Eitt lið sagt hafa lagt það til að klára ensku úrvalsdeildina í Kína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2020 09:00 Jürgen Klopp og aðrir stjórar ensku úrvalsdeildarinnar gera eflaust lítið annað en að brosa af þessum fréttum. Getty/Etsuo Hara Enska úrvalsdeildin ætlar að gera allt til þess að klára 2019-20 tímabilið og sumar hugmyndir eru vissulega mun öfgakenndari en aðrar. Það hafa komið fram hugmyndir um að spila alla leikina á fáum völlum á miðju Englandi og halda liðunum í eins konar sóttkví á meðan síðustu níu umferðirnar eru kláraðar. Sú hugmynd er vissulega út fyrir kassann en kemst þó hvergi nálægt þeirri sem eitt liða ensku úrvalsdeildarinnar er sagt hafa lagt fram á fundi félaganna. Just imagine if this actually happened ??????https://t.co/gsJzbyfH4X— GiveMeSport (@GiveMeSport) April 2, 2020 Samkvæmt heimildum the Athletic vildu átján af tuttugu félögum klára ensku úrvalsdeildina þegar liðin funduð saman á dögunum. Belgar ákváðu að flauta sína deild af í gær og ensku úrvalsdeildarliðin hittast á fjarfundi í dag þar sem farið verður yfir stöðuna. Búist er við því að leikjum verði frestað lengra inn á sumarið en ekki taldar miklar líkur á að deildin verði flautuð af. Enska úrvalsdeildin tapar 762 milljónum punda í glötuðum sjónvarpstekjum fari ekki síðustu 92 leikirnir fram. Þetta eru miklir peningar fyrir félögin og þau munu því gera allt til þess að klára þetta. Eitt félag sá fyrir sér eina lausnina vera að fara með öll liðin tuttugu til Kína og klára alla leikina þar. Það er eitt að spila ensku úrvalsdeildina í öðru landi hvað þá að fara með alla leikmenn, þjálfara, starfsmenn og fjölmiðlafólk hinum megin á hnöttinn. Kínverjar virðast aftur á móti vera búnir að ná tökum á útbreiðslu kórónuveirunnar á meðan hún fer stigvaxandi í Englandi. Þess vegna væri kannski auðveldara að koma leikjunum á þar en þá á eftir að ræða það að flytja allan mannskapinn alla þessa leið. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Enska úrvalsdeildin ætlar að gera allt til þess að klára 2019-20 tímabilið og sumar hugmyndir eru vissulega mun öfgakenndari en aðrar. Það hafa komið fram hugmyndir um að spila alla leikina á fáum völlum á miðju Englandi og halda liðunum í eins konar sóttkví á meðan síðustu níu umferðirnar eru kláraðar. Sú hugmynd er vissulega út fyrir kassann en kemst þó hvergi nálægt þeirri sem eitt liða ensku úrvalsdeildarinnar er sagt hafa lagt fram á fundi félaganna. Just imagine if this actually happened ??????https://t.co/gsJzbyfH4X— GiveMeSport (@GiveMeSport) April 2, 2020 Samkvæmt heimildum the Athletic vildu átján af tuttugu félögum klára ensku úrvalsdeildina þegar liðin funduð saman á dögunum. Belgar ákváðu að flauta sína deild af í gær og ensku úrvalsdeildarliðin hittast á fjarfundi í dag þar sem farið verður yfir stöðuna. Búist er við því að leikjum verði frestað lengra inn á sumarið en ekki taldar miklar líkur á að deildin verði flautuð af. Enska úrvalsdeildin tapar 762 milljónum punda í glötuðum sjónvarpstekjum fari ekki síðustu 92 leikirnir fram. Þetta eru miklir peningar fyrir félögin og þau munu því gera allt til þess að klára þetta. Eitt félag sá fyrir sér eina lausnina vera að fara með öll liðin tuttugu til Kína og klára alla leikina þar. Það er eitt að spila ensku úrvalsdeildina í öðru landi hvað þá að fara með alla leikmenn, þjálfara, starfsmenn og fjölmiðlafólk hinum megin á hnöttinn. Kínverjar virðast aftur á móti vera búnir að ná tökum á útbreiðslu kórónuveirunnar á meðan hún fer stigvaxandi í Englandi. Þess vegna væri kannski auðveldara að koma leikjunum á þar en þá á eftir að ræða það að flytja allan mannskapinn alla þessa leið.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira