á sviði hljóð- og myndmiðla bréf til framkvæmdastjóra Evrópusambandsins, Margrethe Vestager, til að árétta kerfisbundið mikilvægi fjölmiðla á þessum sérstöku tímum. Í bréfinu er bent á að það sé skylda stjórnvalda að tryggja að fjölmiðlar geti uppfyllt lýðræðislegt hlutverk sitt. Því er sérstaklega beint til framkvæmdastjórnarinnar að þegar ákvarðanir séu teknar til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum kórónaveirufaraldursins verði að líta til stöðu og hlutverks fjölmiðla sérstaklega. Nú er verið að safna upplýsingum frá öllum aðildarríkjum EES um það hvernig stjórnvöld ætli að tryggja áframhaldandi starfsemi fjölmiðla þegar tekjur þeirra hafa dregist harkalega saman í allri álfunni vegna faraldursins. Það gerist á sama tíma og fjölmiðlar hafa sjaldan verið mikilvægari fyrir samfélagið allt. Nú þegar hafa borist upplýsingar um að verið sé að setja á stofn sérstakan sjóð í Lettlandi til að styrkja einkarekna fjölmiðla vegna fjárhagserfiðleika þeirra. Þá er undirbúningur langt kominn með að styrkja svæðisbundnar útvarpsstöðvar á Írlandi um 2,5 millj. evra. Á næstu dögum verða aðgengilegar þær fjárhagsaðgerðir sem stjórnvöld eru að grípa til í álfunni vegna þess hvað fjölmiðlar eru kerfislega mikilvægir í sérhverju lýðræðisríki, sér í lagi um þessar mundir. Í dag kynnti menningar- og lýðræðismálaráðherra Svíþjóðar sérstakar aðgerðir vegna fjárhagsstöðu sænskra fjölmiðla. Ástæðan er sú að fjölmiðlar hafa nú upplýst að auglýsingatekjur þeirra hafi dregist saman um allt að 50% vegna faraldursins. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka árlega styrki til fjölmiðla um 200 millj. sænskra króna (jafnvirði 2,8. milljarða ISK) og kemur sá styrkur til viðbótar núverandi ríkisstyrkjum. Verða 150 millj. sænskra króna notaðar til að styrkja prentmiðla næstu þrjá mánuðina og verða svæðisbundnir miðlar styrktir um 50 millj. króna á sama tímabili. Ákveðið hefur verið að veita sérstaka heimild til þess að greiða styrkina fyrirfram. Þá hefur verið slakað á kröfunni um hlutfall eigin efnis í prentmiðlum. Að auki hafa verið lagðar fram tillögur um að létta undir með fjölmiðlum, t.d. með því að slaka á reglum um hlutfall auglýsinga í sjónvarpi. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla þar sem staða íslenskra fjölmiðla var afar erfið áður en kórónaveirufaraldurinn brast á. Á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 400 millj. kr. til að styrkja íslenska fjölmiðla. Hér á landi líkt og annars staðar er nú komið upp neyðarástand á markaði sem stjórnvöld í álfunni eru að bregðast við með því að grípa til sérstakra aðgerða til að tryggja áframhaldandi starfsemi fjölmiðla. Það er ástæða til að minna á það krefjandi hlutverk sem fjölmiðlar gegna nú. Við sem samfélag erum algjörlega háð því mikilvæga starfi sem unnið er á fjölmiðlum. Því er mikilvægt að fjölmiðlar hafi fjárhagslegt bolmagn til að sinna sínu hlutverki á umbrotatímum. Höfundur er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elfa Ýr Gylfadóttir Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Skoðun Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Traustur og reglubundinn fréttaflutningur hefur sjaldan skipt samfélagið meira máli en einmitt nú þegar lýst hefur verið yfir neyðarstigi almannavarna og samkomubann ríkir á Íslandi. Fjölmiðlar hafa það hlutverk að koma mikilvægum upplýsingum á framfæri við almenning, vinna fréttaskýringar og setja erlendar fréttir í íslenskt samhengi. Til þess að fjölmiðlar geti sinnt þessu hlutverki þarf að viðurkenna sérstöðu þeirra og tryggja að þeir hafi tekjur til að upplýsa, fræða og skemmta. Þann 6. mars lýsti ríkislögreglustjóri yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna kórónaveirunnar. Tíu dögum síðar var sett samkomubann sem gildir í fjórar vikur. Við lifum nú á tímum þar sem rúmlega sjö þúsund manns eru í sóttkví, yfir 1.300 manns hafa smitast af veirunni og stór hluti vinnandi fólks starfar í fjarvinnu. Vegna þessa mikilvæga hlutverks fjölmiðla lagði fjömiðlanefnd það til við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þann 20. mars sl. að blaða- og fréttamenn ættu að vera á lista yfir það starfsfólk í framlínu sem hefði forgang um aukna skóla- og leikskólaþjónustu. Samdægurs kom staðfesting frá ríkislögreglustjóra þess efnis að fjölmiðlafólk hjá fréttastofum með skilgreinda ritstjórn hefði verið bætt við lista almannavarnadeildar. Þetta sýnir vel mikilvægi fjölmiðla nú um stundir. Nú er mikilvægt að hafa í huga að þegar hagkerfið dregst hratt saman og tekjur fyrirtækja minnka eykst á sama tíma ásókn almennings í fréttir. Fréttaþörfin verður meiri um leið og tekjur fjölmiðla dragast mikið saman því auglýsinga- og áskriftartekjur minnka með versnandi fjárhag bæði fyrirtækja og heimila. Samhliða þessari þróun birtast fréttir af óvenju mikilli upplýsingaóreiðu og falsfréttum um COVID-19 á samfélagsmiðlum þar sem markmiðið er að grafa undan trausti almennings á heilbrigðisyfirvöldum. Þetta gerist einmitt þegar traust almennings gagnvart stjórnvöldum þarf að vera sem best. Þarna gegna fjölmiðlar einnig lykilhlutverki. Góð frammistaða íslenskra fjölmiðla Íslenskir fjölmiðlar hafa almennt staðið sig afburða vel á undanförnum vikum og flutt faglegar og vel unnar fréttir, þætti og miðlað upplýsingum sem eiga brýnt erindi við almenning. Daglegar útsendingar af fjölmiðlafundum Almannavarna fara fram í samvinnu RÚV og Sýnar. Bæði Ríkisútvarpið og Sýn flytja nú morgunútvarpsþætti sína í sjónvarpi, miðla heimilda- og fréttaskýringaþáttum um kórónaveiruna, auk þess sem RÚV táknmálstúlkar fréttatíma. Flutt eru stutt skilaboð um handþvott, sóttkví og annað sem skiptir máli fyrir almenning. Þá hafa fjölmiðlar verið með beinar útsendingar á vef og í sjónvarpi og miðlað fjölbreyttu efni á miðlum sínum. Fjölmiðlar hafa einnig brugðist við stöðunni með því að auka við efni fyrir sístækkandi hóp fólks sem þarf að halda sig heima. Alls staðar í heiminum eru fréttamiðlar nú að reyna sitt ítrasta til að uppfylla væntingar almennings á þessum óvenjulegu tímum. Það gera þeir þrátt fyrir að fjárhagsleg staða þeirra flestra hafi verið afar slæm áður en gripið var til samkomu- og útgöngubanns. Nú dragast tekjur fjölmiðla í heiminum enn hraðar saman. Norska fjölmiðlastofnunin hefur brugðist við þessu ástandi með því að greiða styrki til norskra fjölmiðla út fyrr en ella til að létta undir með þeim í ljósi mikilvægrar samfélagslegrar stöðu þeirra. Í Svíþjóð var 600 millj. sænskra króna úthlutað til 72 fjölmiðla í byrjun mars. Þann 1. apríl náði danska stjórnin samkomulagi um að styrkja fjölmiðla sérstaklega, enda hafa þeir tapað stórum hluta auglýsingatekna sinna vegna samdráttar í efnahagslífinu. Dregur til tíðinda um stuðning við fjölmiðla í Evrópu Þann 23. mars 2020 sendi samráðshópur evrópskra eftirlitsstofnana á sviði hljóð- og myndmiðla bréf til framkvæmdastjóra Evrópusambandsins, Margrethe Vestager, til að árétta kerfisbundið mikilvægi fjölmiðla á þessum sérstöku tímum. Í bréfinu er bent á að það sé skylda stjórnvalda að tryggja að fjölmiðlar geti uppfyllt lýðræðislegt hlutverk sitt. Því er sérstaklega beint til framkvæmdastjórnarinnar að þegar ákvarðanir séu teknar til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum kórónaveirufaraldursins verði að líta til stöðu og hlutverks fjölmiðla sérstaklega. Nú er verið að safna upplýsingum frá öllum aðildarríkjum EES um það hvernig stjórnvöld ætli að tryggja áframhaldandi starfsemi fjölmiðla þegar tekjur þeirra hafa dregist harkalega saman í allri álfunni vegna faraldursins. Það gerist á sama tíma og fjölmiðlar hafa sjaldan verið mikilvægari fyrir samfélagið allt. Nú þegar hafa borist upplýsingar um að verið sé að setja á stofn sérstakan sjóð í Lettlandi til að styrkja einkarekna fjölmiðla vegna fjárhagserfiðleika þeirra. Þá er undirbúningur langt kominn með að styrkja svæðisbundnar útvarpsstöðvar á Írlandi um 2,5 millj. evra. Á næstu dögum verða aðgengilegar þær fjárhagsaðgerðir sem stjórnvöld eru að grípa til í álfunni vegna þess hvað fjölmiðlar eru kerfislega mikilvægir í sérhverju lýðræðisríki, sér í lagi um þessar mundir. Í dag kynnti menningar- og lýðræðismálaráðherra Svíþjóðar sérstakar aðgerðir vegna fjárhagsstöðu sænskra fjölmiðla. Ástæðan er sú að fjölmiðlar hafa nú upplýst að auglýsingatekjur þeirra hafi dregist saman um allt að 50% vegna faraldursins. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að auka árlega styrki til fjölmiðla um 200 millj. sænskra króna (jafnvirði 2,8. milljarða ISK) og kemur sá styrkur til viðbótar núverandi ríkisstyrkjum. Verða 150 millj. sænskra króna notaðar til að styrkja prentmiðla næstu þrjá mánuðina og verða svæðisbundnir miðlar styrktir um 50 millj. króna á sama tímabili. Ákveðið hefur verið að veita sérstaka heimild til þess að greiða styrkina fyrirfram. Þá hefur verið slakað á kröfunni um hlutfall eigin efnis í prentmiðlum. Að auki hafa verið lagðar fram tillögur um að létta undir með fjölmiðlum, t.d. með því að slaka á reglum um hlutfall auglýsinga í sjónvarpi. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla þar sem staða íslenskra fjölmiðla var afar erfið áður en kórónaveirufaraldurinn brast á. Á fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir 400 millj. kr. til að styrkja íslenska fjölmiðla. Hér á landi líkt og annars staðar er nú komið upp neyðarástand á markaði sem stjórnvöld í álfunni eru að bregðast við með því að grípa til sérstakra aðgerða til að tryggja áframhaldandi starfsemi fjölmiðla. Það er ástæða til að minna á það krefjandi hlutverk sem fjölmiðlar gegna nú. Við sem samfélag erum algjörlega háð því mikilvæga starfi sem unnið er á fjölmiðlum. Því er mikilvægt að fjölmiðlar hafi fjárhagslegt bolmagn til að sinna sínu hlutverki á umbrotatímum. Höfundur er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar