Sjeikinn af Dúbaí rændi dætrum sínum og hótaði eiginkonu sinni Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2020 16:57 Maktoum er forsætisráðherra og varaforseti Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Hér sést hann á ráðstefnu um málefni kvenna í febrúar. Vísir/EPA Breskur dómstóll telur að Sjeik Mohammed bin Rashid al-Maktoum, leiðtogi Dúbaí, hafi látið ræna dætrum sínum, og hótað eiginkonu sinni. Niðurstöðurnar voru birtar í tengslum við mál sem Haya prinsessa, eiginkona Maktoum, höfðaði eftir að hún flúði til Bretlands í fyrra. Sjeik Maktoum reyndi að koma í veg fyrir að niðurstöður dómstólsins yrðu birtar opinberlega. Haya prinsessa hefur sagst óttast um líf sitt eftir að hún flúði Dúbaí ásamt tveimur börnum þeirra í fyrra. Sjeikinn er talinn hafa látið ræna Sjeikja Shamsa, annarri dóttur hans, og snúa henni með valdi aftur til Dúbaí þegar hún dvaldi á Englandi árið 2000. Hún er sögð hafa verið sprautuð með róaandi lyfi og henni haldið í Dúbaí allar götur síðan. Þá er Maktoum talinn bera ábyrgð á sambærilegri meðferð á Sjeikha Latifa, annarri dóttur hans, bæði árið 2002 og 2018. Í fyrsta skiptið lét sjeikinn halda Latifu í fangelsi í þrjú ár. Fyrir tveimur árum var hún stöðvuð á hafi úti þegar hún flúði Dúbaí. Hún er nú sögð í stofufangelsi. Breski dómarinn taldi ásakanir hennar um alvarlegt ofbeldi sem teldust pyntingar trúverðugar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Haya prinsessa varð sjötta og yngsta eiginkona Maktoum árið 2004. Þau eiga saman tvö börn sem eru sjö og ellefu ára gömul. Hún segist hafa flúið Dúbaí eftir að hún fór að grenslast fyrir um örlög dætra Maktoum en hann hafði fullyrt að þeim hefði verið „bjargað“. Dómari féllst á rök Hayu um að hún hafi verið fórnarlamb ógnana útsendara eiginmanns hennar. Þannig hafi byssa með öruggið af í tvígang verið skilin eftir á kodda hennar og þyrlu lent fyrir utan húsið hennar með hótun um að hún yrði flutt nauðug í eyðimerkurfangelsi. Sameinuðu arabísku furstadæmin Bretland Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Breskur dómstóll telur að Sjeik Mohammed bin Rashid al-Maktoum, leiðtogi Dúbaí, hafi látið ræna dætrum sínum, og hótað eiginkonu sinni. Niðurstöðurnar voru birtar í tengslum við mál sem Haya prinsessa, eiginkona Maktoum, höfðaði eftir að hún flúði til Bretlands í fyrra. Sjeik Maktoum reyndi að koma í veg fyrir að niðurstöður dómstólsins yrðu birtar opinberlega. Haya prinsessa hefur sagst óttast um líf sitt eftir að hún flúði Dúbaí ásamt tveimur börnum þeirra í fyrra. Sjeikinn er talinn hafa látið ræna Sjeikja Shamsa, annarri dóttur hans, og snúa henni með valdi aftur til Dúbaí þegar hún dvaldi á Englandi árið 2000. Hún er sögð hafa verið sprautuð með róaandi lyfi og henni haldið í Dúbaí allar götur síðan. Þá er Maktoum talinn bera ábyrgð á sambærilegri meðferð á Sjeikha Latifa, annarri dóttur hans, bæði árið 2002 og 2018. Í fyrsta skiptið lét sjeikinn halda Latifu í fangelsi í þrjú ár. Fyrir tveimur árum var hún stöðvuð á hafi úti þegar hún flúði Dúbaí. Hún er nú sögð í stofufangelsi. Breski dómarinn taldi ásakanir hennar um alvarlegt ofbeldi sem teldust pyntingar trúverðugar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Haya prinsessa varð sjötta og yngsta eiginkona Maktoum árið 2004. Þau eiga saman tvö börn sem eru sjö og ellefu ára gömul. Hún segist hafa flúið Dúbaí eftir að hún fór að grenslast fyrir um örlög dætra Maktoum en hann hafði fullyrt að þeim hefði verið „bjargað“. Dómari féllst á rök Hayu um að hún hafi verið fórnarlamb ógnana útsendara eiginmanns hennar. Þannig hafi byssa með öruggið af í tvígang verið skilin eftir á kodda hennar og þyrlu lent fyrir utan húsið hennar með hótun um að hún yrði flutt nauðug í eyðimerkurfangelsi.
Sameinuðu arabísku furstadæmin Bretland Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira