Lögfesting á endursendingum barna til Grikklands Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 11. maí 2020 19:00 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp dómsmálaráðherra sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Nokkuð erfitt er að átta sig á í hverju nákvæmlega breytingarnar felast nema þekkja mjög vel til mála. Sumar þær breytinga sem lagðar eru til eru til hagsbóta fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en aðrar skerða réttindi fólks á flótta verulega frá því sem nú er. Dómsmálaráðherra hefur margoft tekið fram að umsækjendur um alþjóðlega vernd séu ekki sendir til ríkja eins og Grikklands og Ungverjalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Það þýðir að fólk sem flýr heimaland sitt og kemur fyrst til t.d. Ungverjalands eða Grikklands en síðar til Íslands, án þess að hafa formlega stöðu flóttafólks, er ekki sent þangað aftur líkt og Dyflinnarreglugerðin veitir heimild til. Ástæðan fyrir því er sú að aðstæður í þessum löndum er hvorki boðlegar né tryggar fyrir fólk á flótta. Öðru gegnir um fólk sem nú þegar hefur fengið viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttafólk í ríkjum á borð við Grikkland og Ítalíu. Það fólk sem hingað kemur og er með stöðu flóttamanns er sent til baka,með örfáum undantekningum. Um það fjallaði m.a. fréttaskýringaþátturinn Kveikur í febrúar sl. Í frumvarpinu sem dómsmálaráðherra hefur lagt fram er gerð sú grundvallarbreyting að stjórnvöldum, þ.e. Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, verður ekki lengur heimilt að meta hvort einstaklingar sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í öðrum ríkjum hafi slík sérstök tengsl við Ísland að nærtækast sé að þeir fái hér alþjóðlega vernd eða hvort sérstakar ástæður mæli annars með því. Með öðrum orðum þá leiðir breytingin til þess að óhjákvæmilegt verður að endursenda viðkvæma einstaklinga til ríkja á borð við Grikkland þar sem alkunna er að aðstæður eru ekki tryggar fyrir flóttafólk. Sérstök tengsl eiga t.d. við þegar umsækjandi á nákomna ættingja með fasta búsetu hér á landi (foreldra, systkini eða börn eldri en 18 ára) og hægt er að nefna mikil og alvarleg veikindi sem dæmi um sérstakar ástæður t.d. þegar umsækjandi glímir við mikil og alvarleg veikindi, s.s. skyndilegan og lífshættulegan sjúkdóm og meðferð við honum er aðgengileg fyrir flóttafólk hér á landi en ekki í því ríki sem viðkomandi hefur alþjóðlega vernd. Rauði krossinn telur afar mikilvægt að sú heimild stjórnvalda til þess að líta til sérstakra ástæðna sé áfram fyrir hendi, enda hafa raunveruleg dæmi sýnt fram á nauðsyn þess, til að mynda í málum er varða langveik börn, samkynhneigða, fylgdarlaus ungmenni og einstæða foreldra með geðraskanir. Rauði krossinn á Íslandi telur að umrædd breyting feli í sér verulega afturför og réttarskerðingu til viðkvæmra einstaklinga sem hingað leita eftir að hafa fengið alþjóðlega vernd í þeim ríkjum Evrópu þar sem aðstæður viðurkennds flóttafólks eru bágbornar. Leggst Rauði krossinn gegn umræddri breytingu enda mun hún leiða til athafna hálfu íslenskra yfirvalda sem stríða gegn mannúðarsjónarmiðum. Kristín S. Hjálmtýsdóttir,framkvæmdastjóri Rauða krossins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Alþingi Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar Skoðun Hver vill kenna? Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp dómsmálaráðherra sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Nokkuð erfitt er að átta sig á í hverju nákvæmlega breytingarnar felast nema þekkja mjög vel til mála. Sumar þær breytinga sem lagðar eru til eru til hagsbóta fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd en aðrar skerða réttindi fólks á flótta verulega frá því sem nú er. Dómsmálaráðherra hefur margoft tekið fram að umsækjendur um alþjóðlega vernd séu ekki sendir til ríkja eins og Grikklands og Ungverjalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Það þýðir að fólk sem flýr heimaland sitt og kemur fyrst til t.d. Ungverjalands eða Grikklands en síðar til Íslands, án þess að hafa formlega stöðu flóttafólks, er ekki sent þangað aftur líkt og Dyflinnarreglugerðin veitir heimild til. Ástæðan fyrir því er sú að aðstæður í þessum löndum er hvorki boðlegar né tryggar fyrir fólk á flótta. Öðru gegnir um fólk sem nú þegar hefur fengið viðurkenningu á stöðu sinni sem flóttafólk í ríkjum á borð við Grikkland og Ítalíu. Það fólk sem hingað kemur og er með stöðu flóttamanns er sent til baka,með örfáum undantekningum. Um það fjallaði m.a. fréttaskýringaþátturinn Kveikur í febrúar sl. Í frumvarpinu sem dómsmálaráðherra hefur lagt fram er gerð sú grundvallarbreyting að stjórnvöldum, þ.e. Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, verður ekki lengur heimilt að meta hvort einstaklingar sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í öðrum ríkjum hafi slík sérstök tengsl við Ísland að nærtækast sé að þeir fái hér alþjóðlega vernd eða hvort sérstakar ástæður mæli annars með því. Með öðrum orðum þá leiðir breytingin til þess að óhjákvæmilegt verður að endursenda viðkvæma einstaklinga til ríkja á borð við Grikkland þar sem alkunna er að aðstæður eru ekki tryggar fyrir flóttafólk. Sérstök tengsl eiga t.d. við þegar umsækjandi á nákomna ættingja með fasta búsetu hér á landi (foreldra, systkini eða börn eldri en 18 ára) og hægt er að nefna mikil og alvarleg veikindi sem dæmi um sérstakar ástæður t.d. þegar umsækjandi glímir við mikil og alvarleg veikindi, s.s. skyndilegan og lífshættulegan sjúkdóm og meðferð við honum er aðgengileg fyrir flóttafólk hér á landi en ekki í því ríki sem viðkomandi hefur alþjóðlega vernd. Rauði krossinn telur afar mikilvægt að sú heimild stjórnvalda til þess að líta til sérstakra ástæðna sé áfram fyrir hendi, enda hafa raunveruleg dæmi sýnt fram á nauðsyn þess, til að mynda í málum er varða langveik börn, samkynhneigða, fylgdarlaus ungmenni og einstæða foreldra með geðraskanir. Rauði krossinn á Íslandi telur að umrædd breyting feli í sér verulega afturför og réttarskerðingu til viðkvæmra einstaklinga sem hingað leita eftir að hafa fengið alþjóðlega vernd í þeim ríkjum Evrópu þar sem aðstæður viðurkennds flóttafólks eru bágbornar. Leggst Rauði krossinn gegn umræddri breytingu enda mun hún leiða til athafna hálfu íslenskra yfirvalda sem stríða gegn mannúðarsjónarmiðum. Kristín S. Hjálmtýsdóttir,framkvæmdastjóri Rauða krossins
Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson skrifar
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar