Innlent

Báðir ökumenn ölvaðir í aftanákeyrslu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt.
Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vihelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmis horn að líta í gærkvöldi og í nótt. Alls komu 75 mál til kasta hennar og var nokkuð um að ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Klukkan rétt rúmlega sjö í gærkvöldi var tilkynnt um umferðarslys í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Í ljós kom að bifhjóli hafði verið ekið aftan á bíl á ljósastýrðum gatnamótum. Báðir ökumenn reyndust undir áhrifum áfengis. Ökumaður bifhjólsins hlaut minniháttar meiðsl.

Þá stöðvaði lögreglan alls sjö ökumenn víða um borgina vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna en töluvert var um akstursbrot í nótt, þar á meðal var sautján ára ökumaður kærður fyrir svokallaðan spól-akstur í miðborginni í gærkvöldi auk þess sem að annar ökumaður var kærður fyrir að valda óþarfa hávaða með notkun bíls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×