Vill að Biden taki lygapróf vegna ásakana um kynferðisofbeldi Sylvía Hall skrifar 9. maí 2020 14:52 Tara Reade ræddi við Megyn Kelly um ásakanir hennar á hendur Joe Biden. Skjáskot Tara Reade, fyrrverandi starfsmaður á skrifstofu Joe Biden, segist hafa orðið fyrir árásum stuðningsmanna hans eftir að hún steig fram og greindi frá meintu kynferðisofbeldi af hans hálfu. Ofbeldið á að hafa átt sér stað þegar hún starfaði fyrir varaforsetann fyrrverandi fyrir 27 árum, en hann var á þeim tíma öldungardeildarþingmaður Delaware. Í viðtali við Megyn Kelly ræddi Reade um málið, eftirmála þess og næstu skref. Hún segist hafa átt erfitt uppdráttar eftir að hafa stigið fram, því hafi fylgt árásir á netinu og hún hafi meðal annars verið sökuð um að vera rússneskur njósnari. Þá hafi fjölmiðlar margir hverjir skipað sér í lið með Biden og dregið upp sögur sem hafi ekkert með málið að gera. „Raddir þeirra sem hafa eitthvað gegn mér, fyrrverandi kærasti eða leigusali, hafa fengið að heyrast frekar en mín eigin. Tala um hluti sem hafa ekkert með 1993 að gera,“ segir Reade. Atvikið sem Reade hefur lýst á að hafa gerst í „hálfopinberu“ rými í húsakynnum Bandaríkjaþings árið 1993. Hún fullyrðir að Biden hafi þrýst henni upp að vegg, farið með hönd sína upp undir pilsið hennar og stungið fingrum upp í kynfæri hennar. Henni hafi svo síðar verið bolað úr starfi sínum. Þann 1. maí síðastliðinn tjáði Biden sig um ásakanirnar í fyrsta sinn opinberlega og vísaði þeim á bug. Hann krafðist þess að þjóðskjalasafn Bandaríkjanna birti gögn sem það kynni að hafa um kvörtun frá Reade undan meintu framferði hans. „Ef það var einhver slík kvörtun verða gögnin til staðar,“ sagði Biden í viðtalinu en Reade segist hafa kvartað undan kynferðislegri áreitni til starfsmannastjóra og starfsmannaskrifstofu þingsins. Í fyrra var Reade ein átta kvenna sem lýstu því að Biden hefði snert þær á hátt sem lét þeim líða óþægilega. Hann lofaði í kjölfarið að virða frekar persónulegt rými kvenna og fólks. Hún segist helst vilja sjá hann draga framboð sitt til baka. Hún hafi enga trú á því að hann muni gera það, en henni þykir skjóta skökku við að hann sé að bjóða sig fram til forseta þegar hann hafi enga siðferðilega innistæðu til þess. Hún segir þó of seint að fá afsökunarbeiðni núna, 27 árum seinna. Hún væri tilbúin til þess að svara spurningum eiðsvarin og mæta fyrir nefnd, en hún myndi ekki taka lygapróf nema hann gerði slíkt hið sama. „Hvers konar fordæmi setur það fyrir fórnarlömb ofbeldis? Þýðir það að það sé gengið út frá því að við séum sek og við þurfum að taka lygapróf?“ spurði Reade og bætti við: „Ég mun taka lygapróf ef Joe Biden tekur lygapróf. En ég er ekki glæpamaður.“ Bandaríkin MeToo Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Joe Biden Tengdar fréttir Lögmaður ásakanda Biden styrkti framboð Trump Kona sem sakar Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, um kynferðislega árás þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum hefur ráðið þekktan lögmann sem styrkti forsetaframboð Donalds Trump forseta fjárhagslega árið 2016. Í viðtali í gær skoraði konan á Biden að hætta framboði sínu í forvali Demókrataflokksins. 8. maí 2020 10:47 Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. 1. maí 2020 17:50 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira
Tara Reade, fyrrverandi starfsmaður á skrifstofu Joe Biden, segist hafa orðið fyrir árásum stuðningsmanna hans eftir að hún steig fram og greindi frá meintu kynferðisofbeldi af hans hálfu. Ofbeldið á að hafa átt sér stað þegar hún starfaði fyrir varaforsetann fyrrverandi fyrir 27 árum, en hann var á þeim tíma öldungardeildarþingmaður Delaware. Í viðtali við Megyn Kelly ræddi Reade um málið, eftirmála þess og næstu skref. Hún segist hafa átt erfitt uppdráttar eftir að hafa stigið fram, því hafi fylgt árásir á netinu og hún hafi meðal annars verið sökuð um að vera rússneskur njósnari. Þá hafi fjölmiðlar margir hverjir skipað sér í lið með Biden og dregið upp sögur sem hafi ekkert með málið að gera. „Raddir þeirra sem hafa eitthvað gegn mér, fyrrverandi kærasti eða leigusali, hafa fengið að heyrast frekar en mín eigin. Tala um hluti sem hafa ekkert með 1993 að gera,“ segir Reade. Atvikið sem Reade hefur lýst á að hafa gerst í „hálfopinberu“ rými í húsakynnum Bandaríkjaþings árið 1993. Hún fullyrðir að Biden hafi þrýst henni upp að vegg, farið með hönd sína upp undir pilsið hennar og stungið fingrum upp í kynfæri hennar. Henni hafi svo síðar verið bolað úr starfi sínum. Þann 1. maí síðastliðinn tjáði Biden sig um ásakanirnar í fyrsta sinn opinberlega og vísaði þeim á bug. Hann krafðist þess að þjóðskjalasafn Bandaríkjanna birti gögn sem það kynni að hafa um kvörtun frá Reade undan meintu framferði hans. „Ef það var einhver slík kvörtun verða gögnin til staðar,“ sagði Biden í viðtalinu en Reade segist hafa kvartað undan kynferðislegri áreitni til starfsmannastjóra og starfsmannaskrifstofu þingsins. Í fyrra var Reade ein átta kvenna sem lýstu því að Biden hefði snert þær á hátt sem lét þeim líða óþægilega. Hann lofaði í kjölfarið að virða frekar persónulegt rými kvenna og fólks. Hún segist helst vilja sjá hann draga framboð sitt til baka. Hún hafi enga trú á því að hann muni gera það, en henni þykir skjóta skökku við að hann sé að bjóða sig fram til forseta þegar hann hafi enga siðferðilega innistæðu til þess. Hún segir þó of seint að fá afsökunarbeiðni núna, 27 árum seinna. Hún væri tilbúin til þess að svara spurningum eiðsvarin og mæta fyrir nefnd, en hún myndi ekki taka lygapróf nema hann gerði slíkt hið sama. „Hvers konar fordæmi setur það fyrir fórnarlömb ofbeldis? Þýðir það að það sé gengið út frá því að við séum sek og við þurfum að taka lygapróf?“ spurði Reade og bætti við: „Ég mun taka lygapróf ef Joe Biden tekur lygapróf. En ég er ekki glæpamaður.“
Bandaríkin MeToo Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Joe Biden Tengdar fréttir Lögmaður ásakanda Biden styrkti framboð Trump Kona sem sakar Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, um kynferðislega árás þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum hefur ráðið þekktan lögmann sem styrkti forsetaframboð Donalds Trump forseta fjárhagslega árið 2016. Í viðtali í gær skoraði konan á Biden að hætta framboði sínu í forvali Demókrataflokksins. 8. maí 2020 10:47 Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. 1. maí 2020 17:50 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira
Lögmaður ásakanda Biden styrkti framboð Trump Kona sem sakar Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, um kynferðislega árás þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum hefur ráðið þekktan lögmann sem styrkti forsetaframboð Donalds Trump forseta fjárhagslega árið 2016. Í viðtali í gær skoraði konan á Biden að hætta framboði sínu í forvali Demókrataflokksins. 8. maí 2020 10:47
Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. 1. maí 2020 17:50