Ensku félögin ræddu í fyrsta sinn um mögulega styttingu en stefna á að byrja í júní Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2020 19:00 Liverpoolmenn eru langefstir í ensku úrvalsdeildinni en bíða þess sem verða vill. VÍSIR/GETTY Fulltrúar félaganna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta funduðu í dag og ræddu í fyrsta sinn um að stytta tímabilið, vegna kórónuveirufaraldursins. Richard Masters, framkvæmdastjóri deildarinnar, segir að á fundinum hafi komið fram að ríkur vilji væri á meðal félaganna til þess að síðustu umferðir tímabilsins yrðu kláraðar á heimavöllum liðanna, en ekki á fáeinum, hlutlausum völlum eins og hugmyndir hafa verið uppi um. „Allir myndu kjósa að hægt yrði að spila leikina á heimavöllum liðanna ef það er hægt, og það er augljóst að sum félög hafa sterkari skoðun en önnur á þessu,“ sagði Masters. Samkvæmt Sky Sports gerir áætlun breskra stjórnvalda ráð fyrir því að hægt verði að keppa í afreksíþróttum frá og með 1. júní, fyrir luktum dyrum. Enn er því stefnt að því að hægt verði að spila þá 92 leiki sem eftir eru af tímabilinu. „Við erum í stöðugu sambandi við stjórnvöld og hlustum á þeirra leiðbeiningar, á sama tíma og við komum sjónarmiðum félaganna á framfæri,“ sagði Masters. Fyrir tveimur vikum var félögunum sagt að aðeins yrði hægt að klára tímabilið á hlutlausum velli eða völlum, vegna þess að stjórnvöld óttuðust að hópar myndu safnast saman fyrir utan heimavelli liðanna þegar leikið væri og þannig brjóta reglur um fjarlægðarmörk. Að minnsta kosti sex félög lýstu sig andvíg hugmyndinni, þar á meðal Watford, Aston Villa og Brighton. Samþykktu að framlengja mætti samninga Svo gæti vissulega farið að tímabilið verði blásið af, með einum eða öðrum hætti, en félögin virðast hafa forðast að ræða um þann möguleika. „Á fundinum í dag var í fyrsta sinn rætt um styttingu. Það er auðvitað enn markmiðið að klára tímabilið en það er mikilvægt að ræða alla möguleika við félögin okkar. Við munum ekki geta byrjað að spila fyrr en um miðjan júní í fyrsta lagi. Það er ekki vit í því að tala um að byrja að spila áður en að fyrsta skrefið er tekið í því að hefja æfingar aftur. En það á mikið vatn eftir að renna til sjávar áður en hægt verður að spila og við höldum áfram að meta stöðuna fram að því,“ sagði Masters. „Það sem var samþykkt í dag var að leikmenn mættu framlengja samninga sína fram yfir 30. júní, til loka tímabilsins. Báðir aðilar verða að samþykkja það, og þetta verður að vera komið á hreint fyrir 23. júní,“ sagði Masters. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Fleiri fréttir „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Sjá meira
Fulltrúar félaganna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta funduðu í dag og ræddu í fyrsta sinn um að stytta tímabilið, vegna kórónuveirufaraldursins. Richard Masters, framkvæmdastjóri deildarinnar, segir að á fundinum hafi komið fram að ríkur vilji væri á meðal félaganna til þess að síðustu umferðir tímabilsins yrðu kláraðar á heimavöllum liðanna, en ekki á fáeinum, hlutlausum völlum eins og hugmyndir hafa verið uppi um. „Allir myndu kjósa að hægt yrði að spila leikina á heimavöllum liðanna ef það er hægt, og það er augljóst að sum félög hafa sterkari skoðun en önnur á þessu,“ sagði Masters. Samkvæmt Sky Sports gerir áætlun breskra stjórnvalda ráð fyrir því að hægt verði að keppa í afreksíþróttum frá og með 1. júní, fyrir luktum dyrum. Enn er því stefnt að því að hægt verði að spila þá 92 leiki sem eftir eru af tímabilinu. „Við erum í stöðugu sambandi við stjórnvöld og hlustum á þeirra leiðbeiningar, á sama tíma og við komum sjónarmiðum félaganna á framfæri,“ sagði Masters. Fyrir tveimur vikum var félögunum sagt að aðeins yrði hægt að klára tímabilið á hlutlausum velli eða völlum, vegna þess að stjórnvöld óttuðust að hópar myndu safnast saman fyrir utan heimavelli liðanna þegar leikið væri og þannig brjóta reglur um fjarlægðarmörk. Að minnsta kosti sex félög lýstu sig andvíg hugmyndinni, þar á meðal Watford, Aston Villa og Brighton. Samþykktu að framlengja mætti samninga Svo gæti vissulega farið að tímabilið verði blásið af, með einum eða öðrum hætti, en félögin virðast hafa forðast að ræða um þann möguleika. „Á fundinum í dag var í fyrsta sinn rætt um styttingu. Það er auðvitað enn markmiðið að klára tímabilið en það er mikilvægt að ræða alla möguleika við félögin okkar. Við munum ekki geta byrjað að spila fyrr en um miðjan júní í fyrsta lagi. Það er ekki vit í því að tala um að byrja að spila áður en að fyrsta skrefið er tekið í því að hefja æfingar aftur. En það á mikið vatn eftir að renna til sjávar áður en hægt verður að spila og við höldum áfram að meta stöðuna fram að því,“ sagði Masters. „Það sem var samþykkt í dag var að leikmenn mættu framlengja samninga sína fram yfir 30. júní, til loka tímabilsins. Báðir aðilar verða að samþykkja það, og þetta verður að vera komið á hreint fyrir 23. júní,“ sagði Masters.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Fleiri fréttir „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Sjá meira