Þyrla og varðskip kölluð út vegna báts sem svaraði ekki kalli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. maí 2020 13:32 Þyrla LHG og varðskipið Týr svöruðu kallinu. Mynd/Landhelgisgæslan Þyrla Landhelgisgæslunnar, áhöfnin á varðskipinu Tý og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út í hádeginu vegna báts sem datt úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu og svaraði ekki kalli stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Þar segir að þegar merki frá bátnum hætti að berast stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var þegar stað hafist handa við að ná sambandi við bátinn auk skipa í grenndinni en án árangurs. Báturinn var staddur um þrjár sjómílur vestur af Stafnesi þegar síðast var vitað um hann. Einn var um borð. Þegar tilraunir til að komast í samband við bátinn báru engan árangur var ákveðið að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar, áhöfnina á varðskipinu Tý auk sjóbjörgunarsveita frá Sandgerði. Þyrlan tók á loft frá Reykjavík klukkan 12:20 en skömmu síðar náðist samband við línubátinn Bergvík, sem var í grenndinni, í gegnum farsíma. Þá kom í ljós að báturinn sem saknað var hafði orðið rafmagnslaus og gat skipverjinn ekki komið vélinni í gang. Um það leyti sem línubáturinn Bergvík kom að náðist að koma vél bátsins í gang. Hann heldur nú til hafnar í fylgd Bergvíkur. Að auki siglir bátur frá björgunarsveitinni í Sandgerði á móti til að gæta fyllsta öryggis. Landhelgisgæslan leggur ríka áherslu á að sjófarendur sinni hlutvörslu á rás 16 sem getur reynst lífsnauðsynleg í neyð, að því er segir í tilkynningu gæslunnar. Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar, áhöfnin á varðskipinu Tý og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út í hádeginu vegna báts sem datt úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu og svaraði ekki kalli stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Þar segir að þegar merki frá bátnum hætti að berast stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var þegar stað hafist handa við að ná sambandi við bátinn auk skipa í grenndinni en án árangurs. Báturinn var staddur um þrjár sjómílur vestur af Stafnesi þegar síðast var vitað um hann. Einn var um borð. Þegar tilraunir til að komast í samband við bátinn báru engan árangur var ákveðið að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar, áhöfnina á varðskipinu Tý auk sjóbjörgunarsveita frá Sandgerði. Þyrlan tók á loft frá Reykjavík klukkan 12:20 en skömmu síðar náðist samband við línubátinn Bergvík, sem var í grenndinni, í gegnum farsíma. Þá kom í ljós að báturinn sem saknað var hafði orðið rafmagnslaus og gat skipverjinn ekki komið vélinni í gang. Um það leyti sem línubáturinn Bergvík kom að náðist að koma vél bátsins í gang. Hann heldur nú til hafnar í fylgd Bergvíkur. Að auki siglir bátur frá björgunarsveitinni í Sandgerði á móti til að gæta fyllsta öryggis. Landhelgisgæslan leggur ríka áherslu á að sjófarendur sinni hlutvörslu á rás 16 sem getur reynst lífsnauðsynleg í neyð, að því er segir í tilkynningu gæslunnar.
Landhelgisgæslan Sjávarútvegur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira