Hluti leikmanna neitar að mæta til æfinga Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2020 20:00 Sergio Agüero hefur látið hafa eftir að sér að leikmenn séu hræddir við að snúa aftur til keppni, og ógna þannig öryggi fjölskyldna sinna. VÍSIR/EPA Hluti leikmanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta ætlar sér ekki að mæta til æfinga þegar opnað verður fyrir æfingar í litlum hópum næsta mánudag, eftir æfingabann vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Daily Mail sem fullyrðir að leikmennirnir hafi látið knattspyrnustjóra sína vita af alvarlegum áhyggjum sínum af því að eiga að mæta til æfinga strax. Vonir standa til að hægt verði að byrja keppni í úrvalsdeildinni að nýju í júní. Nokkur af félögunum í úrvalsdeildinni munu á næstu tveimur sólarhringum halda fjarfundi með leikmönnum til að útskýra fyrir þeim hvernig reynt verði að tryggja öryggi og heilsu þeirra á æfingum og í leikjum. Búast má við því að leikmennirnir láti í sér heyra á þessum fundum en á meðal leikmanna sem hafa lýst yfir efasemdum um að rétt sé að hefja æfingar á næstunni eru Sergio Agüero, Manuel Lanzini og Danny Rose. Samkvæmt Sky Sports verða leikmenn að skrifa undir sérstaka yfirlýsingu um að þeir samþykki þær öryggisráðstafanir sem félögin ætla að grípa til í viðleitni til að draga úr smithættu, áður en þeir mæta á æfingar. Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir það óumflýjanlegt að einhverjir leikmenn muni ekki treysta sér til að snúa aftur að svo stöddu. „Það er stærsta hindrunin. Leikmennirnir. Úrvalsdeildin þarf að fá leikmennina í lið með sér. Þetta verður mjög erfitt ef það eru margir leikmenn sem vilja ekki byrja að spila aftur. Meirihluta þeirra leikmanna sem ég hef rætt við vill hins vegar snúa aftur. Það verða alltaf 3-4 í hverju liði sem líst ekki á blikuna, og maður verður að sýna því virðingu. Öryggi leikmanna er mikilvægast af öllu, ekki peningarnir eða það hvaða lið fara upp eða niður,“ sagði Carragher. Enski boltinn Tengdar fréttir Ensku félögin ræddu í fyrsta sinn um mögulega styttingu en stefna á að byrja í júní Fulltrúar félaganna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta funduðu í dag og ræddu í fyrsta sinn um að stytta tímabilið, vegna kórónuveirufaraldursins. 11. maí 2020 19:00 Enska úrvalsdeildin planar að fara af stað um sömu helgi og Pepsi Max Nú lítur út fyrir að Pepsi Max deild karla gæti lent í samkeppni við ensku úrvalsdeildina þegar hún fer af stað í júní. 11. maí 2020 12:30 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Hluti leikmanna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta ætlar sér ekki að mæta til æfinga þegar opnað verður fyrir æfingar í litlum hópum næsta mánudag, eftir æfingabann vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Daily Mail sem fullyrðir að leikmennirnir hafi látið knattspyrnustjóra sína vita af alvarlegum áhyggjum sínum af því að eiga að mæta til æfinga strax. Vonir standa til að hægt verði að byrja keppni í úrvalsdeildinni að nýju í júní. Nokkur af félögunum í úrvalsdeildinni munu á næstu tveimur sólarhringum halda fjarfundi með leikmönnum til að útskýra fyrir þeim hvernig reynt verði að tryggja öryggi og heilsu þeirra á æfingum og í leikjum. Búast má við því að leikmennirnir láti í sér heyra á þessum fundum en á meðal leikmanna sem hafa lýst yfir efasemdum um að rétt sé að hefja æfingar á næstunni eru Sergio Agüero, Manuel Lanzini og Danny Rose. Samkvæmt Sky Sports verða leikmenn að skrifa undir sérstaka yfirlýsingu um að þeir samþykki þær öryggisráðstafanir sem félögin ætla að grípa til í viðleitni til að draga úr smithættu, áður en þeir mæta á æfingar. Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir það óumflýjanlegt að einhverjir leikmenn muni ekki treysta sér til að snúa aftur að svo stöddu. „Það er stærsta hindrunin. Leikmennirnir. Úrvalsdeildin þarf að fá leikmennina í lið með sér. Þetta verður mjög erfitt ef það eru margir leikmenn sem vilja ekki byrja að spila aftur. Meirihluta þeirra leikmanna sem ég hef rætt við vill hins vegar snúa aftur. Það verða alltaf 3-4 í hverju liði sem líst ekki á blikuna, og maður verður að sýna því virðingu. Öryggi leikmanna er mikilvægast af öllu, ekki peningarnir eða það hvaða lið fara upp eða niður,“ sagði Carragher.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ensku félögin ræddu í fyrsta sinn um mögulega styttingu en stefna á að byrja í júní Fulltrúar félaganna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta funduðu í dag og ræddu í fyrsta sinn um að stytta tímabilið, vegna kórónuveirufaraldursins. 11. maí 2020 19:00 Enska úrvalsdeildin planar að fara af stað um sömu helgi og Pepsi Max Nú lítur út fyrir að Pepsi Max deild karla gæti lent í samkeppni við ensku úrvalsdeildina þegar hún fer af stað í júní. 11. maí 2020 12:30 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Ensku félögin ræddu í fyrsta sinn um mögulega styttingu en stefna á að byrja í júní Fulltrúar félaganna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta funduðu í dag og ræddu í fyrsta sinn um að stytta tímabilið, vegna kórónuveirufaraldursins. 11. maí 2020 19:00
Enska úrvalsdeildin planar að fara af stað um sömu helgi og Pepsi Max Nú lítur út fyrir að Pepsi Max deild karla gæti lent í samkeppni við ensku úrvalsdeildina þegar hún fer af stað í júní. 11. maí 2020 12:30