Íslenski boltinn

Fyrrum leikmenn Stjörnunnar taka undir orð Mána

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Harpa Þorsteinsdóttir var illviðráðanleg og skoraði urmul marka fyrir Stjörnuna á sínum ferli.
Harpa Þorsteinsdóttir var illviðráðanleg og skoraði urmul marka fyrir Stjörnuna á sínum ferli. VÍSIR/BÁRA

Það logar allt í deilum innan herbúða Stjörnunnar í Garðabæ og ljóst að mikil eftirvænting ríkir fyrir aðalfund félagsins sem fyrirhugaður er í komandi viku. 

Greint var frá því á Vísi í lok aprílmánaðar að samskipti á milli deilda félagsins og innan aðalstjórnar væru í algjörri upplausn og beindust spjótin þá aðallega að formanni félagsins sem ætlaði að stíga til hliðar en hætti við.

Fjölmiðlamaðurinn Þorkell Máni Pétursson fór svo mikinn í umræðu um málefni félagsins í Sportið í kvöld í vikunni.

Máni þekkir vel til í Garðabænum enda annálaður stuðningsmaður félagsins auk þess að hafa þjálfað knattspyrnu í félaginu á árum áður.

Fyrrum leikmenn kvennaliðs Stjörnunnar taka undir orð Mána í yfirlýsingu sem birt var á Instagram meistaraliðs Stjörnunnar í dag en síðasta færslan á þeim Instagram reikning birtist haustið 2018.

View this post on Instagram

Af gefnu tilefni ....

A post shared by Stjo rnustelpur2017 (@stjornustelpur2017) on

Meðal þeirra sem deilir færslunni svo á Twitter er markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir en hún minnir um leið á aðalfund félagsins sem fer fram næstkomandi miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×