Þrjú dauðsföll barna í New York tengd við barnasjúkdóminn Sylvía Hall skrifar 10. maí 2020 14:31 Andrew Cuomo óttast að sjúkdómurinn hafi verið í gangi í einhverjar vikur. Vísir/getty Dauðsföll þriggja barna eru nú talin vera af völdum nýs og sjaldgæfs barnasjúkdóms sem er sagður geta tengst kórónuveirunni sem veldur Covid-19. Öll börnin höfðu greinst með Covid-19 eða önnur afbrigði af kórónuveirunni að því er fram kemur á vef Reuters. Á meðal barnanna sem hafa látist er fimm ára drengur sem lést nýverið. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, greindi frá því á upplýsingafundi í gær og sagði það vera til skoðunar hvort rækja mætti önnur dauðsföll barna í ríkinu til sjúkdómsins. Heilbrigðisyfirvöld skoða nú 73 sambærileg tilfelli og hefur það grafið undan þeirri kenningu að Covid-19 leggist ekki illa á börn. Að sögn Cuomo gæti nýi barnasjúkdómurinn hafa verið á kreiki í einhverjar vikur án þess að læknar hafi komið auga á tengingu við kórónuveiruna. Einkenni sjúkdómsins eru sögð líkjast Kawasaki-sjúkdómnum sem er bólgusjúkdómur sem leggst fyrst og fremst á börn. Þannig myndar sjúkdómurinn óhóflegt bólguviðbragð í líkamanum og börn geta orðið afar lasin. Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, sagði í samtali við Vísi á dögunum að fylgst væri náið með gangi mála en sjúkdómurinn hefur meðal annars greinst í börnum á Bretlandseyjum, Spáni, Ítalíu og í Hollandi. „Þetta er eitthvað sem stærri barnaspítalar úti í heimi hafa verið að sjá og það er í raun algjör óvissa um hvort þetta tengist Covid yfir höfuð. En þetta eru nokkur tilfelli sem hafa komið upp,“ sagði Valtýr í samtali við Vísi. „Þannig að það er svo sem alveg mögulegt að þetta tengist því að hafa fengið Covid-19, jafnað sig af því og svo kemur þetta í kjölfarið.“ Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fylgjast vel með framgangi nýs barnasjúkdóms í Evrópu Ekki er enn vitað hvort ný veikindi sem greinst hafa í ungum börnum, m.a. í Bretlandi, undanfarna daga tengist Covid 19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 30. apríl 2020 07:00 Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. 2. maí 2020 08:02 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Sjá meira
Dauðsföll þriggja barna eru nú talin vera af völdum nýs og sjaldgæfs barnasjúkdóms sem er sagður geta tengst kórónuveirunni sem veldur Covid-19. Öll börnin höfðu greinst með Covid-19 eða önnur afbrigði af kórónuveirunni að því er fram kemur á vef Reuters. Á meðal barnanna sem hafa látist er fimm ára drengur sem lést nýverið. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, greindi frá því á upplýsingafundi í gær og sagði það vera til skoðunar hvort rækja mætti önnur dauðsföll barna í ríkinu til sjúkdómsins. Heilbrigðisyfirvöld skoða nú 73 sambærileg tilfelli og hefur það grafið undan þeirri kenningu að Covid-19 leggist ekki illa á börn. Að sögn Cuomo gæti nýi barnasjúkdómurinn hafa verið á kreiki í einhverjar vikur án þess að læknar hafi komið auga á tengingu við kórónuveiruna. Einkenni sjúkdómsins eru sögð líkjast Kawasaki-sjúkdómnum sem er bólgusjúkdómur sem leggst fyrst og fremst á börn. Þannig myndar sjúkdómurinn óhóflegt bólguviðbragð í líkamanum og börn geta orðið afar lasin. Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, sagði í samtali við Vísi á dögunum að fylgst væri náið með gangi mála en sjúkdómurinn hefur meðal annars greinst í börnum á Bretlandseyjum, Spáni, Ítalíu og í Hollandi. „Þetta er eitthvað sem stærri barnaspítalar úti í heimi hafa verið að sjá og það er í raun algjör óvissa um hvort þetta tengist Covid yfir höfuð. En þetta eru nokkur tilfelli sem hafa komið upp,“ sagði Valtýr í samtali við Vísi. „Þannig að það er svo sem alveg mögulegt að þetta tengist því að hafa fengið Covid-19, jafnað sig af því og svo kemur þetta í kjölfarið.“
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fylgjast vel með framgangi nýs barnasjúkdóms í Evrópu Ekki er enn vitað hvort ný veikindi sem greinst hafa í ungum börnum, m.a. í Bretlandi, undanfarna daga tengist Covid 19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 30. apríl 2020 07:00 Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. 2. maí 2020 08:02 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Sjá meira
Fylgjast vel með framgangi nýs barnasjúkdóms í Evrópu Ekki er enn vitað hvort ný veikindi sem greinst hafa í ungum börnum, m.a. í Bretlandi, undanfarna daga tengist Covid 19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. 30. apríl 2020 07:00
Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna gefur neyðarheimild til að nota Ebólalyf við Covid-19 Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur gefið neyðarheimild til að nota Ebólalyfið remdesivir sem meðferð við alvarlegum tilfellum af Covid-19. 2. maí 2020 08:02