Kommúnisti í Kastjósi Þröstur Friðfinnsson skrifar 12. maí 2020 09:00 Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands islenskra sveitarfélaga mætti í Kastljós í gærkveldi og ræddi málefni sveitarfélaga og stöðu þeirra í covid-kreppu. Fórst henni það vel lengst af, en þegar kom að umræðu um sameiningar sveitarfélaga fór hún enn á ný þvert gegn sínu formannshlutverki. Í samþykktum sambandsins er skýrt kveðið á um að hlutverk þess er að gæta hagsmuna sveitarfélaga. Þar er klárlega meint allra sveitarfélaga en ekki bara sumra og alls ekki sumra gegn öðrum. Hún aðhyllist alræðishyggju að ofan og telur eðlilegt að fulltrúar hinna stóru ákveði einhliða örlög hinna smáu, sama hvað líður vilja íbúa þeirra. Sú tillaga sem Landsþing samþykkti í haust og Aldís vitnaði til, innifól kröfu um nýtt fé inn í Jöfnunarsjóð vegna sameiningarframlaga. Hún nefnir boðaðar lækkanir framlaga sjóðsins vegna kreppunnar og að mörg sveitarfélög reiði sig á sjóðinn. Loforð um nýtt fé í sjóðinn til sameininga hafa þegar verið rækilega svikin, samt telur hún rétt að skerða framlög Jöfnunarsjóðs enn meira til að fjármagna sameiningarframlög. Er formaðurinn viss um að það sé almennur vilji sveitarstjórnarstigsins? Hún telur einnig algerlega óásættanlegt að mörg lítil sveitarfélög hafi góðar tekur og séu fjárhagslega sjálfstæð. Hún læðir því meðfram að þau séu mörg að þiggja þjónustu af stórum nágrönnum, væntanlega án þess að greiða sannvirði fyrir. Þetta er óheiðarlegur málflutningur af hendi formanns í þessum frjálsu félagasamtökum í garð stórs hóps sinna aðildarfélaga og líklega fáheyrður í sögulegu tilliti. Hún telur sig einnig hafa umboð til að segja Alþingi fyrir verkum og vill fá í gegn andlýðræðisleg lög um íbúalágmark strax í vor. Myndi hún vilja bjóða íbúum Hveragerðis upp á slíka þvingun, að verða t.d. skikkaðir í sameiningu við Árborg án þess að hafa neitt um það að segja? Það verður að telja afar hæpið, en hún mætti þá alla vega upplýsa ef henni finnst það tilhlýðilegt ráðslag. Hún telur við hæfi að nota í öðru orðinu kreppuástandið til að mæla fyrir lögþvinguðum sameiningum, sveitarfélögin verði nauðsynlega að stækka og eflast. Í hinu orðinu segir hún síðan réttilega að mörg lítil sveitarfélög muni fara létt í gegnum kreppuna. Hún telur það ekki sanngjarnt gagnvart hinum stóru. Það hljóti allir að sjá að það gangi ekki að hafa lítil sveitarfélög sem eru sjálfbær og sterk með góða tekjustofna. Þeim verður að útrýma á altari alræðishyggju hinna stóru. Líklega til að styrkja þau í sínum vandræðum, þó skammt muni raunar duga þegar að er gáð. Hún kallar eftir samstöðu ríkis og sveitarfélaga, sem væri vel, ef hún meinti ekki bara stóru sveitarfélaganna. Það er magnað þegar svo gamaldags kommúnískar alræðis- og forræðishyggju hugsjónir opinberast fyrir framan alþjóð. Þegar hrokinn afhjúpast og öfundin stendur strípuð eftir. Að það sé ótækt að sum lítil sveitarfélög séu sterkefnuð, að sveitarfélög ættu helst öll að vera ámóta illa stödd fjárhagslega. Því sé nauðsynlegt að skerða lýðræðislegan stjórnarskrárvarinn rétt íbúa minni sveitarfélaga. Verður að telja afar sérstakt svo ekki sé meira sagt, að slíkar hugmyndir komi frá forystumanni í Sjálfstæðisflokknum til áratuga. Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Friðfinnsson Sveitarstjórnarmál Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands islenskra sveitarfélaga mætti í Kastljós í gærkveldi og ræddi málefni sveitarfélaga og stöðu þeirra í covid-kreppu. Fórst henni það vel lengst af, en þegar kom að umræðu um sameiningar sveitarfélaga fór hún enn á ný þvert gegn sínu formannshlutverki. Í samþykktum sambandsins er skýrt kveðið á um að hlutverk þess er að gæta hagsmuna sveitarfélaga. Þar er klárlega meint allra sveitarfélaga en ekki bara sumra og alls ekki sumra gegn öðrum. Hún aðhyllist alræðishyggju að ofan og telur eðlilegt að fulltrúar hinna stóru ákveði einhliða örlög hinna smáu, sama hvað líður vilja íbúa þeirra. Sú tillaga sem Landsþing samþykkti í haust og Aldís vitnaði til, innifól kröfu um nýtt fé inn í Jöfnunarsjóð vegna sameiningarframlaga. Hún nefnir boðaðar lækkanir framlaga sjóðsins vegna kreppunnar og að mörg sveitarfélög reiði sig á sjóðinn. Loforð um nýtt fé í sjóðinn til sameininga hafa þegar verið rækilega svikin, samt telur hún rétt að skerða framlög Jöfnunarsjóðs enn meira til að fjármagna sameiningarframlög. Er formaðurinn viss um að það sé almennur vilji sveitarstjórnarstigsins? Hún telur einnig algerlega óásættanlegt að mörg lítil sveitarfélög hafi góðar tekur og séu fjárhagslega sjálfstæð. Hún læðir því meðfram að þau séu mörg að þiggja þjónustu af stórum nágrönnum, væntanlega án þess að greiða sannvirði fyrir. Þetta er óheiðarlegur málflutningur af hendi formanns í þessum frjálsu félagasamtökum í garð stórs hóps sinna aðildarfélaga og líklega fáheyrður í sögulegu tilliti. Hún telur sig einnig hafa umboð til að segja Alþingi fyrir verkum og vill fá í gegn andlýðræðisleg lög um íbúalágmark strax í vor. Myndi hún vilja bjóða íbúum Hveragerðis upp á slíka þvingun, að verða t.d. skikkaðir í sameiningu við Árborg án þess að hafa neitt um það að segja? Það verður að telja afar hæpið, en hún mætti þá alla vega upplýsa ef henni finnst það tilhlýðilegt ráðslag. Hún telur við hæfi að nota í öðru orðinu kreppuástandið til að mæla fyrir lögþvinguðum sameiningum, sveitarfélögin verði nauðsynlega að stækka og eflast. Í hinu orðinu segir hún síðan réttilega að mörg lítil sveitarfélög muni fara létt í gegnum kreppuna. Hún telur það ekki sanngjarnt gagnvart hinum stóru. Það hljóti allir að sjá að það gangi ekki að hafa lítil sveitarfélög sem eru sjálfbær og sterk með góða tekjustofna. Þeim verður að útrýma á altari alræðishyggju hinna stóru. Líklega til að styrkja þau í sínum vandræðum, þó skammt muni raunar duga þegar að er gáð. Hún kallar eftir samstöðu ríkis og sveitarfélaga, sem væri vel, ef hún meinti ekki bara stóru sveitarfélaganna. Það er magnað þegar svo gamaldags kommúnískar alræðis- og forræðishyggju hugsjónir opinberast fyrir framan alþjóð. Þegar hrokinn afhjúpast og öfundin stendur strípuð eftir. Að það sé ótækt að sum lítil sveitarfélög séu sterkefnuð, að sveitarfélög ættu helst öll að vera ámóta illa stödd fjárhagslega. Því sé nauðsynlegt að skerða lýðræðislegan stjórnarskrárvarinn rétt íbúa minni sveitarfélaga. Verður að telja afar sérstakt svo ekki sé meira sagt, að slíkar hugmyndir komi frá forystumanni í Sjálfstæðisflokknum til áratuga. Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun