Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í nótt mann vegna gruns um innbrot í bíla í hverfi 105 í Reykjavík. Í dagbók lögreglu segir að maðurinn hafi handtekinn á þriðja tímanum í nótt.
Í dagbók lögreglu segir ennfremur frá því að leigubílstjóri hafi óskað eftir aðstoð í hverfi 104 um klukkan 17:30 í gær eftir að farþegi hafi neitað að greiða fyrir aksturinn.
Ennfremur segir frá því að lögregla hafi þurft að hafa afskipti af ökumönnum sem reyndust án ökuréttinda eða akstur undir áhrifum fíkniefna.
Þá segir frá því að skömmu fyrir klukkan 23 hafi verið tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 110. Þar urðu engin slys á fólki en bílarnir skemmdust þó eitthvað.