Trump segir morðið á skokkaranum unga óhugnanlegt Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. maí 2020 23:23 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Ahmaud Arbery. Samsett/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir morðið á Ahmaud Arbery, svörtum manni sem skotinn var til bana er hann var úti að hlaupa í Georgíríki í febrúar, „óhugnanlegt“. Þá kvaðst hann treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. Saksóknarar í Georgíu ákærðu í dag feðgana Gregory McMichael og Travis McMichael fyrir morðið á Arbery. Haft hefur verið eftir feðgunum í lögregluskýrslu að Arbery, sem var úti að hlaupa umræddan dag í febrúar, hafi svipað til manns sem grunaður var um aðild að innbrotum á svæðinu. Feðgarnir hafi því ákveðið að vopnbúast, stíga upp í bíl og veita Arbery eftirför. Eftirförinni lauk með því að Arbery var skotinn til bana. Hann var óvopnaður. Feðgarnir báru fyrir sig lögum um borgaralega handtöku og sjálfsvörn og voru hvorki handteknir né ákærðir fyrir aðild að málinu. Myndband, sem sagt er af atvikinu, var loks birt á netinu á þriðjudag. Mikil reiði braust út í Georgíu og víðar í Bandaríkjunum - og í kjölfarið fóru hjólin að snúast hjá yfirvöldum. Embætti ríkislögreglustjóra í Georgíu tók yfir rannsókn málsins og McMichael-feðgarnir voru handteknir. Trump ræddi málið í sjónvarpsþættinum Fox and Friends í dag og kallaði það „óhugnanlegt“. Þá kvaðst hann fullviss um að yfirvöld færu rétt með rannsókn málsins og sendi fjölskyldu Arbery jafnframt samúðarkveðjur. „Ég skoðaði mynd af þessum unga manni. Hann var í smóking. […] Hann lítur út fyrir að vera mjög góður, ungur maður,“ sagði Trump. Þá kvaðst hann hafa horft á myndbandið sem sagt er sýna morðið á Arbery og lýsti því einnig sem „óhugnanlegu“. Inntur eftir viðbrögðum við því að gjörðir feðganna væru ef til vill byggðar á kynþáttafordómum sagði Trump: „Það að réttlætinu verði framfylgt leysir þann vanda. Aftur, þetta er í höndum ríkisstjórans og ég er viss um að hann breyti rétt. Þetta gæti verið eitthvað sem við sáum ekki á myndbandinu.“ Arbery hefði fagnað 26 ára afmæli sínu í dag, hefði hann lifað. Efnt hefur verið til fjöldafunda vegna málsins í Georgíuríki og Flórída í dag. Þá hefur myllumerkinu #IRunWithMaud, eða #ÉgHleypMeðMaud verið hleypt af stokkunum, þar sem skokkarar um allan heim eru hvattir til að hlaupa 2,23 mílur, eða um 3,6 kílómetra, í minningu um dánardag Arberys, 23. febrúar. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:15 Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir morðið á Ahmaud Arbery, svörtum manni sem skotinn var til bana er hann var úti að hlaupa í Georgíríki í febrúar, „óhugnanlegt“. Þá kvaðst hann treysta þeim yfirvöldum sem fara nú með málið. Saksóknarar í Georgíu ákærðu í dag feðgana Gregory McMichael og Travis McMichael fyrir morðið á Arbery. Haft hefur verið eftir feðgunum í lögregluskýrslu að Arbery, sem var úti að hlaupa umræddan dag í febrúar, hafi svipað til manns sem grunaður var um aðild að innbrotum á svæðinu. Feðgarnir hafi því ákveðið að vopnbúast, stíga upp í bíl og veita Arbery eftirför. Eftirförinni lauk með því að Arbery var skotinn til bana. Hann var óvopnaður. Feðgarnir báru fyrir sig lögum um borgaralega handtöku og sjálfsvörn og voru hvorki handteknir né ákærðir fyrir aðild að málinu. Myndband, sem sagt er af atvikinu, var loks birt á netinu á þriðjudag. Mikil reiði braust út í Georgíu og víðar í Bandaríkjunum - og í kjölfarið fóru hjólin að snúast hjá yfirvöldum. Embætti ríkislögreglustjóra í Georgíu tók yfir rannsókn málsins og McMichael-feðgarnir voru handteknir. Trump ræddi málið í sjónvarpsþættinum Fox and Friends í dag og kallaði það „óhugnanlegt“. Þá kvaðst hann fullviss um að yfirvöld færu rétt með rannsókn málsins og sendi fjölskyldu Arbery jafnframt samúðarkveðjur. „Ég skoðaði mynd af þessum unga manni. Hann var í smóking. […] Hann lítur út fyrir að vera mjög góður, ungur maður,“ sagði Trump. Þá kvaðst hann hafa horft á myndbandið sem sagt er sýna morðið á Arbery og lýsti því einnig sem „óhugnanlegu“. Inntur eftir viðbrögðum við því að gjörðir feðganna væru ef til vill byggðar á kynþáttafordómum sagði Trump: „Það að réttlætinu verði framfylgt leysir þann vanda. Aftur, þetta er í höndum ríkisstjórans og ég er viss um að hann breyti rétt. Þetta gæti verið eitthvað sem við sáum ekki á myndbandinu.“ Arbery hefði fagnað 26 ára afmæli sínu í dag, hefði hann lifað. Efnt hefur verið til fjöldafunda vegna málsins í Georgíuríki og Flórída í dag. Þá hefur myllumerkinu #IRunWithMaud, eða #ÉgHleypMeðMaud verið hleypt af stokkunum, þar sem skokkarar um allan heim eru hvattir til að hlaupa 2,23 mílur, eða um 3,6 kílómetra, í minningu um dánardag Arberys, 23. febrúar.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49 Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:15 Mest lesið Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49
Skotinn til bana óvopnaður úti að hlaupa Mikil reiði hefur gripið um sig í Bandaríkjunum eftir að svartur karlmaður var skotinn til bana í Georgíuríki í febrúar. 6. maí 2020 23:15