Vill að Biden taki lygapróf vegna ásakana um kynferðisofbeldi Sylvía Hall skrifar 9. maí 2020 14:52 Tara Reade ræddi við Megyn Kelly um ásakanir hennar á hendur Joe Biden. Skjáskot Tara Reade, fyrrverandi starfsmaður á skrifstofu Joe Biden, segist hafa orðið fyrir árásum stuðningsmanna hans eftir að hún steig fram og greindi frá meintu kynferðisofbeldi af hans hálfu. Ofbeldið á að hafa átt sér stað þegar hún starfaði fyrir varaforsetann fyrrverandi fyrir 27 árum, en hann var á þeim tíma öldungardeildarþingmaður Delaware. Í viðtali við Megyn Kelly ræddi Reade um málið, eftirmála þess og næstu skref. Hún segist hafa átt erfitt uppdráttar eftir að hafa stigið fram, því hafi fylgt árásir á netinu og hún hafi meðal annars verið sökuð um að vera rússneskur njósnari. Þá hafi fjölmiðlar margir hverjir skipað sér í lið með Biden og dregið upp sögur sem hafi ekkert með málið að gera. „Raddir þeirra sem hafa eitthvað gegn mér, fyrrverandi kærasti eða leigusali, hafa fengið að heyrast frekar en mín eigin. Tala um hluti sem hafa ekkert með 1993 að gera,“ segir Reade. Atvikið sem Reade hefur lýst á að hafa gerst í „hálfopinberu“ rými í húsakynnum Bandaríkjaþings árið 1993. Hún fullyrðir að Biden hafi þrýst henni upp að vegg, farið með hönd sína upp undir pilsið hennar og stungið fingrum upp í kynfæri hennar. Henni hafi svo síðar verið bolað úr starfi sínum. Þann 1. maí síðastliðinn tjáði Biden sig um ásakanirnar í fyrsta sinn opinberlega og vísaði þeim á bug. Hann krafðist þess að þjóðskjalasafn Bandaríkjanna birti gögn sem það kynni að hafa um kvörtun frá Reade undan meintu framferði hans. „Ef það var einhver slík kvörtun verða gögnin til staðar,“ sagði Biden í viðtalinu en Reade segist hafa kvartað undan kynferðislegri áreitni til starfsmannastjóra og starfsmannaskrifstofu þingsins. Í fyrra var Reade ein átta kvenna sem lýstu því að Biden hefði snert þær á hátt sem lét þeim líða óþægilega. Hann lofaði í kjölfarið að virða frekar persónulegt rými kvenna og fólks. Hún segist helst vilja sjá hann draga framboð sitt til baka. Hún hafi enga trú á því að hann muni gera það, en henni þykir skjóta skökku við að hann sé að bjóða sig fram til forseta þegar hann hafi enga siðferðilega innistæðu til þess. Hún segir þó of seint að fá afsökunarbeiðni núna, 27 árum seinna. Hún væri tilbúin til þess að svara spurningum eiðsvarin og mæta fyrir nefnd, en hún myndi ekki taka lygapróf nema hann gerði slíkt hið sama. „Hvers konar fordæmi setur það fyrir fórnarlömb ofbeldis? Þýðir það að það sé gengið út frá því að við séum sek og við þurfum að taka lygapróf?“ spurði Reade og bætti við: „Ég mun taka lygapróf ef Joe Biden tekur lygapróf. En ég er ekki glæpamaður.“ Bandaríkin MeToo Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Joe Biden Tengdar fréttir Lögmaður ásakanda Biden styrkti framboð Trump Kona sem sakar Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, um kynferðislega árás þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum hefur ráðið þekktan lögmann sem styrkti forsetaframboð Donalds Trump forseta fjárhagslega árið 2016. Í viðtali í gær skoraði konan á Biden að hætta framboði sínu í forvali Demókrataflokksins. 8. maí 2020 10:47 Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. 1. maí 2020 17:50 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Sjá meira
Tara Reade, fyrrverandi starfsmaður á skrifstofu Joe Biden, segist hafa orðið fyrir árásum stuðningsmanna hans eftir að hún steig fram og greindi frá meintu kynferðisofbeldi af hans hálfu. Ofbeldið á að hafa átt sér stað þegar hún starfaði fyrir varaforsetann fyrrverandi fyrir 27 árum, en hann var á þeim tíma öldungardeildarþingmaður Delaware. Í viðtali við Megyn Kelly ræddi Reade um málið, eftirmála þess og næstu skref. Hún segist hafa átt erfitt uppdráttar eftir að hafa stigið fram, því hafi fylgt árásir á netinu og hún hafi meðal annars verið sökuð um að vera rússneskur njósnari. Þá hafi fjölmiðlar margir hverjir skipað sér í lið með Biden og dregið upp sögur sem hafi ekkert með málið að gera. „Raddir þeirra sem hafa eitthvað gegn mér, fyrrverandi kærasti eða leigusali, hafa fengið að heyrast frekar en mín eigin. Tala um hluti sem hafa ekkert með 1993 að gera,“ segir Reade. Atvikið sem Reade hefur lýst á að hafa gerst í „hálfopinberu“ rými í húsakynnum Bandaríkjaþings árið 1993. Hún fullyrðir að Biden hafi þrýst henni upp að vegg, farið með hönd sína upp undir pilsið hennar og stungið fingrum upp í kynfæri hennar. Henni hafi svo síðar verið bolað úr starfi sínum. Þann 1. maí síðastliðinn tjáði Biden sig um ásakanirnar í fyrsta sinn opinberlega og vísaði þeim á bug. Hann krafðist þess að þjóðskjalasafn Bandaríkjanna birti gögn sem það kynni að hafa um kvörtun frá Reade undan meintu framferði hans. „Ef það var einhver slík kvörtun verða gögnin til staðar,“ sagði Biden í viðtalinu en Reade segist hafa kvartað undan kynferðislegri áreitni til starfsmannastjóra og starfsmannaskrifstofu þingsins. Í fyrra var Reade ein átta kvenna sem lýstu því að Biden hefði snert þær á hátt sem lét þeim líða óþægilega. Hann lofaði í kjölfarið að virða frekar persónulegt rými kvenna og fólks. Hún segist helst vilja sjá hann draga framboð sitt til baka. Hún hafi enga trú á því að hann muni gera það, en henni þykir skjóta skökku við að hann sé að bjóða sig fram til forseta þegar hann hafi enga siðferðilega innistæðu til þess. Hún segir þó of seint að fá afsökunarbeiðni núna, 27 árum seinna. Hún væri tilbúin til þess að svara spurningum eiðsvarin og mæta fyrir nefnd, en hún myndi ekki taka lygapróf nema hann gerði slíkt hið sama. „Hvers konar fordæmi setur það fyrir fórnarlömb ofbeldis? Þýðir það að það sé gengið út frá því að við séum sek og við þurfum að taka lygapróf?“ spurði Reade og bætti við: „Ég mun taka lygapróf ef Joe Biden tekur lygapróf. En ég er ekki glæpamaður.“
Bandaríkin MeToo Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Joe Biden Tengdar fréttir Lögmaður ásakanda Biden styrkti framboð Trump Kona sem sakar Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, um kynferðislega árás þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum hefur ráðið þekktan lögmann sem styrkti forsetaframboð Donalds Trump forseta fjárhagslega árið 2016. Í viðtali í gær skoraði konan á Biden að hætta framboði sínu í forvali Demókrataflokksins. 8. maí 2020 10:47 Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. 1. maí 2020 17:50 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Sjá meira
Lögmaður ásakanda Biden styrkti framboð Trump Kona sem sakar Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, um kynferðislega árás þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum hefur ráðið þekktan lögmann sem styrkti forsetaframboð Donalds Trump forseta fjárhagslega árið 2016. Í viðtali í gær skoraði konan á Biden að hætta framboði sínu í forvali Demókrataflokksins. 8. maí 2020 10:47
Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. 1. maí 2020 17:50