Innlent

Grunaður um líkamsárás gegn starfsmanni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. vísir/ktd

Tveir ungir menn voru handteknir í verslun í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Annar þeirra var grunaður um að hafa stolið úr versluninni, hinn fyrir líkamsárás gegn starfsmanni þegar höfð voru afskipti af þeim fyrri.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu en á millu 17-05 voru 74 mál bókuð.

Í miðborginni var karlmaður einnig handtekinn í nótt grunaður um kynferðislega áreitni gegn konu, hann var vistaður í fangageymslu. Skömmu síðar óskaði ungur maður eftir aðstoð í miðborginni en tveir menn höfðu veist að honum, tekið veskið hans og reynt að neyða hann til að taka peninga út í hraðbanka. Málið er í rannsókn.

Í Hafnarfirði var farsíma stolið frá viðskiptavini á veitingastað. Eftir að upptökur úr öryggismyndavélum voru skoðaðar reyndist unnt að bera kennsl á þjófinn. Farið var að heimili hans og síminn endurheimtur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×