Drápu ungbörn og mæður í árás á sjúkrahús í Kabúl Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2020 20:31 Afganskur hermaður heldur á ungbarni við sjúkrahús Lækna án landamæra í Kabúl í morgun. Ekki er ljóst hvort að barnið var sært en tvö börn voru drepin og ellefu konur. Vísir/EPA Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið. Fimmtán til viðbótar eru sárir, þar á meðal nokkur börn, en sérsveitir afganska hersins bjargaði um hundrað konum og börnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alþjóðasamtökin Læknar án landamæra reka fæðingardeildina og eru sumir þeirra sem þar starfa erlendir. Nokkrir byssumenn eru sagðir hafa ráðist inn á sjúkrahúsið um klukkan tíu að staðartíma. Þá voru um 140 manns á sjúkrahúsinu. Vitni lýsa því að alger ringlureið hafi gripið um sig. Byssumennirnir hafi skotið á fólk að því er virtist að handahófi. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á ódæðinu en talibanar hafna því að hafa komið nærri henni. Engu að síður sagði Ashraf Ghani, forseti, að herinn myndi halda áfram árásum á talibana og aðra uppreisnarhópa í kjölfar árásarinnar í dag. Talibanar hafa áður þrætt fyrir aðild að árásum sem þeir eru sakaðir um. Að minnsta kosti 24 féllu í annarri árás þegar sprengja sprakk við útför lögreglustjóra í Nangarhar-héraði í austanverðu landinu. Þúsundir manna voru viðstaddir útförina en héraðsstjórnarmaður er sagður á meðal þeirra föllnu. Tala látinna í árásinni er talin enn getað hækkað en 68 manns særðust í henni. Afganistan Tengdar fréttir Fyrstu loftárásirnar gegn Talibönum í ellefu daga Bandaríkin gerðu í dag fyrstu loftárásina gegn Talibönum í Afganistan í ellefu daga. Fylkingarnar skrifuðu nýverið undir friðarsamkomulag en loftárásin í dag er sögð hafa verið varnarlegs eðlis. 4. mars 2020 12:21 Talibanar boða frekari árásir þrátt fyrir friðarsamning Snurða virðist þegar hlaupin á þráðinn í samkomulagi sem Bandaríkjastjórn gerði við talibana um helgina. Talibanar ætla ekki að taka þátt í frekari viðræðum fyrr en afgönsk stjórnvöld sleppa 5.000 liðsmönnum þeirra sem forseti landsins kannast ekki við að hafa fallist á. 2. mars 2020 16:51 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Sjá meira
Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið. Fimmtán til viðbótar eru sárir, þar á meðal nokkur börn, en sérsveitir afganska hersins bjargaði um hundrað konum og börnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alþjóðasamtökin Læknar án landamæra reka fæðingardeildina og eru sumir þeirra sem þar starfa erlendir. Nokkrir byssumenn eru sagðir hafa ráðist inn á sjúkrahúsið um klukkan tíu að staðartíma. Þá voru um 140 manns á sjúkrahúsinu. Vitni lýsa því að alger ringlureið hafi gripið um sig. Byssumennirnir hafi skotið á fólk að því er virtist að handahófi. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á ódæðinu en talibanar hafna því að hafa komið nærri henni. Engu að síður sagði Ashraf Ghani, forseti, að herinn myndi halda áfram árásum á talibana og aðra uppreisnarhópa í kjölfar árásarinnar í dag. Talibanar hafa áður þrætt fyrir aðild að árásum sem þeir eru sakaðir um. Að minnsta kosti 24 féllu í annarri árás þegar sprengja sprakk við útför lögreglustjóra í Nangarhar-héraði í austanverðu landinu. Þúsundir manna voru viðstaddir útförina en héraðsstjórnarmaður er sagður á meðal þeirra föllnu. Tala látinna í árásinni er talin enn getað hækkað en 68 manns særðust í henni.
Afganistan Tengdar fréttir Fyrstu loftárásirnar gegn Talibönum í ellefu daga Bandaríkin gerðu í dag fyrstu loftárásina gegn Talibönum í Afganistan í ellefu daga. Fylkingarnar skrifuðu nýverið undir friðarsamkomulag en loftárásin í dag er sögð hafa verið varnarlegs eðlis. 4. mars 2020 12:21 Talibanar boða frekari árásir þrátt fyrir friðarsamning Snurða virðist þegar hlaupin á þráðinn í samkomulagi sem Bandaríkjastjórn gerði við talibana um helgina. Talibanar ætla ekki að taka þátt í frekari viðræðum fyrr en afgönsk stjórnvöld sleppa 5.000 liðsmönnum þeirra sem forseti landsins kannast ekki við að hafa fallist á. 2. mars 2020 16:51 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Sjá meira
Fyrstu loftárásirnar gegn Talibönum í ellefu daga Bandaríkin gerðu í dag fyrstu loftárásina gegn Talibönum í Afganistan í ellefu daga. Fylkingarnar skrifuðu nýverið undir friðarsamkomulag en loftárásin í dag er sögð hafa verið varnarlegs eðlis. 4. mars 2020 12:21
Talibanar boða frekari árásir þrátt fyrir friðarsamning Snurða virðist þegar hlaupin á þráðinn í samkomulagi sem Bandaríkjastjórn gerði við talibana um helgina. Talibanar ætla ekki að taka þátt í frekari viðræðum fyrr en afgönsk stjórnvöld sleppa 5.000 liðsmönnum þeirra sem forseti landsins kannast ekki við að hafa fallist á. 2. mars 2020 16:51