Innlent

Stálu kortaupplýsingum en náðust þegar varningurinn var sendur heim

Vésteinn Örn Pétursson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa
Lögreglan lét til skarar skríða þegar vörurnar höfðu verið afhentar.
Lögreglan lét til skarar skríða þegar vörurnar höfðu verið afhentar. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag fimm einstaklinga grunaða um fjársvik. Málið kom upp þegar einstaklingur hafði samband við lögreglu og tilkynnti um að greiðslukort hans hefði verið notað til þess að kaupa vörur fyrir hundruð þúsunda.

Rannsókn lögreglu leiddi til þess að vitað var hvert vörurnar ættu að fara með heimsendingu og fór lögregla á staðinn. Þegar vörurnar höfðu verið afhentar réðst lögregla til atlögu. Fimm voru handteknir og færir á lögreglustöð.

Skýrslutökur yfir þeim eru hafnar en einhverjir hinna grunuðu voru í annarlegu ástandi þegar þeir voru handteknir. Ekki fengust upplýsingar hvers konar vörur höfðu verið keyptar út á hið stolna greiðslukort.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×