Alfreð og leikmenn í þýsku deildinni mega ekki einu sinni hitta börnin sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2020 08:30 Alfreð Finnbogason fagnar marki fyrir Augsburg með félaga sínum Michael Gregoritsch. Það verður athyglisvert að sjá hvernig leikmenn munu fagna mörkum sínum nú þegar þeir eiga að lágmark samskipti sín. EPA-EFE/DANIEL KOPATSCH Liðin í þýsku fótboltadeildinni hefja aftur leik um næstu helgi eftir rúmlega tveggja mánaða hlé vegna kórónuveirunnar. Norska blaðið Verdens Gang fjallar um strangar reglur sem leikmenn efstu tveggja deildanna í Þýskalandi þurfa að fylgja en Norðmenn eiga nokkra leikmenn í Bundesligunni. Ísland á tvo leikmenn í þýsku bundesligunni í dag, því Alfreð Finnbogason spilar með Augsburg og Samúel Kári Friðjónsson er hjá Paderborn. Tveir Íslendingar spila síðan í b-deildinni en það eru Rúrik Gíslason hjá Sandhausen og Guðlaugur Victor Pálsson hjá Darmstadt. Leikmenn þýsku liðanna fá ekki að gista heima hjá sér heldur þurfa þeir að gista allir á sama hóteli og eru þar í sóttkví fram að leik. Þeir þurfa líka að ganga um með andlitsgrímur til varnar sér og öðrum. Lið Dortmund er sem dæmi á L'Arrivée hótelinu sem eru í tólf kílómetra fjarlægð frá heimavelli þeirra Signal Iduna Park. Engir aðrir fá að koma inn á hótelið og fyrir utan eru öryggisverðir sem passa upp á það. Haaland på «strengt bevoktet» hotell foran comebacket spillerne får ikke møte egne barn https://t.co/KvrU01hvjc— VG Sporten (@vgsporten) May 12, 2020 „Það er mikil öryggisgæsla. Inn á hótelinu gilda líka mjög strangar reglur. Leikmenn eiga að umgangast hvern annan eins lítið og mögulegt er. Þeir eiga heldur ekki að vera í samskiptum við starfsfólkið,“ sagði þýski blaðamaðurinn Sebastian Wessling við VG. „Það eru leikmenn sem eru mjög ósáttir með að fá ekki að hitta börnin sín en meirihlutinn sættir sig við þetta. Nú eru bara allir að undirbúa sig fyrir helgina. Það er mikið fyrirtæki að ná þessu aftur af stað og þetta eru skrýtnir tímar, sagði Sven Westerschulze, blaðamaður á Bild við Verdens Gang. Leikmenn eru einir í herbergi á sínum hótelum og þjónustustúlkurnar mega ekki koma inn til þeirra. Leikmennirnir þurfa því að þrífa herbergin sín sjálfir. Allir leikmenn í liðunum 36 sem skipa efstu tvær deildirnar í Þýskalandi þurfa að fylgja þessum hörðu reglum. Það er bara eitt lið sem spilar ekki um helgina en það er lið Dynamo Dresden þar sem upp komu tvö kórónuveirusmit. Allir leikmennirnir þurftu þar með að kveðja fjölskyldur sínar og munu ekki fá að umgangast þær á næstunni. Þeir mega ekki einu sinni hitta börnin sín. Félögin tóku öll herbergi hótelsins á leigu og sáu líka mörg til þess að hresst var upp á nettenginguna þannig að leikmenn geti spilað tölvuleiki, farið á fjarfundi eða horft á myndir milli æfinga og leikja nú þegar þeir mega ekki hitta vini sína eða fjölskyldu. Þýski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Liðin í þýsku fótboltadeildinni hefja aftur leik um næstu helgi eftir rúmlega tveggja mánaða hlé vegna kórónuveirunnar. Norska blaðið Verdens Gang fjallar um strangar reglur sem leikmenn efstu tveggja deildanna í Þýskalandi þurfa að fylgja en Norðmenn eiga nokkra leikmenn í Bundesligunni. Ísland á tvo leikmenn í þýsku bundesligunni í dag, því Alfreð Finnbogason spilar með Augsburg og Samúel Kári Friðjónsson er hjá Paderborn. Tveir Íslendingar spila síðan í b-deildinni en það eru Rúrik Gíslason hjá Sandhausen og Guðlaugur Victor Pálsson hjá Darmstadt. Leikmenn þýsku liðanna fá ekki að gista heima hjá sér heldur þurfa þeir að gista allir á sama hóteli og eru þar í sóttkví fram að leik. Þeir þurfa líka að ganga um með andlitsgrímur til varnar sér og öðrum. Lið Dortmund er sem dæmi á L'Arrivée hótelinu sem eru í tólf kílómetra fjarlægð frá heimavelli þeirra Signal Iduna Park. Engir aðrir fá að koma inn á hótelið og fyrir utan eru öryggisverðir sem passa upp á það. Haaland på «strengt bevoktet» hotell foran comebacket spillerne får ikke møte egne barn https://t.co/KvrU01hvjc— VG Sporten (@vgsporten) May 12, 2020 „Það er mikil öryggisgæsla. Inn á hótelinu gilda líka mjög strangar reglur. Leikmenn eiga að umgangast hvern annan eins lítið og mögulegt er. Þeir eiga heldur ekki að vera í samskiptum við starfsfólkið,“ sagði þýski blaðamaðurinn Sebastian Wessling við VG. „Það eru leikmenn sem eru mjög ósáttir með að fá ekki að hitta börnin sín en meirihlutinn sættir sig við þetta. Nú eru bara allir að undirbúa sig fyrir helgina. Það er mikið fyrirtæki að ná þessu aftur af stað og þetta eru skrýtnir tímar, sagði Sven Westerschulze, blaðamaður á Bild við Verdens Gang. Leikmenn eru einir í herbergi á sínum hótelum og þjónustustúlkurnar mega ekki koma inn til þeirra. Leikmennirnir þurfa því að þrífa herbergin sín sjálfir. Allir leikmenn í liðunum 36 sem skipa efstu tvær deildirnar í Þýskalandi þurfa að fylgja þessum hörðu reglum. Það er bara eitt lið sem spilar ekki um helgina en það er lið Dynamo Dresden þar sem upp komu tvö kórónuveirusmit. Allir leikmennirnir þurftu þar með að kveðja fjölskyldur sínar og munu ekki fá að umgangast þær á næstunni. Þeir mega ekki einu sinni hitta börnin sín. Félögin tóku öll herbergi hótelsins á leigu og sáu líka mörg til þess að hresst var upp á nettenginguna þannig að leikmenn geti spilað tölvuleiki, farið á fjarfundi eða horft á myndir milli æfinga og leikja nú þegar þeir mega ekki hitta vini sína eða fjölskyldu.
Þýski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira