Innlent

Í tveggja vikna far­bann vegna al­var­legrar á­rásar í Kópa­vogi

Atli Ísleifsson skrifar
Rannsókn málsins miðar vel að sögn lögreglu.
Rannsókn málsins miðar vel að sögn lögreglu. Vísir/Vilhelm

Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði fyrr í vikunni karlmann á fimmtugsaldri í tveggja vikna farbann að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á mjög alvarlegri líkamsárás í Kópavogi í síðasta mánuði. Farbannið gildir til 19. maí næstkomandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

„Áður hafði maðurinn setið í gæsluvarðhaldi í á aðra viku á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Rannsókn málsins miðar vel,“ segir í tilkynningunni.

Maðurinn réðst á annan mann á heimili fórnarlambsins og veitti honum lífshættulega áverka.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×